16.10.2012
Þemadagar í Síðuskóla 16. og 17. október
Í dag var mikið fjör hjá okkur hér í
skólanum. Allir nemendur og starfsfólk skólans hafa verið að vinna að Disney þema og má segja að skólinn okkar hafi breyst
í nýja undraheima. Nemendur bjuggu til leikrit, bökuðu, elduðu, sömdu leikrit, bjuggu til Neðansjávarheim og Frumskógarheim.
Frábær dagur í alla staði eins og sjá má á eftirfarandi myndum.
Lesa meira
15.10.2012
Í dag var haldinn SMT dagur í Síðuskóla. Þá leggjum við áherslu á einkunnarorð skólans með allskonar
óhefðbundinni vinnu.
Kl. 10 fóru allir út til að faðma skólann og bjuggum við til hring sem hvergi slitnaði. Nemendur og starfsfólk sýna þannig að með
sameiginlegu átaki er ýmislegt hægt. Sjá myndir hér.
Lesa meira
05.10.2012
Vikuna 22. - 26. október er haustfrí í Síðuskóla en opið er í Frístund sem hér segir:
Dagana 22.-24. október
Börn sem eru skráð í Frístund mega vera frá kl: 8:00 – 16:15
Önnur börn mega vera kl 8:00 – 13:00
Dagana 25. og 26. október er einungis opið fyrir skráð börn í Frístund og mega þau vera frá kl: 8:00 – 16:15
Tilkynna þarf HVORT ÞAU VERÐI í Frístund! Annars er reiknað með að þau séu ekki þessa daga.
Vinsamlegast tilkynnið börnin í síðasta lagi mánudaginn 8. október, á netfangið grh@akmennt.is, þar sem verið er að raða vöktum á þessa daga.
Lesa meira
05.10.2012
Unglingar frá Akureyri taka þátt í Landsmóti Samfés.
Landsmót Samfés hefst á Ísafirði á
föstudaginn 5. október og stendur í 3 daga. Frá Akureyri fara fulltrúar úr öllum skólum alls 36 ungmenni sem öll starfa í
félagsmiðstöðva-ráðum og sækja valgreinina félagsmálafræði á vegum félagsmiðstöðvanna. Von er á um 400
unglingum á aldrinum 13-16 ára frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu.
Dagskrá landsmótsins er fjölbreytt. Mótið hefst
á kosningu í ungmennaráð Samfés sem er eina ungmennaráðið sem starfar á landsvísu með lýðræðislega kjörna
fulltrúa alls staðar að af landinu. Tveir fulltrúar sitja í ráðinu frá Norðurlandi hverju sinni. Styrmir Elí Ingólfsson frá
Akureyri er sitjandi fulltrúi í ráðinu og kosinn verður annar fulltrúi frá Norðurlandi á Ísafirði. Þau Hrafnhildur Lára
Hrafnsdóttir og Ólafur Hrafn Kjartansson hafa boðið sig fram í það sæti fyrir hönd Akureyrar. Tilgangur ungmennaráðs er m.a. að
ungmenni öðlist rödd í samfélaginu, auka jafningjafræðslu og hafa áhrif á viðburði á vegum Samfés.
Á laugardag taka unglingarnir þátt í hinum ýmsu
smiðjum sem m.a. tengjast útivist, matseld, handverki og fjölmiðlum svo fátt eitt sé nefnt. Dagurinn endar á hátíðarkvöldverði og
balli á Bolungarvík. Landsmótinu líkur á sunnudag með Landsþingi ungs fólks sem ungmennaráðið skipuleggur og stýrir.
Þar munu landsmótsgestir ræða ýmis mál sem brenna á ungu fólki.
Samfés, samtök félagsmiðstöðva á
Íslandi standa fyrir fjölda viðburða fyrir félagsmiðstöðvar og unglinga ásamt því að sinna fjölmörgum öðrum
verkefnum. Aðalmarkmið Samfés er að stuðla að aukinni félags- og lýðræðisþátttöku ungs fólks á
Íslandi.
