ÍSAT

Úrslit í skólahlaupinu

Í úrslitum í skólahlaupinu er nemendum skipt í þrjá aldursflokka og einnig eftir kyni. Margir hlauparar stóðu sig ótrúlega vel og náðu mjög góðum árangri. Alltaf virðast vera upprennandi snillingar á ferðinni ár eftir ár! Úrslitin í ár voru sem hér segir: 1.-4. bekkurStelpur  1.       Írena Sunna Björnsdóttir 2.       Kristel Eva Gunnarsdóttir3.       Kristlaug Eva Wiium Strákar1.       Aron Ingi Magnússon2.       Manúel Árni Manúelsson 3.       Ingimar Arnar Kristjánsson  4.– 7. bekkurStelpur 1.       Hulda Karen Ingvarsdóttir2.       Aldís María Jóhannsdóttir3.       Andrea Ýr Reynisdóttir Strákar 1.       Ragúel Pino Alexanderss2.       Sindri Már SIgurðarss3.       Elmar Þór Jónsson 8. – 10. bekkurStelpur 1.       Ágústa Dröfn Pétursdóttir2.       Hulda Björg Hannesdóttir3.       Kolbrún María Bragadóttir  Strákar                                      1.       Jörundur Guðni Sigurbjörnsson2.       Hrannar Ingi Óttarsson3.       Andri Björn Sveinsson  
Lesa meira

Hefðbundinn skóladagur á mánudag

Kæru foreldrar/forráðamenn Á mánudaginn, þann 16. september er Dagur íslenskrar náttúru og var stefnan að halda upp á daginn úti í náttúrunni við leik og störf. Nú er veðurspáin slæm þannig að við ætlum að fresta deginum þar til veðurguðirnir verða okkur hliðhollir. Á mánudaginn verður því hefðbundinn skóladagur. Bestu kveðjur Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Aðalfundur Foreldra-og kennarafélagsins

Aðalfundur Foreldra-og kennarafélags Síðuskóla verður haldinn í sal skólans þann 18. september kl. 20.   Dagskrá:  1. Skýrsla stjórnar  2. Gjaldkeri gerir grein fyrir endurskoðun ársreikninga  3. Umræður um skýrslu stjórnar og atkvæðagreiðsla um ársreikninga  4. Kosning stjórnar  5. Kosning tveggja endurskoðenda  6. Fyrirlestur  7. Óvænt atriði 8. Önnur mál
Lesa meira

Skólahlaupið 2013

Í dag fimmtudaginn 5. september fór Skólahlaupið fram í Síðuskóla. Veðrið lék við okkur og margar myndir voru teknar sem sjá má hér. Tvær íþróttastjörnur úr heimabyggð, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Hafdís Sigurðardóttir mættu til að veita verðlaun og var þeim mjög vel fagnað. Frekari úrslit úr hlaupinu verða birt síðar.
Lesa meira

Skólahlaupið 2013

Skólahlaup Síðuskóla fer fram þann 5. september.   Nemendur og kennar skólans hlaupa þá allir saman  ,,skólahringinn" sem er um 2, 5 km að lengd.  Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjá keppendur á hverju stigi en þó er megin markmið hlaupsins að stuðla að almennri heilsueflingu.   Hlaupið markar einnig upphaf átaksins ,,Göngum í skólann" sem mun standa yfir í fjórar vikur. Hér má sjá myndir sem teknar voru í skólahlaupinu á síðasta ári.
Lesa meira

Fréttabréf Síðuskóla

Fréttabréf Síðuskóla lítur nú í fyrsta sinn dagsins ljós á þessu formi. Því er ætlað að vera samskiptavettvangur  skólans við foreldra og nemendur þar sem allir aðilar geta komið á framfæri upplýsingum og fræðslu  eða komið með athugasemdir sem varða skólastarfið á sem fjölbreyttastan hátt.  Það er von okkar að þetta sé enn eitt sporið í þá átt að efla samskipti heimila og skóla. Í von um góðar undirtektir. Stjórnendur
Lesa meira

Leitin að Grenndargralinu 2013

Leitin að Grenndargralinu 2013 hefst föstudaginn 13. september. Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í fyrsta skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki.  Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið. Nánari upplýsingar um Leitina 2013 má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins; www.grenndargral.is.
Lesa meira

Skólabyrjun

Ágætu foreldrar / forráðamenn nemenda í Síðuskóla Senn líður að skólabyrjun en skólinn verður settur þann 22. ágúst. Undanfarin ár höfum við hafið skólastarfið á viðtölum við alla nemendur og foreldra en nú verður breyting á því. Að venju verða foreldrar barna sem eru að byrja í 1. bekk boðaðir í viðtal með bréfi frá umsjónarkennurum. Aðrir árgangar mæta á sal skólans sem hér segir:   2. - 4. bekkur mætir kl. 9:00       5. - 7. bekkur mætir kl. 9:30      8. - 10. bekkur mætir kl. 10:00   Á sal verður rætt stuttlega við nemendur og þeir fara síðan með umsjónarkennurum sínum í stofur og fá þar stundatöflur og kynningu á því sem framundan er. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum á skólasetninguna. Foreldrar barna sem verða í Frístund eru minntir á að koma í skólann og  staðfesta vistunartíma barna sinna þann 13. ágúst og skrifa undir vistunarsamning.  
Lesa meira

Námsgagnalistar 2013-2014

Námsgagnalistar fyrir veturinn hafa verið settir á síðuna og má finna þá hér.
Lesa meira

Með sumarkveðju

Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í stóra inngarðinum. Hér má sjá myndir frá henni. Útskrifaðir voru 42 nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar á nýjum vettvangi. Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu. Skólinn hefst að nýju með skólasetningu þann 22. ágúst. Með sumarkveðju Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira