Skáknámskeið
Fyrirhugað er að halda námskeið í skák fyrir nemendur Síðuskóla. Aðal leiðbeinandi verður Sigurður Arnarson, skákmeistari Skákfélags Akureyrar. Námskeiðið verður tvískipt. Fyrri hlutinn verður fyrir nemendur í 1.-3. bekk en seinni hlutinn fyrir 3. – 6. bekk. Gott væri að nemendur tækju með sér töfl ef þeir eiga þau, en slíkt er ekki skilyrði.
Tímasetningar eru eftirfarandi
1.- 3. bekkur Fimmtudaginn 27. jan. kl. 14.15-16.00
Föstudaginn 28. jan. kl. 13.15-15.15
Laugardaginn 29. jan. kl. 10.00-12.00 verður skákmót.
3.- 6. bekkur (framhaldsnámskeið)
Fimmtudaginn 3. feb. kl. 14.30 -16.00
Föstudaginn 4. feb. kl. 14.00 -16.00
Laugardaginn 5. feb. kl 10.00-12.00 verður skákmót.
Námskeiðin eru nemendum að kostnaðarlausu.