01.03.2013
Vegna óstöðugleika í Mentor í gær og í dag hefur ekki gengið sem skyldi að setja inn leiðsagnarmatið. Nemendur og kennarar hafa lent
í vandræðum við að fylla inn og jafnvel ekki náðst að vista það sem næst þó að skrá.
Við hvetjum fólk til að gefast ekki upp við að skrá inn en það mun ekki verða kveikt á perunni fyrr en um hádegi á morgun,
laugardag.
Lesa meira
27.02.2013
Föstudaginn 22. febrúar fengu krakkarnir í 3. bekk góða
heimsókn en þá kom Martha slökkviliðsmaður til að afhenda verðlaun í eldvarnargetraun sem 3. bekkur tekur þátt í
árlega.
Telma Þorvaldsdóttir var svo heppin að vera annar af tveimur
krökkum á Akureyri sem voru dregin út. Hún fékk reykskynjara og I-pod sem örugglega eiga eftir að nýtast hennni vel.
Til hamingju Telma!
Lesa meira
27.02.2013
Tilkynnt voru úrslit í 100 miða leiknum og þeir heppnu voru:
Gabríel Ómar Stefánsson 9. BSteinunn María
Auðunsdóttir 8. HFElísa Embla Viðarsdóttir 7. SEBMargrét Anna Kristófersdóttir 6. HBKristján Loftur Jónsson 8.
HFHerdís Ruth Brynjarsdóttir 5. KHKatrín Harpa
Sævarsdóttir 2. SESKjartan Arnar Guðmundsson 6. HBLovísa Brynjarsdóttir 9. SAAldís María María
Jóhannsdóttir 6. HBJóhannes Fei Birgisson 1. Bekkur
Hér má sjá myndir frá tilkynningunni. Hópurinn fór
síðan og fagnaði viðurkenningunni á pizzahlaðborði Greifans.
Lesa meira
19.02.2013
Nemendur 5. bekkjar (árgangur 2001) gerðu vegleg
teppi á skólaárinu 2011-2012 í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Þriðjudaginn 12. febrúar fór fram formleg afhending
á teppunum til Minjasafns Akureyrar þar sem allur skólinn mætti á sal og fylgdist með. Hulda Karen Ingvarsdóttir flutti stutt ávarp og sagði
frá sögu teppanna og afhenti þau með aðstoð fjögurra bekkjarfélaga.
Teppin voru unnin í textilmennt, nemendur hönnuðu, klipptu og saumuðu
í saumavélum og eiga teppin að lýsa fjölbreytileika mannlífsins á Akureyri og þegar
við komum saman myndum við eina heild. Hér má sjá myndir frá afhendingunni
og einnig þegar nemendur skráðu allir nöfnin sín í sérstakt skjal sem verður varðveitt á Minjasafninu með teppunum.
Lesa meira
13.02.2013
Dagana 13.-15. febrúar er vetrarfrí í skólanum. Frístund er opin þessa daga. Skóli hefst aftur mánudaginn 18. febrúar samkvæmt
stundaskrá.
Megið þið eiga góða daga í fríinu
Lesa meira
08.02.2013
Árshátíðin 2013 í Síðuskóla gekk í alla staði mjög vel. Nemendur á öllum aldri sýndu frábæra takta
á skemmtilegum sýningum, 10. bekkingar stóðu fyrir ótrúlega flottu hlaðborði og náðu að safna vel í ferðasjóðinn.
Hér má sjá myndir frá sýningunum og starfinu í skólanum þessa daga.
Lesa meira
07.02.2013
Árshátíð byrjar í Síðuskóla í dag, sýningar og dansleikir í dag og á
morgun.
Nemendur eru búnir að æfa allskonar leikrit og söngleiki, kennarar stoltir leikstjórar, skreytingar eru komnar upp og skipulagsnefndin getur verið stolt af
undibúningnum.
Hér má sjá dagskrána þar sem fram kemur hver á að sýna, hver á að mæta, hvar og
hvenær og til að horfa á hverja!
Lesa meira
29.01.2013
100 miða leikurinn gengur vel!
Nemendur um allan skóla eru að vanda sig sérstaklega
í hegðun og framkomu þessa dagana. Allir vilja vera með í 100 miða leiknum og eiga möguleika á að vera í lokaröðinni sem fær
vinninginn - sem enginn veit hver er ennþá.
Eins og sjá má hefur miðunum fjölgað á
töflunni enda aðeins þrír dagar eftir!
Lesa meira
24.01.2013
Í vetur hefur verið boðið upp á
skákkennslu í Síðuskóla. Á vorönninni verður boðið upp á fasta tíma fyrir nemendur í 1.-4. bekk á fimmtudögum
kl. 14 í stofu 22 á meðan áhugi er fyrir hendi. Sigurður Arnarson sér um kennsluna.
26. janúar er skákdagurinn mikli um land allt en
þann dag árið 1935 fæddist Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga. Þar sem daginn ber nú upp á laugardag mun dagurinn
verða haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 29. janúar í Síðuskóla. Þá mun Sigurður Arnarson tefla fjöltefli
við þá nemendur unglingadeildar sem þess óska. Fjölteflið fer fram í stofu 22 og hefst kl. 10.20.
Lesa meira
21.01.2013
Í dag þann 21. janúar hófst skólafærnileikurinn/100 miða leikurinn og stendur hann til 1. febrúar.
Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að leggja sig fram um að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans. Leikurinn gengur út
á það að 10 nemendur á dag fá sérmerkta hrósmiða sem fimm starfsmenn gefa. Miðunum geta nemendur skipt út fyrir númer á
ákveðnu númeraspjaldi hjá ritara. Fyrirfram er búið að ákveða hvaða röð á spjaldinu vinnur en það veit enginn nema
skólastjórinn.
Þegar leiknum er lokið er kunngert á sal hvaða röð vinnur og hvað er í vinning.
Lesa meira