09.11.2011
Vinátta er eitt af einkunnarorðum Síðuskóla.
Dagana 7.-11. nóvember leggja nemendur og starfsfólk sérstaka áherslu á vináttuna. Allir leggja sitt af mörkum til að minna á hversu
vináttan er mikils virði.
Vinnáttan snýst um svo margt, ekki eingöngu um besta vininn eða bestu vinina. Við hugsum líka um þá sem eru einir og skiljum engan
útundan.
Við hjálpumst öll að og erum góð hvert við annað. Munuð ætíð að ein leið til að eignast vin er að vera vinur sjálfur.
Lesa meira
21.10.2011
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Þemadögum var að ljúka hjá okkur og fóru
þeir vel fram að venju. Nemendur unnu mörg skemmtileg verkefni, fóru í vettvangsferðir og fengum við marga
góða gesti í skólann. Myndir frá þemadögum má sjá hér.
Nú er komið að
haustfríi mánudag og þriðjudag 24. og 25. október. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að gera sér dagamun með börnum
sínum og njóti vel þessara daga.
Frístund verður opin frá klukkan 8:00 – 16:00 fyrir þá sem þurfa að nýta
sér þá þjónustu og hafa pantað. Skólastarf hefst aftur samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn
26. október.
Með haustkveðju, starfsfólk Síðuskóla.
Lesa meira
21.10.2011
Síðuskóli, nemendur og starfsfólk, tók þátt í Norræna skólahlaupinu í ár eins og áður. Fimmtudaginn 6.
október, rétt fyrir klukkan 10, brunuðu allir af stað og hlupu hver sem betur gat.
Veittar voru viðurkenningar fyrir besta árangur á hverju stigi fyrir sig, hjá stelpum og strákum. Margir nemendur stóðu sig ótrúlega vel
og virkilega gaman að sjá áhugann hjá öllum þessum stóra hópi.
Eftirfarandi nemendur hlutu viðurkenningu fyrir sína frammistöðu.
8.-10. beAndri Björn 8. SASverrir Örn 10.
bekkSvavar 8. KLM
Helena 10. BEErla Sigríður 9. BEAuður Kristín 10. B
5.-7. beBjarki 7. JÁSævar Þór 6.
HLSindri Már 5. ASR
Snædís Sara 7. JÁHulda Björg 6. SEBHelga K.. 7. SÁB
1.-4. BEElmar Þór 4. JSElvar Örn 4.
KHBergsveinn Ari 4. JS
Eva Björk 4. KHBirgitta 4. KHHugrún 4. KH
Myndir úr skólahlaupinu munu birtast
hér.
Lesa meira
20.10.2011
Danskur sendikennari, Mette Lybæch, hefur verið
hjá okkur í Síðuskóla í 5 vikur.
Undanfarin 12 ár hefur verið mikil og góð
samvinna á milli Menntamálaráðuneyta Íslands og Danmerkur. Samvinnan felst í því að að tveir danskir kennarar koma til Íslands
með það að markmiði að aðstoða og vinna með íslenskum dönskukennurum þar sem megináhersla er lögð á að efla
talað mál. Mette segir það forréttindi að
hafa fengið aðra af þessum eftirsóttu stöðum. Að auki finnst henni hún sérlega heppin að fá
að vera hér á Akureyri. Hún verður hér í vetur og mun vinna með dönskukennurum í öllum grunnskólum
Akureyrar.
Læs mere
om projektet.
Lesa meira
19.10.2011
Þessa dagana eru 6 nemendur á ferðalagi á vegum
Síðuskóla í Ungverjalandi. Nemendurnir koma úr 9. og 10.bekk og eru það allt stelpur að þessu sinni. Ferðin hefur gengið vel og allir eru
heilir heilsu, hressir og kátir. Menningarmunur landanna hefur reyndar komið eilítið á óvart og eru dömurnar sem hér eru afar hneykslaðar á
reykingarvenjum Ungverja sem kveikja sér í sígarrettum þar sem þeir standa og gildir þá einu hvar þeir eru. Þetta myndi ekki gerast uppi
á Fróni.
Stelpurnar vinna hörðum höndum að verkefninu sem snýst um forrit
sem geta nýst kennurum í kennslustofum og eru ný af nálinni. Forritin eru til þess fallin að nemendur fái aðra sýn á verkefni sem
lögð eru fyrir og hægt er að nota þau líka til að fá nýja nálgun á viðfangsefnin auk þess sem skil á verkefnum
verða fjölbreyttari þegar um fleiri leiðir er að velja en að skrifa ritgerð eða gera glæru sýningu.
Við höfum bækistöð í Eger en skóli þar er samstarfsskóli okkar í verkefninu ásamt skólum í Belgíu, á
Spáni og í Grikklandi en þangað er fyrirhuguð ferð í vor. Eger er í 130 km fjarlægð frá Budapest og förum við þangað
á þriðjudag í skoðunarferð. Í dag, mánudag, er hins vegar skipulögð skoðunarferð um Eger og okkur sýnt það helsta
í borginni t.d. kirkjuna sem er sú næst stærsta í Ungverjalandi.
Það bera sig sem sagt allir vel hér í landi Ungverja og hlakka til að sjá og
heyra meira af landinu.
Bibbi, umsjónarmaður Comeniusverkefnis Síðuskóla
Lesa meira
14.10.2011
Ný umhverfisnefnd hefur tekið til starfa í skólanum. Fyrsti fundur var haldinn í gær og gekk hann mjög vel. Farið var yfir verkefni
sem vinna á að næstu vikur og aðeins byrjað að marka stefnu fyrir veturinn. Fulltrúar nemenda í nefndinni fyrir:
2. bekk eru Almar Ingi Jóhannsson og Baldur Freyr Jóhannsson, varamenn þeirra eru Klara Fönn Arnedóttir og Eiríkur Gunnar Sigurðsson.
4. bekk eru Elvar Örn Jónsson og Kristján Páll Steinsson, varamenn þeirra eru Bergsveinn Ari Baldvinsson og Unnar Hafberg Rúnarsson.
6. bekk eru Elmar Blær Hlynsson og Sævar Þór Fylkisson, varamaður þeirra er Hulda Margrét Sveinsdóttir.
8. bekk eru Ásdís María Antonsdóttir og Svavar Sigurður Sigurðarson, varamenn þeirra eru Gabríel Ómar Stefánsson og Óskar
Björn Jóhannsson.
10. bekk eru Alda Rós Ágústsdóttir, Elfa Jónsdóttir, Helena Rut Pétursdóttir og Þóranna Lilja
Þórbergsdóttir.
Auk nemenda eru í nefndinni Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir en hún er fulltrúi foreldra og fyrir starfsfólk eru Arnfríður
Jóhannsdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Hafdís Kristjánsdóttir, Sigríður Ása Harðardóttir og Sigrún
Sigurðardóttir.
Lesa meira
07.10.2011
Framundan eru nokkrir öðruvísi dagar á skóladagatalinu.
Mánudaginn 10. október fá nemendur frí í skólanum á skipulagsdegi kennara, þá er Frístund opin til hádegis.
Þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október eru þemadagar í skólanum. Þá verður aðeins brotið upp
hefðbundið skólastarf og unnið í hópum en ekki í föstum bekkjum. Þemað 2011 er heimabyggðin.
24. og 25. október, mánudag og þriðjudag, er síðan komið að haustfríi Síðuskóla. Frístund er opin í
haustfríi.
Lesa meira
06.10.2011
Nú á að halda Snillinganámskeið hjá
Fjölskyldudeild. Þetta námskeið er ætlað sex börnum fæddum 2002 og 2003 sem eru með ADHD greiningu (sjá nánar í
auglýsingu).
Hér má sjá nánari auglýsingu og umsóknareyðublað.
Lesa meira
05.10.2011
Ball fyrir 1. - 7. bekk verður haldið fimmtudaginn 6. október í Síðuskóla. Ballið er til styrktar
vorferðalagi 10. bekkjar.
1. og 2. bekkur verða frá klukkan 16:00 - 17:30
(eingöngu fyrir nemendur Síðuskóla)
3. og 4. bekkur verða frá klukkan 17:30 - 19:00 (eingöngu fyrir nemendur Síðuskóla)
5. - 7. bekkur verða frá klukkan 19:00 - 21:00
Verðið er óbreytt frá síðasta vetri eða 300 krónur inn á ballið. Á ballinu verður selt sælgæti s.s. bland í
poka, gos og fleira. Verðskrá má finna hér.
Starfsmenn úr 10.bekk sjá um tónlist og stjórna einnig leikjum og dansi fyrir yngstu bekkina.
Vonandi sjáum við sem flesta.
10. bekkingar í Síðuskóla.
Lesa meira
03.10.2011
Umhverfisdagurinn í Síðuskóla var að þessu sinni haldinn á Degi
íslenskrar náttúru þann 16. september. Ár hvert höldum við keppni um það, hver hlýtur þá
heiðursnafnbótina Náttúrufræðingur Síðuskóla.
Keppnin felst í að greina 5 myndir af fuglum, 5 af plöntum og 5 landslagsmyndir
frá Íslandi.
Í ár voru það tveir nemendur sem deildu með sér titlinum, Berglind
Pétursdóttir og Kjartan Atli Ísleifsson bæði í 9. bekk. Í þriðja sæti var svo Ingólfur Bjarni Svafarsson í 9. bekk. Fyrir
frábæra frammistöðu fengu viðurkenningu þau Sóley Gunnarsdóttir í 3. bekk og Haukur Brynjarsson í 6. SEB.
Til hamingju, krakkar, með góðan
árangur.
Lesa meira