ÍSAT

Foreldrar eru beðnir að sækja yngstu börnin

Foreldrar eru beðnir að sækja yngstu börnin í skólann þegar kennslu er lokið. Miða er við 1. til 5. bekk og eldri börn sem eiga heima langt frá skólanum.
Lesa meira

Skólaball fellur niður vegna veðurs

Skólaball sem átti að vera í kvöld, föstudag 17. desember, klukka 20 í Síðuskóla fellur niður vegna veðurs.
Lesa meira

Vatnstankur-Gjöf sem gefur

Á þemadögum í nóvember söfnuðu nemendur í 5. og 10. bekk peningum með því að selja knús. Þeir gáfu einnig út skólablað sem þeir hafa verið að selja. Með þessu tókst krökkunum að safna kr. 45.000.- og hefur peningunum nú verið varið í að kaupa gjafabréf fyrir vatnstank handa börnum í Úganda.  Vatn er undirstaða alls lífs en sumstaðar er það vandfundið. Munaðarlausu börnin í Úganda eyða mörgum klukkustundum á dag í að sækja það. Með gjafabréfinu spörum við þeim tíma og fyrirhöfn þar sem byggður verður vatnstankur við heimili þeirra.  Af bárujárnsþökum má safna rigningarvatni sem dugar 3-4 mánuði inn í þurrkatímann. Í stað þess að eyða deginum í að sækja vatn geta börnin sótt skóla! Á heimasíðunni http://gjofsemgefur.is/ má sjá fleiri gjafabréf sem fólk getur keypt handa bágstöddum.
Lesa meira

Jólabréf 2010

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Það er verið að skreyta skólann og nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit, nokkrir árgangar baka laufabrauð og ekki má gleyma jólaföndri. Aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju tilheyra þessum árstíma líka. Litlu jólin Litlu jólin eru 20. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30. Niðurröðun bekkja má sjá hér á eftir og einnig á heimasíðunni. Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjastofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk. Niðurröðun bekkja á litlu jólin Kl. 8: 30 2. bekkur, 3. bekkur, 4. bekkur TS5. bekkur SB, 6. bekkur JÁ, 8. Bekkur9. bekkur B, 10. bekkur KLM. Kl. 10:30 1. bekkur, 4. bekkur ASR5. bekkur ÁEK,  6. bekkur HH7. bekkur, 9. bekkur HF, 10. bekkur SA. Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 20. desember eru beðnir um að hafa samband við Jóhönnu Jessen í síma 4613473 eða á netfangið sidufristund@akmennt.is fyrir 16. desember. Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 4. janúar klukkan 8:00. Viðtalsdagar í Síðuskóla eru 10.og 11. janúar 2011. 1.-6. bekkur eru í viðtölum báða dagana og 10. janúar  er kennsla hjá 7.-10. bekk. 11. janúar er viðtalsdagur hjá öllum nemendum og ekki kennsla þann dag. (Sjá skýringar við skóladagatal á heimasíðu skólans). Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Spurningakeppni í eldri deildinni

  Þann 1. desemeber fór fram árleg spurningakeppni í 8. -10. bekk en þessi keppni hefur verið árviss viðburður hér í skólanum síðan 1998. Allir keppendur stóðu sig af stakri prýði en sigurvegararnir þetta árið voru nemendur í 10. bekk. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn.   Myndir frá spurningakeppninni má sjá hér.
Lesa meira