Lesa meira
03.10.2012
Fimmtudaginn 27.
september voru allir nemendur Síðuskóla kallaðir saman á sal til að fagna úrslitum í Náttúrufræðingi skólans 2012.
Ár hvert höldum við keppni um það, hver hlýtur heiðursnafnbótina Náttúrufræðingur Síðuskóla þar
sem allir nemendur skólans spreyta sig á myndum úr náttúru Íslands.
Keppnin felst
í að greina 5 myndir af fuglum, 5 myndir af plöntum og 5 landslagsmyndir frá Íslandi. Í ár voru það 5 strákar sem lentu í efstu
sætunum. Í 2. -4. sæti urðu Ásbjörn Guðlaugsson 5. KH, Kjartan Arnar Guðmundsson 6. HB, Haukur Brynjarsson 7. SEB og Ingólfur Bjarni Svafarsson 10.
bekk. Náttúrufræðingur Síðuskóla 2012 er Kristján Rúnar Kristjánsson 7. HL.
Til
hamingjustrákar með góðan
árangur!
Lesa meira
30.09.2012
Síðuskóli er í Comeniusarsamstarfi við skóla
í Englandi, Þýskalandi, Frakklandi og á Spáni og komu kennarar og nemendur þessara skóla í heimsókn hingað í síðustu
viku.
Unnið var með þemað ,,sjálfbær borg" Nemendur unnu
að því í vikunni að hanna borg sem væri sem mest sjálfbær og skipulögðu þeir borgina með hliðsjón af
stjórnmálum, mannvirkjum, orkumálum, samgöngum, skólamálum og fleiru sem þeir töldu að sjálfbær borg ætti að hafa
yfir að ráða.
Nemendur og kennarar gerðu sér margt til dægrarstyttingar og
fóru þeir bæði í innanbæjartúr um söfn - Minjasafnið og Iðnaðarsafnið og skoðuðu áhugaverða staði -
Lögmannshlíðarkirkja og Jólahúsið ásamt því að fara í heimsókn til bæjarstjórans. Einnig var farin dagsferð
með íslenskum nemendum í Mývatnssveit þar sem farið var á hestbak, í Dimmuborgir, Kröflu og jarðböðin.
Á fimmtudegi og föstudegi 27. og 28. sept voru gestirnir kvaddir með
tárum.
Lesa meira
24.09.2012
Á föstudaginn 28. september er skipulagsdagur í Síðuskóla.
Þá er engin kennsla og Frístund er lokuð allan daginn eins og sjá má á skóladagatali Síðuskóla.
Ólafur B Thoroddsen
Skólastjóri
Lesa meira
13.09.2012
Leitin að Grenndargralinu 2012 er
hafin!
Leit nemenda að Grenndargralinu er hafin fimmta árið í
röð. Þátttakendur eru nemendur í 8.-10.bekk í grunnskólum á Akureyri. Nemendur í Giljaskóla leituðu að gralinu í fyrsta
skipti haustið 2008. Árið 2009 tók Síðuskóli líka þátt. Það ár fundu gralið þær Guðrún
Baldvinsdóttir og Lovísa Rut Stefánsdóttir nemendur við skólann. Síðan þá hefur Síðuskóli tekið þátt
og fleiri skólar hafa jafnframt bæst í hópinn.
Takmark þátttakenda er að finna bikar, hið svokallaða
Grenndargral, sem búið er að koma fyrir á vissumstað á Akureyri. Leitin að gralinu tekur 10 vikur og
hún fer þannig fram að nemendur, ýmist einir eða tveir saman, fá eina þraut til lausnar í viku hverri. Þraut sem tengist sögu eða
menningu Akureyrar og/eða Eyjafjarðar. Við lausn hverrar þrautar fá nemendur einn bókstaf. Markmið þeirra er að safna að lágmarki tíu
bókstöfum sem fást við úrlausn þrautanna sem þeir svo nota til aðmynda ákveðið orð. Orðið er nokkurs konar lykilorð og er
þekkt úr sögu Eyjafjarðar. Þegar krakkarnir ná að raða saman bókstöfunum og mynda sjálft lykilorðið öðlast þeir
rétt til að hefja leit að Grenndargralinu.
