Ýmislegt framundan

Framundan eru nokkrir öðruvísi dagar á skóladagatalinu.  Mánudaginn 10. október fá nemendur frí í skólanum á skipulagsdegi kennara, þá er Frístund opin til hádegis. Þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október eru þemadagar í skólanum. Þá verður aðeins brotið upp hefðbundið skólastarf og unnið í hópum en ekki í föstum bekkjum. Þemað 2011 er heimabyggðin. 24. og 25. október, mánudag og þriðjudag, er síðan komið að haustfríi Síðuskóla. Frístund er opin í haustfríi.

Framundan eru nokkrir öðruvísi dagar á skóladagatalinu. 


Mánudaginn 10. október fá nemendur frí í skólanum á skipulagsdegi kennara, þá er Frístund opin til hádegis.


Þriðjudaginn 18. október og miðvikudaginn 19. október eru þemadagar í skólanum. Þá verður aðeins brotið upp hefðbundið skólastarf og unnið í hópum en ekki í föstum bekkjum. Þemað 2011 er heimabyggðin.


24. og 25. október, mánudag og þriðjudag, er síðan komið að haustfríi Síðuskóla. Frístund er opin í haustfríi.