Söguskjóður - kynning miðvikudaginn 12.mars

Miðvikudaginn 12. mars nk. verður haldin kynning á verkefninu Söguskjóður í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu. Söguskjóður er foreldraverkefni sem hefur verið unnið á leikskólunum á Dalvík með góðum árangri en sérstök áhersla er á að fá foreldra af erlendum uppruna inn í verkefnið enda ljóst að jákvæð viðhorf og stuðningur foreldra er lykilatriði í farsælli skólagöngu barna. Verkefnið gengur út á að foreldrar koma inn í leikskólana að skóladegi loknum og búa til málörvandi gögn tengd barnabókum á íslensku undir leiðsögn verkefnastjóra og kennara leikskólans, boðið er upp á barnagæslu á öðru svæði leikskólans meðan á vinnunni stendur. Verkefnið er byggt á hollenskri fyrirmynd og má heimfæra hugmyndafræðina á grunnskóla, hverfamiðstöðvar eða aðrar stofnanir. Verkefnið hefur margþætt markmið:  það eykur tengsl foreldra við leikskóla/grunnskóla og eflir öryggi foreldra í sambandi við starf skólanna það ýtir undir að foreldrar kynnist sín á milli, uppgötvi nýjar hliðar hvers annars og að þeir blómstri í starfi með leikskólanum óháð tungumáli það styður við íslenskukunnáttu erlendra foreldra það verða til góð málörvandi gögn í skólunum sem öllum foreldrum er síðar boðið að fá lánuð heim til að vinna með börnum sínum það ýtir undir bóklestur barna og skemmtilegar samverustundir barna og foreldra við lestur, leik og spil Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og fékk nýlega viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu. Það hefur einnig verið kynnt á morgunverðarfundi um innflytjendamál á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og á fleiri stöðum.

Miðvikudaginn 12. mars nk. verður haldin kynning á verkefninu Söguskjóður í bæjarstjórnarsalnum í Ráðhúsinu.

Söguskjóður er foreldraverkefni sem hefur verið unnið á leikskólunum á Dalvík með góðum árangri en sérstök áhersla er á að fá foreldra af erlendum uppruna inn í verkefnið enda ljóst að jákvæð viðhorf og stuðningur foreldra er lykilatriði í farsælli skólagöngu barna.

Verkefnið gengur út á að foreldrar koma inn í leikskólana að skóladegi loknum og búa til málörvandi gögn tengd barnabókum á íslensku undir leiðsögn verkefnastjóra og kennara leikskólans, boðið er upp á barnagæslu á öðru svæði leikskólans meðan á vinnunni stendur. Verkefnið er byggt á hollenskri fyrirmynd og má heimfæra hugmyndafræðina á grunnskóla, hverfamiðstöðvar eða aðrar stofnanir.

Verkefnið hefur margþætt markmið: 

  • það eykur tengsl foreldra við leikskóla/grunnskóla og eflir öryggi foreldra í sambandi við starf skólanna
  • það ýtir undir að foreldrar kynnist sín á milli, uppgötvi nýjar hliðar hvers annars og að þeir blómstri í starfi með leikskólanum óháð tungumáli
  • það styður við íslenskukunnáttu erlendra foreldra
  • það verða til góð málörvandi gögn í skólunum sem öllum foreldrum er síðar boðið að fá lánuð heim til að vinna með börnum sínum
  • það ýtir undir bóklestur barna og skemmtilegar samverustundir barna og foreldra við lestur, leik og spil

Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og fékk nýlega viðurkenningu fyrir nýsköpun í opinberri þjónustu. Það hefur einnig verið kynnt á morgunverðarfundi um innflytjendamál á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins og á fleiri stöðum.