Afmæli Akureyrar

Allt er vænt sem vel er grænt!
Allt er vænt sem vel er grænt!
Miðvikudaginn 29. ágúst verða mikil hátíðahöld á Akureyri og allir skólar fara þá um morguninn niður á torg. Skólabörnin færa Akureyrarbæ mósaikverk sem þau gerðu í vor, skemmtiatriði verða á sviði og allir fá af afmælisköku Akureyrarbæjar og mjólk í boði MS. Mikilvægt er að búa börnin eftir veðri því að allur skólinn mun ganga fylktu liði frá Síðuskóla og niður á torg. Skólarnir hafa valið sér liti og Síðuskóli er GRÆNN. Vinsamlega klæðið börn ykkar í eitthvað grænt eða látið þau bera eitthvað grænt ef ekki eru til föt í þeim lit. Húfur, treflar eða  eitthvað sem grænt er. Lagt verður af stað frá skólanum upp úr klukkan níu og þá verða nemendur búnir að borða nestið. Við hvetjum alla nemendur til að mæta með góða skapið og skemmta sér með öllum hinum grunnskólunum.

Miðvikudaginn 29. ágúst verða mikil hátíðahöld á Akureyri og allir skólar fara þá um morguninn niður á torg. Skólabörnin færa Akureyrarbæ mósaikverk sem þau gerðu í vor, skemmtiatriði verða á sviði og allir fá af afmælisköku Akureyrarbæjar og mjólk í boði MS.

Mikilvægt er að búa börnin eftir veðri því að allur skólinn mun ganga fylktu liði frá Síðuskóla og niður á torg. Skólarnir hafa valið sér liti og Síðuskóli er GRÆNN. Vinsamlega klæðið börn ykkar í eitthvað grænt eða látið þau bera eitthvað grænt ef ekki eru til föt í þeim lit. Húfur, treflar eða  eitthvað sem grænt er.

Lagt verður af stað frá skólanum upp úr klukkan níu og þá verða nemendur búnir að borða nestið. Við hvetjum alla nemendur til að mæta með góða skapið og skemmta sér með öllum hinum grunnskólunum.