10.05.2011
Krakkarnir í 1. bekk hafa verið að vinna með húsdýrin síðustu vikur. Var sú vinna samþætt
Byrjendalæsi þar sem unnið var með bækurnar Afi minn i sveitinni og Íslensku húsdýrin.
Unnið var hörðum höndum við að klára dýrin fyrir vorhátíðina. Einnig útbjuggu krakkarnir
kórónur handa verðandi 1. bekkingum í Síðuskóla.
Hér má sjá myndir sem sýna vinnu krakkanna í vikunni fyrir
vorhátíðina og hluta af afrakstri vetrarins.
Lesa meira
10.05.2011
Þessa dagana fer fram val hjá unglingunum fyrir næsta skólaár.
Nemendur er minntir á að ganga frá valblaðinu sínu og skila á morgun miðvikudag.
Lesa meira
10.05.2011
Samkvæmt skólastefnu Akureyrarbæjar skal árlega
veita þeim einstaklingum eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar.
Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á
því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn
betur.
Sjá
fréttatilkynningu
á heimasíðu skóladeildar.
Lesa meira
04.05.2011
Umsóknir og kennslulýsingar fyrir valgreinar í 8.-10. bekk skólaárið 2011-2012 eru komnar inn á heimasíðuna.
Hægt er að nálgast þær með því að smella hér.
Lesa meira
03.05.2011
Vorhátíð Síðuskóla verður 8. maí 2011 Frá 14:00-16:00.
Dagskrá dagsins
13:00 Verðandi 1. bekkingar, sérstaklega boðnir velkomnir á sal
skólans.
Dagskrá á sviði
14:00 Formaður Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla segir nokkur
orð 14:05 Ávarp skólastjóra
14:10 Nemendur syngja skólasönginn ásamt RÚNARI EFF
14:15 RÚNAR EFF syngur lög
14:25 Kristrún Jóhannesdóttir í 7. bekk, les ljóðið Hindin eftir Davíð Stefánsson.
14:30 Lilli klifurmús kemur í heimsókn
14:40 Tombóla, hoppukastali, kaffi - og pylsusala opnar
Sýning í stofum nemenda á því sem þeir hafa verið að vinna að í vetur.
Tombóla í stofu 25 og 26 á B – gangi.
Andlitsmálun í stofu 31 á B – gangi.
Hoppukastali/þrautabraut fyrir framan innganginn á B- gangi sunnan við skólann.
Lesa meira
03.05.2011
Fyrir stuttu var haldið blakmót fyrir
nemendur í 7. – 9. bekk grunnskólanna á Akureyri.
Úr Síðuskóla tóku tvö lið þátt með góðum árangri, eitt lið úr
7. bekk og eitt lið úr 9. bekk. Bæði liðin stóðu sig mjög vel.
7. bekkingar gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið í sínum aldursflokki. Þeir
komu heim með bikar og að auki vegleg verðlaun, sem eru pizzaveisla fyrir bekkinn.
Við óskum krökkunum til hamingju með árangurinn á þessu blakmóti. Hér eru nokkrar myndir af sigurliðinu úr 7. bekk, sem kallar sig „The Sunshine
Boys“. Blakarar í þessu liði heita: Alexander Kristján Sigurðsson, Mads Lund Munkö, Róbert Andri Steingrímsson og Svanur
Áki Ben Pálsson .
Lesa meira
28.04.2011
Afhent í vor í sjöunda sinn.
Verðlaun þessi eru sannkölluð þjóðarverðlaun
því hver og einn getur sent inn sínar tilnefningar. Við höfum flest skoðanir á því hvað sé góður kennari,
frábært námsefni ellegar góður skóli.
Því viljum við hvetja alla til að senda inn tilnefningar um þá
sem þeir telja að hafi gert góða hluti og eigi skilið að fá Íslensku menntaverðlaunin, og þannig vekja athygli á því sem vel
er gert í íslenskum grunnskólum.
Verðlaunaflokkar Íslensku
menntaverðlaunanna:
1. Skólar sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í
fræðslustarfi.2. Kennarar sem skilað hafa merku ævistarfi eða
á annan hátt hafa skarað framúr.3. Ungt fólk sem
í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.4. Höfundar námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi.
Nánari upplýsingar á www.forseti.is. Tilnefningar skal senda hvort sem er til skrifstofu forseta Íslands, Staðastað, Sóleyjargötu 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið menntaverdlaun@forseti.is
Síðasti skiladagur tilnefninga er þriðjudaginn 10. maí 2011.
Vekjum athygli á því sem vel er
gert
Lesa meira
25.04.2011
Skóli hefst að nýju eftir páskaleyfi þriðjudaginn 26. apríl samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
13.04.2011
Krakkarnir í 7.bekk dvelja á Reykjum í Hrútafirði dagana 11.-15.apríl.
Allt gengur vel og skemmta sér allir konunglega. Nokkrar myndir fá að fylgja með sem sýna viðfangsefni barnanna
seinnipart þriðjudagsins.
Lesa meira
12.04.2011
Ert þú nemandi á unglingastigi
í einhverjum af grunnskólum Akureyrarbæjar og langar að freista gæfunnar sem fréttamaður/kona? Grenndargral.is leitar að fréttamönnum til
að flytja nýjustu tíðindi eða fréttir af hinu liðna úr heimabyggð. Óskað er eftir fréttum sem á einhvern hátt tengjast
sögu og/eða menningu Eyjafjarðar.
Fréttir fjölmiðlanna eru sjaldnast unnar af unglingum
og því höfða þær gjarnan meira til eldra fólks. Unglinga þyrstir þó ekkert síður í fróðleik þó
áhugi þeirra liggi stundum á öðrum sviðum en hinna sem eldri eru. Til að ná augum og eyrum unglinganna þarf einfaldlega að segja fréttir
með þarfir og áhugsvið þeirra í huga. Hverjir eru betur til þess fallnir en unglingarnir sjálfir að afla frétta og segja frá
þeim?
Nú getur þú, nemandi góður, lagt
þitt af mörkum svo að rödd ykkar heyrist. Allt sem þú þarft að gera er að finna spennandi viðfangsefni og búa til úr því
frétt sem síðan verður birt á www.grenndargral.is (heimasíða Leitarinnar að grenndargralinu).Viltu gerast leikhúsgagnrýnandi, fjalla um
skólalífið eða segja frá því þegar fyrstu bresku hermennirnir komu til Eyjafjarðar? Kannski höfðar rannsóknarblaðamennska til
þín. Hvað hefur áunnist með sameiningu Þórs og KA í meistaraflokki karla í handbolta? Hvers vegna sameinast ekki knattspyrnudeildirnar?
Þetta eru aðeins örfá dæmi um hvað þú getur fjallað um.
Í hverjum mánuði verður valin
áhugaverðasta fréttin og hljóta fréttamennirnir á bak við fréttina viðurkenningu auk veglegra verðlauna.
Ert þú næsta vonarstjarna Íslands á
vettvangi fjölmiðlanna?
Kynntu þér málið á www.grenndargral.is.
Lesa meira