Comeniusheimsókn í Síðuskóla

    Vikuna 29.nóvember til 3.desember voru í heimsókn í Síðuskóla nemendur og kennarar frá Grikklandi, Spáni, Ungverjalandi og Belgíu.  Nemendur voru í kennslustundum með nemendum í 9. og 10.bekk en kennarar hittust og ræddu málin.  Heimsóknin var í tengslum við samstarf skóla frá þessum löndum.  Síðuskóli vinnur að því með hinum skólunum að nýta tölvutæknina meira í kennslu.  Nemendur sem koma að þessu verkefni munu uppfræða kennara um það hvernig þeir geti nýtt sér tölvutæknina til að gera kennslustundirnar fjölbreyttari og vonandi bæði skemmtilegri og meira hvetjandi fyrir nemendur til að læra. Þessi heimsókn er fyrsta verkefnið í verkefninu ICT4U sem styrkt er af Evrópusambandinu og í framhaldinu munu kennarar og nemendur við Siðuskóla sækja aðra þátttakendur heim. Nemendur sem komu hingað gistu hjá nemendum og fjölskyldum þeirra og báru mikið lof á allar aðstæður og vildu þeir helst ekki yfirgefa landið þegar kom að brottfarardegi.  Við viljum þakka þeim fjölskyldum sem opnuðu heimili sín fyrir erlendum nemanda þessa viku og tóku undir sinn verndarvæng.  Þetta verkefni hefði aldrei gengið svona vel nema vegna velvilja foreldra.  Takk fyrir það.Bibbi, umsjónarmaður Comeniusverkefnisins fyrir hönd Síðuskóla. Hér má sjá eldri myndir frá Comeniusarverkefninu      
Lesa meira

Gaman saman í textílmennt!

Nemendur í 4. -10. bekk hafa verið að vinna að hinum ýmsu verkefnum í textilmennt.   Nemendur í 4. bekk hafa verið að sauma út og búa til lítinn púða. Þeir hafa verið að vinna með efni og saumað á saumavél. Nemendur í 5. bekk hafa verið að búa til bakpoka sem þeir sauma í merki eða myndir. Nemendur úr 6. bekk hafa verið að sauma svuntur. Nemendur í 7. bekk hafa verið að sauma stafi í handklæði ásamt því að vera með verkefni sem þeir velja sjálfir. Í valinu sem í eru nemendur úr 8. 9. og 10.bekk vinna þeir verkefni fyrir Rauðakrossinn sem heitir Föt sem framlag en í því verkefni er verið að sauma ungbarnaföt og ungbarnateppi.     Í október var kennaranemi hjá okkur sem kenndi 5. til 10. bekk bútasaum. Nemendur lærðu að skera efni og raða saman munstri og sauma saman. Flestir gerðu kodda og töskur en elstu nemendurnir eru að vinna að bútasaumsteppum sem gefin verða til Rauðakrossins. Til að sjá fleiri skemmtilegar myndir smellið hér.      
Lesa meira

Þær stóðu sig vel í leitinni að Grenndargralinu!

  Leitinni að Grenndargralinu er lokið og að þessu sinni vann Glerárskóli keppnina, eins og áður hefur komið fram og óskum við þeim til hamingju. Í Síðuskóla voru tvær stúlkur sem náðu glæsilegum árangri og luku keppninni en þær eru Elfa Jónsdóttir og Katrín Lóa Traustadóttir í 9. bekk. Þær fengu í morgun viðkenningar fyrir árangurinn og til hamingju stelpur þetta var frábært hjá ykkur. 
Lesa meira

Meira um Grenndargralið

  Í haust hefur staðið yfir leikurinn Leitin að Grenndargralinu sem er samvinnuverkefni Síðuskóla, Giljaskóla og Glerárskóla. Nú er leitinni lokið og að þessu sinni vann Glerárskóli keppnina og óskum við þeim til hamingju. Í Síðuskóla voru tvær stúlkur sem náðu glæsilegum árangri og luku keppninni en þær eru Elfa Jónsdóttir og Katrín Lóa Traustadóttir í 9. bekk. Þær fengu í morgun viðkenningar fyrir árangurinn og til hamingju stelpur þetta var frábært hjá ykkur.
Lesa meira

Venjulegur dagur í unglingadeild

Venjulegur skóladagur í Síðuskóla er kannski ekkert merkilegur en t.d. í unglingadeild er fjöldinn allur af nemendum sem vinna vinnuna sína daglega og leggja sig alla fram. Nýlega voru teknar nokkrar myndir þar sem sjá má nemendur 10. bekkjar vinna saman í dönskutíma og síðan slaka á frammi á gangi á milli tíma.  
Lesa meira