06.02.2012
Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar heldur Snillinganámskeið
fyrir krakka fædda 2002 og 2003 á vorönn. Námskeiði byrjar strax að loknu vetrarfríi 28. febrúar og lýkur 29. mars. Þetta
námskeið er ætlað krökkum með ADHD og skildar raskanir.
Nánari auglýsingu um námskeiðið
má finna hér og umsóknareyðublað hér.
Lesa meira
02.02.2012
Nemendur Síðuskóla (nema 7. bekkur sem er í Reykjaskólaferð) komu saman á sal 31. janúar til að ljúka 100 miða leiknum.
Tíu heppnir nemendur voru með hrósmiðana sína í verðlaunaröðinni og umbunin að þessu sinni er að fara í keilu með
skólastjóranum. Nemendur voru til fyrirmyndar á sal eins og vera ber við slíkt tækifæri.
Nöfn vinningshafa eru: Bergur 6. SEB, Bryndís Huld 6. HL, Elmar Már 1. MB, Esra 10. B, Eva María 9. B, Freyr Wium 5. ASR, Guðrún 8. KLM,
Jenný 7. JÁ, Marko 5. TS, Steinunn 6. SEB.
Til upprifjunar um leikinn má geta þess að tilgangur hans er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. 10 nemendur fá sérmerktan
umbunarmiða þá 10 daga sem leikurinn stendur yfir eða samtals 100 miða. Nemendur sem fá miða frá starfsmanni setja þá á 100 miða
spjaldið og eiga með því möguleika á að vinna í leiknum. Vinningsröðin er ákveðin fyrirfram af skólastjóra svo og
umbunin.
Lesa meira
02.02.2012
7. bekkur er í skólabúðunum í Reykjaskóla þessa vikuna. Það er mikið að gera og allir mjög duglegir að taka
þátt. Það eru tímar í fjármálafræði og náttúrufræði, stöðvaleikur og íþróttir og
sögustundir á Byggðasafninu. Hópurinn stendur sig mjög vel og þá ekki síst á kvöldvökunum þar sem allskonar snillingar úr
Síðuskóla eru að slá í gegn.
Hér má sjá myndir frá leik og starfi og fleiri myndir eru á leiðinni.
Lesa meira
27.01.2012
Á miðvikudag var
Skákdagurinn mikli haldinn hátíðlegur um land allt. Sigurður Arnarson tefldi fjöltefli við rúmlega 30 nemendur úr unglingadeild í tilefni
dagsins og eru meðfylgjandi myndir teknar af viðburðinum.
Leikar fóru þannig að Víðir Steinar Tómasson náði jafntefli en öðrum skákum lauk með sigri
Sigurðar eftir harða baráttu.
Hér má sjá myndir frá fjölteflinu.
Lesa meira
26.01.2012
Miðvikudaginn 25.janúar komu börn af Krógabóli í
heimsókn til 10.B í Síðuskóla. Börnin eru á Spóanum þar og komu, lituðu og dönsuðu með 10.bekkingum. Það var
mjög erfitt að greina hvor hópurinn skemmti sér betur en óhætt er að segja að þetta braut upp dag beggja hópanna og gerði þeim
skammdegið aðeins léttara. Hókí pókí var að sjálfsögðu dansað enda uppáhaldsdans nemendanna í 10.B auk þess
sem Spóarnir fengu aðeins að hlusta á Latabæ - en ekki hvað...
Krakkarnir af Spóanum eru búnir að bjóða okkur í
heimsókn til þeirra síðar í vetur og munum við örugglega þiggja það heimboð og mæta galvösk á heimavöll
þeirra. Myndir frá heimsókninni má sjá hér.
Takk fyrir komuna krakkar.
10.B í Síðuskóla.
Lesa meira
25.01.2012
Á morgun, fimmtudaginn 26. janúar verður Skákdagurinn mikli haldinn hátíðlegur um land allt. Þann dag, fyrir 77 árum, fæddist Friðrik Ólafsson sem
seinna varð fyrsti stórmeistari Íslands og forseti alþjóða skáksambandsins FIDE.
