Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á nýliðnu ári!
Viðtöl í ársbyrjun
Þriðjudaginn 10. janúar og miðvikudaginn 11. janúar verða viðtöl við nemendur og foreldra í Síðuskóla.
10. janúar eru viðtöl í öllum bekkjardeildum skólans og engin kennsla þann dag. Miðvikudaginn 11. janúar eru viðtöl
í 1.-
6. bekk en kennsla í 7. - 10. bekk.
Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt frá umsjónarkennara og ef sá tími hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara eða ritara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur þá er hægt að verða við því.
Æskilegt er að vera búin að fara yfir leiðsagnarmatið sem unnið var í skólabyrjun og á miðri önninni svo hægt sé
að hafa þau til hliðsjónar í viðtölunum. Meðan
á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars
starfsfólks.
Foreldrar barna í 1. - 4. bekk eru beðnir að hafa samband í síðasta lagi föstudaginn 6. janúar ef þeir vilja nota frístund fyrir
hádegi viðtalsdagana. Síminn
í frístund er 461 3473.
Foreldrar eru beðnir að nota tækifærið og athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í
skólanum.
Bestu kveðjur,
stjórnendur
Síðuskóla.