Þrautirnar tíu munu birtast á
heimasíðu Leitarinnar á föstudögum auk þess sem fréttir og tilkynningar munu birtast á facebook-síðu Leitarinnar. Öll vinna nemenda fer
fram utan skólatíma og því er um frjálsa þátttöku að ræða. Allar upplýsingar um Leitina má finna á
heimasíðu verkefnisins www.grenndargral.is.
Framundan eru 10 vikur fullar af spennandi viðfangsefnum og ljóst að
keppnin harðnar með hverju árinu. Við viljum hvetja foreldra og aðra sem koma að uppeldi þeirra sem taka þátt í Leitinni til að
aðstoða þau við úrvinnslu þrautanna. Leitin er góður vettvangur fyrir fjölskylduna að koma saman og vinna að sameiginlegu verkefni þar sem
allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Allir geta tekið þátt.
Umsjónarmaður Leitarinnar í Síðuskóla er
Sigrún Sigurðardóttir kennari á unglingastigi.
Lesa meira
12.09.2012
Norræna skólahlaupið fór fram
fimmtudaginn 6. september.
Eftir hlaup var farið í mat / sturtu og verðlaunafhending hófst
í íþróttasalnum kl. 12:10. Þar voru tvær stúlkur úr Íslandsmeistaraliði Þórs-KA mættar og hjálpuðu til
við verðlaunaafhendinguna. Kærar þakkir fyrir það Sandra María Jessen og Karen Nóadóttir.
Árangur nemenda Síðuskóla, og kennara auðvitað, var
mjög góður. Úrslitin eru hér fyrir neðan og myndir frá hlaupinu og verðlaunaafhendingunni má finna hér.
1.-4. bekkur strákar1. Ragnar Óli
Ragnarsson 4. LHS 17.402. Rúnar Freyr Egilsson 4. SÁ
17.423. Manuel Árni Manuelsson 3. TS 18.45
1.- 4. bekkur stelpur1. B. Írena Sunna Björnsdóttir 3.
TS 19.032. Þorgerður Katrín Jónsdóttir 2. SES 20.123. Kristlaug Eva Wium Elíasdóttir 3. EBJ
20.55
5.-7. bekkur strákar1. Haukur Brynjarsson 7.SEB
9.302. Karl Ragúel Pino Alexandersson 6. JÁ 9.503. Sindri Már Sigurðarson 6. HB 9.57
5.-7. bekkur stelpur1. Hulda Karen Ingvarsdóttir 6. HB 2. 10.10 2.Aldís María Jóhannsdóttir 6. HB 11.263. Andrea Ýr Reynisdóttir 5. JS 11.57
8.-10. bekkur strákar1. Jörundur Guðni Sigurbjörnsson 8. HK
8.482. Andri Björn Sveinsson 9. SA 8.493.
Þorvaldur Ágúst Jónsson 9. B 9.12
8.-10. bekkur stelpur1. Erla Sigríður Sigurðardóttir 10.
bekkur 10.052. Guðrún Brynjólfsdóttir 9. B.
10.303. Rakel Baldvinsdóttir 10. bekkur 10.36
Lesa meira
03.09.2012
Fimmtudaginn 6. september hefst átakið "Göngum í
skólann" sem stendur yfir til 3. okt. Þann tíma eru allir í skólanum, nemendur og starfsmenn hvattir til að koma gangandi eða hjólandi
í skólann (1. bekkur má ekki koma hjólandi).
Íþróttakennarar skólans munu fylgja þessu eftir
í íþróttatímum og gera smá könnun á stöðunni í upphafi og við lok tímabilsins.
Sjá meira um átakið hér.
Lesa meira