Í Síðuskóla verður haldið upp á
þennan dag með fjöltefli þar sem Sigurður Arnarson mun tefla við um 40 krakka úr elstu bekkjunum í einu. Fjölteflið hefst kl. 9.40 og er
áætlað að það taki um tvær kennslustundir.
Lesa meira
13.01.2012
Öðruvísi vika er í næstu viku, dagana 16.-20. janúar.
Nemendaráð hvetur alla til að taka þátt.
Mánudagur er náttafatadagur
Þriðjudagur er skyrtudagur
Miðvikudagur er gleraugna- og höfuðfatadagur
Fimmtudagur er ullarfatadagur
Föstudagur er rauður dagur
Með von um góða þátttöku,
Nemendaráð.
Lesa meira
03.01.2012
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á nýliðnu ári!
Viðtöl í ársbyrjun
Þriðjudaginn 10. janúar og miðvikudaginn 11. janúar verða viðtöl við nemendur og foreldra í Síðuskóla.
10. janúar eru viðtöl í öllum bekkjardeildum skólans og engin kennsla þann dag. Miðvikudaginn 11. janúar eru viðtöl
í 1.-
6. bekk en kennsla í 7. - 10. bekk.
Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt frá umsjónarkennara og ef sá tími hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við
umsjónarkennara eða ritara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur
þá er hægt að verða við því.
Æskilegt er að vera búin að fara yfir leiðsagnarmatið sem unnið var í skólabyrjun og á miðri önninni svo hægt sé
að hafa þau til hliðsjónar í viðtölunum. Meðan
á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars
starfsfólks.
Foreldrar barna í 1. - 4. bekk eru beðnir að hafa samband í síðasta lagi föstudaginn 6. janúar ef þeir vilja nota frístund fyrir
hádegi viðtalsdagana. Síminn
í frístund er 461 3473.
Foreldrar eru beðnir að nota tækifærið og athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í
skólanum.
Bestu kveðjur, stjórnendur
Síðuskóla.
Lesa meira
19.12.2011
Kæru foreldrar
og nemendur í Síðuskóla
Nú er
aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Búið er að skreyta skólann og nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum
þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur
æfir jólaleikrit, nokkrir árgangar baka laufabrauð og ekki má gleyma jólaföndri. Aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju
tilheyra þessum árstíma líka.
Litlu
jólin
Litlu jólin eru
20. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30.
Niðurröðun bekkja á litlu jólin
Kl. 8: 30
3. bekkur LHS, SÁ, 4. bekkur JS, 5. bekkur
TS
6. bekkur SEB, 7. bekkur SÁB, 8. bekkur
SA
9. bekkur SJ og SS, 10. bekkur B.
Kl. 10:30
1. bekkur MB og SES, 2. bekkur MBT og EBJ
4. bekkur KH, 5. ASR 6. bekkur HL
7. bekkur JÁ, 8. bekkur KLM, 10. bekkur
HF.
Litlu jólin
verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í
íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjarstofur og eiga
þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum
jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk.
Þeir sem ætla að
nýta sér frístund fyrir hádegi þann 20. desember eru beðnir um að hafa samband við Sonju Kro í síma 4613473 eða á netfangið
sidufristund@akmennt.is fyrir 15. desember.
Á nýju
ári
Skólinn hefst aftur eftir
jólaleyfi þriðjudaginn 3. janúar klukkan 8:00.
Viðtalsdagar
í Síðuskóla eru 10. og 11. janúar 2012.
1.-6. bekkur eru
í viðtölum báða dagana en 10. janúar er kennsla hjá 7.-10. bekk. 11. janúar er viðtalsdagur hjá öllum nemendum og ekki kennt
þann dag. (Sjá skýringar við skóladagatal á heimasíðu skólans).
Starfsfólk
Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að
líða
Lesa meira
19.12.2011
Það verða allskonar listaverk til í heimilisfræði, nokkrar myndir frá síðasta tíma fyrir
jól.
Lesa meira