ÍSAT

Söguritun á bókasafninu

Söguritun á bókasafninu Nemendur í 2. SES  æfðu sig í söguritun á safninu hjá Guðrúnu í dag. Fyrst sátu þeir í hring og ræddu um aðalpersónur, nöfn þeirra og hlutverk, söguþráð, og stóran staf í upphafi setninga svo eitthvað sé nefnt. Eftir þetta fóru krakkarnir í hópa og byrjuðu á sögunni.  Nokkrar myndir frá safninu.
Lesa meira

5. bekkur í landafræði

Undanfarið höfum við í 5. bekk verið að vinna í landafræði Íslands þar sem við samþættum íslensku og landafræði.  Hér má sjá nokkrar myndir af vinnu og verkefnum nemanda.
Lesa meira

Páskafrí

Nú er páskafrí hafið hjá nemendum og starfsfólki. Skólinn hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 2. apríl. Megið þið eiga góða daga í blíðunni. Gleðilega páska
Lesa meira

Páskaföndur 2013

5. bekkur framleiddi mörg listaverkin í páskaföndrinu þetta árið sem er við hæfi að sýna ykkur hér.  Gleðilega páska!
Lesa meira

Lestrarkeppni í 4. og 5. bekk 2013

Lestrarkeppnin  árið 2013 á milli 4. og 5. bekkjar var mjög spennandi að venju, en hún stóð frá   4. – 20. mars eða í tvær og hálfa viku.  Alls lásu nemendur  22.892 blaðsíður eða að meðaltali rúmlega 305 bls. á mann. Hér má sjá nöfn þeirra sem fengu viðurkenningu fyrir frábæra frammistöðu. Hvort var það svo 4. eða 5. bekkur sem vann þessa keppni????? Það var 5. bekkur en þau lásu samtals 14.188 blaðsíður! Hér má sjá myndir frá keppninni og af þeim sem hlutu verðlaun og viðurkenningar.
Lesa meira

Sigurvegarar!

Síðuskóli sigraði Akureyrarriðilinn í skólahreysti í gær.  Keppendur voru þau Hrannar og Svavar úr 9. bekk og úr 10. bekk komu stelpurnar Tinna og Rakel. Margrét og Stefán Árni voru síðan tilbúin á bekknum ef á þyrfti að halda. Það má sjá fleiri myndir og úrslit á skolahreysti.is. Nú hefst undirbúningur fyrir úrslitakeppnina í Reykjavík sem fer fram í beinni útsendingu í sjónvarpinu 2. maí. Þau voru öll að keppa í fyrsta skipti og því frammistaðan frábær hjá þeim.  Þau vilja, ásamt íþróttakennurum þakka foreldrafélaginu fyrir skólahreystisettið sem félagið færði skólanum. Það skilar sér greinilega!
Lesa meira

Skólahreysti á miðvikudag

Næsta miðvikudag ætlar Síðuskóli að skunda í Íþróttahöllina og hvetja sitt fólk. Nemendur 6. -10. bekkja fá frí frá hádegi til að mæta.  Síðuskóli er SVARTUR á keppninni og eru allir hvattir til að mæta svartir frá tá og upp úr! Svartir sokkar, svartar buxur, svartur bolur/peysa, svört húfa!!! Nokkrar stúlkur í unglingadeild tóku sig saman og settu saman nokkur góð hvatningarhróp sem allir ættu að læra. Myndir af keppendum. ÁFRAM SÍÐUSKÓLI!
Lesa meira

Skólahreysti í SVÖRTU

Síðuskóli tekur þátt í Skólahreysti miðvikudaginn 20. mars. Keppnin hefst kl. 13:00 í Íþróttahöllinni á Akureyri.  Nemendur eru hvattir til að koma og styðja við bakið á keppendum.  Þeir nemendur í  6. – 10. bekk sem ætla að mæta fá frí í tímum eftir kl. 12:00 en aðrir halda áfram í skólanum samkvæmt stundaskrá.   Keppendur fyrir hönd Síðuskóla eru: Strákar:  Upphífingar / dýfur: Hrannar Ingi Óttarsson, 9. SA Hraðaþraut: Þorvaldur Ágúst Jónsson, 9. B Varamaður: Svavar Sigurður Sigurðarson, 9. B   Stelpur Hreystigreip / armbeygjur : Rakel Baldvinsdóttir, 10. bekk. Hraðaþraut: Tinna Karen Fylkisdóttir, 10. bekk. Varamaður: Margrét Jóhannsdóttir, 10. bekk.     ALLIR AÐ MÆTA Í SVÖRTUM FÖTUM!  
Lesa meira

Frá útivistardegi

Hér má finna margar skemmtilegar myndir sem teknar voru á útivistardeginum s.l. mánudag. 
Lesa meira

Á skíðum skemmti ég mér...

Skíðadagur Síðuskóla 2013  Útivistardagur er áætlaður mánudaginn 11. mars ef veður leyfir.  Engin hefðbundin kennsla verður þennan dag. Mæting í skólann er kl. 8:00.  Farið verður upp í Hlíðarfjall frá skólanum og fyrsta rúta leggur af stað þangað ca. 8:20.  Nemendur velja hvort þeir fara á skíði, bretti, gönguskíði, sleða, snjóþotu eða í göngutúr.  Fyrir 3. – 10. bekk er í boði að fá lánaðan búnað í fjallinu og hafa íþróttakennarar mælt stærð og skráð óskir. Yngstu nemendurnir (1. og 2. bekkur) mega koma með sinn eigin búnað ef þeir eru vanir. Gönguskíðabúnaður er í boði fyrir alla nemendur, einniöllum g 1. og 2. bekk  og því tilvalið að prófa, sérstaklega óvanir. Þessi ferð er nemendum að kostnaðarlausu! Fyrsta rúta heldur af stað heim kl ca 11:40 og sú síðasta kl 12:30 en þeir sem ætla að vera lengur verða að koma sér heim sjálfir. Nemendur þurfa að koma með skriflegt leyfi að heiman  ef þeir ætla að vera lengur en til 12.00 uppi í fjalli. Nemendur sem fá lánaðan búnað í fjallinu geta ekki verið lengur en fram að hádegi. Skóladegi lýkur 13:15 og nemendur í frístund fara þangað. Nemendur sem eru skráðir í mat borða þegar þeir koma úr fjallinu.  Munið eftir næringaríku og góðu  nesti og að klæða sig vel! Hjálmaskylda er þennan dag og  engar undantekningar leyfðar. Hægt er að fá lánaða hjálma í fjallinu.
Lesa meira