15.10.2013
Rithöfundurinn Kim M. Kimsilius heimsækir nemendur í Síðuskóla
Sænski rithöfundurinn Kim M. heimsótti 9. bekkinga í dönskutíma í dag og sagði þeim frá bókunum, sem
hún hefur skrifað og rithöfundarferli sínum. Kim hefur gefið út 27 bækur og hafa 5 þeirra verið þýddar yfir á
íslensku. Nýjasta bók hennar heitir Töfrasverðið og er ein af bókunum, sem eru að koma út núna fyrir þessi jól. Hlustuðu
nemendur af áhuga á frásögn hennar og sköpuðust líflegar umræður á eftir.
Kim kom hingað á vegum Norræna félagsins og er þetta liður í að efla tengsl okkar við íbúa á
Norðurlöndunum, tungumál þeirra og bókmenntir. Hún ætlaði síðan að mæta á Amtsbókasafnið
í dag 15. okt. frá kl. 16:30 til 17:30 og ræða þar við gesti og gangandi.
Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni í Síðuskóla.
Lesa meira
11.10.2013
Annar bekkur fór í gærmorgun í boði Fimleikafélags Akureyrar í fimleika í
íþróttasal / fimleikasal Giljaskóla.
Það var mikið stuð og þar var þessi mynd tekin.
Lesa meira
09.10.2013
Í gær var haldin rýmingaræfing í
Síðuskóla. Þetta er fastur liður hjá okkur að halda eina æfingu að hausti og aðra að vori.Markmiðið með æfingunum er að þjálfa starfsfólk og nemendur í að
rýma skólann á sem stystum tíma. Í dag tók 2:09 að rýma skólann, þ.e. þar til síðasti var kominn út úr
skólanum, mjög góður tími. Síðan voru það ca 1,5 mín þar til allir voru komnir í röð.
Lituðu spjöldin, sem sjá má á myndunum, eru til
að sýna hvort allir séu mættir og stóðu þau fyrir sínu.
Æfingin gekk í alla staði mjög vel og má segja að
allir séu orðnir þrautþjálfaðir. Það er nauðsynlegt að hafa svona æfingar reglulega svo hlutirnir gangi vel fyrir sig ef á þarf
að halda.
Hér má
sjá nokkrar myndir frá æfingunni.
Lesa meira
08.10.2013
1. október s.l. kom út 2. útgáfa af Fréttabréfi Síðuskóla. Hægt er að nálgast fréttabréfið hér.
Lesa meira
08.10.2013
1. október var Náttúrurfræðingur Síðuskóla
útnefndur.
Það var Ragna Margrét Sigþórsdóttir í 8. bekk sem hlaut titilinn eftirsótta. Auk hennar
fengu 6 nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur.
Logi Hrafn Egilsson í 2. bekk.
Níels Árni Lund í 3. bekk.
Kjartan Arnar Guðmundsson í 7. bekk.
Ólafur Ágústsson í 9. bekk.
Valgerður Pétursdóttir í 9. bekk.
Sóley Gunnarsdóttir í 5. bekk.
Náttúrufræðingur skólans fær áletraðan skjöld sem hengdur verður upp í matsalnum. Hér sjáum við myndir af náttúrufræðingunum.
Lesa meira
08.10.2013
Tveir kennarar, Sigrún Sigurðardóttir og
Sigurður Sigurðarson, fóru í heimsókn í Starkenburger Gymnasium í Heppenheim í Þýskalandi. Tveir nemendur voru dregnir
út úr hópi umsækjanda og komust þau Haukur og Snædís, bæði í 9.bekk, með í ferðina.
Ferðin hófst föstudaginn 20.sept og 27.sept kom hópurinn brunandi til
baka norður yfir heiðar.
Ferðin var einstaklega vel heppnuð, krakkarnir ánægðir og unnu vel
í því verkefni sem lagt var í hendurnar á þeim. Hægt er að sjá afrakstur
vinnunnar með því að kíkja á síðuna www.comenius-civix.eu
Lesa meira
03.10.2013
Á morgun er skipulagsdagur í skólanum og þá verða allir starfsmenn skólans á ráðstefnunni Lærdómssamfélagið
– Samstarf og samræða allra skólastiga. Starfsfólk leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla verður á ráðstefnunni allan
daginn. Þetta þýðir að það er frí í skólanum og frístund er lokuð.
Lesa meira
17.09.2013
Fimmtudaginn 19. september munum við halda upp á DAG ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU. Þá mun skólastarfið fara fram úti í
náttúrunni í óhefðbundinni kennslu.
Vinsamlegast gætið þess að allir séu klæddir eftir veðri. Skóladegi lýkur þá klukkan 13:00.
Lesa meira
16.09.2013
Í úrslitum í skólahlaupinu er nemendum skipt í þrjá aldursflokka og einnig eftir kyni. Margir hlauparar stóðu sig ótrúlega vel
og náðu mjög góðum árangri. Alltaf virðast vera upprennandi snillingar á ferðinni ár eftir ár!
Úrslitin í ár voru sem hér segir:
1.-4. bekkurStelpur
1. Írena Sunna Björnsdóttir
2. Kristel Eva Gunnarsdóttir3. Kristlaug Eva Wiium
Strákar1. Aron Ingi Magnússon2. Manúel Árni Manúelsson 3. Ingimar Arnar Kristjánsson
4.– 7. bekkurStelpur
1. Hulda Karen Ingvarsdóttir2. Aldís María Jóhannsdóttir3. Andrea Ýr Reynisdóttir
Strákar
1. Ragúel Pino Alexanderss2. Sindri Már SIgurðarss3. Elmar Þór Jónsson
8. – 10. bekkurStelpur
1. Ágústa Dröfn
Pétursdóttir2. Hulda Björg Hannesdóttir3. Kolbrún María Bragadóttir
Strákar
1. Jörundur Guðni Sigurbjörnsson2. Hrannar Ingi Óttarsson3. Andri Björn Sveinsson
Lesa meira
13.09.2013
Kæru foreldrar/forráðamenn
Á mánudaginn, þann 16. september er Dagur íslenskrar náttúru og var stefnan að halda upp á daginn úti í
náttúrunni við leik og störf. Nú er veðurspáin slæm þannig að við ætlum að fresta deginum þar til veðurguðirnir
verða okkur hliðhollir.
Á mánudaginn verður því hefðbundinn skóladagur.
Bestu kveðjur
Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira