29.10.2013
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Síðuskóla.
Eins og við höfum öll orðið vör við á síðustu misserum hefur umhverfi
barna okkar breyst mikið með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma. Í ofanálag hefur fíkniefnaneysla færst nær okkur á síðustu
árum.
Líkt og fram kom á aðalfundi FOKS (Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla)
þann 18. september síðastliðinn hafa aðilar sem tengjast fíkniefnaheiminum verið að þvælast í kringum skólann og í hverfinu,
við leiksvæði barnanna okkar.
Við í stjórn FOKS viljum bregðast við þessu með því að koma
á laggirnar hverfisrölti, miðbæjarrölti og nágrannavörslu. Þetta verður hins vegar ekki gert nema með dyggri aðstoð ykkar. Sá
undirbúningur sem þegar hefur farið fram er í samstarfi við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar, lögregluna, hverfisnefndir o.fl. Skipulagið gerir
ráð fyrir að foreldrar barna í 1. - 7. bekk sjái um hverfisrölt í Síðuhverfi en foreldrar barna í 8. - 10. bekk sjái um
miðbæjarrölt í samstarfi við foreldra úr öðrum grunnskólum á Akureyri.
Hverfisrölt: Hverjum bekk verður úthutað 4 vöktum yfir skólaárið. 5-6 manna hópur verður á ferli gangandi eða
akandi þau kvöld sem skilgreind eru sem „gæslukvöld”. Gæslan mun bæði fara fram á virkum dögum og um helgar en að jafnaði er
gengið út frá tveimur kvöldum í hverri viku. Bekkjarfulltrúar munu skipuleggja starfið fyrir sinn árgang.
Miðbæjarrölt:
Hugmyndin er að hverjum skóla verði úthlutaðar 2 helgar á önn. Hver vakt mun standa frá kl. 22:00-01:00,
á föstudags- og laugardagskvöldum. Áætlað er að 5-6 foreldrar standi hverja vakt. Hópurinn hittist á lögreglustöðinni og fær
þar upplýsingar um áætlun kvöldsins.
Nágrannavarsla: Þetta verkefni er á könnu hverfisnefndar Síðuhverfis í samstarfi við FOKS og verður kynnt nánar
síðar.
Með því að vera á ferli um hverfið og vera sýnileg verður umhverfi
okkar öruggara - með því að standa saman getum við gert heilmikið.
Vikukiptingu á bekki
má sjá hér í viðhengi.
Stjórn FOKS hlakkar til samstarfs við ykkur.
Lesa meira
24.10.2013
Dagana 25. og 28. október er haustfrí í skólanum. Opið er í frístund þessa daga fyrir þau börn
sem þar eru skráð. Skóli hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 29. október.
Við vonum að haustfríið verði ykkur ánægjulegt.
Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira
15.10.2013
Rithöfundurinn Kim M. Kimsilius heimsækir nemendur í Síðuskóla
Sænski rithöfundurinn Kim M. heimsótti 9. bekkinga í dönskutíma í dag og sagði þeim frá bókunum, sem
hún hefur skrifað og rithöfundarferli sínum. Kim hefur gefið út 27 bækur og hafa 5 þeirra verið þýddar yfir á
íslensku. Nýjasta bók hennar heitir Töfrasverðið og er ein af bókunum, sem eru að koma út núna fyrir þessi jól. Hlustuðu
nemendur af áhuga á frásögn hennar og sköpuðust líflegar umræður á eftir.
Kim kom hingað á vegum Norræna félagsins og er þetta liður í að efla tengsl okkar við íbúa á
Norðurlöndunum, tungumál þeirra og bókmenntir. Hún ætlaði síðan að mæta á Amtsbókasafnið
í dag 15. okt. frá kl. 16:30 til 17:30 og ræða þar við gesti og gangandi.
Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni í Síðuskóla.
Lesa meira
11.10.2013
Annar bekkur fór í gærmorgun í boði Fimleikafélags Akureyrar í fimleika í
íþróttasal / fimleikasal Giljaskóla.
Það var mikið stuð og þar var þessi mynd tekin.
Lesa meira
09.10.2013
Í gær var haldin rýmingaræfing í
Síðuskóla. Þetta er fastur liður hjá okkur að halda eina æfingu að hausti og aðra að vori.Markmiðið með æfingunum er að þjálfa starfsfólk og nemendur í að
rýma skólann á sem stystum tíma. Í dag tók 2:09 að rýma skólann, þ.e. þar til síðasti var kominn út úr
skólanum, mjög góður tími. Síðan voru það ca 1,5 mín þar til allir voru komnir í röð.
Lituðu spjöldin, sem sjá má á myndunum, eru til
að sýna hvort allir séu mættir og stóðu þau fyrir sínu.
Æfingin gekk í alla staði mjög vel og má segja að
allir séu orðnir þrautþjálfaðir. Það er nauðsynlegt að hafa svona æfingar reglulega svo hlutirnir gangi vel fyrir sig ef á þarf
að halda.
Hér má
sjá nokkrar myndir frá æfingunni.
Lesa meira
08.10.2013
1. október s.l. kom út 2. útgáfa af Fréttabréfi Síðuskóla. Hægt er að nálgast fréttabréfið hér.
Lesa meira
08.10.2013
1. október var Náttúrurfræðingur Síðuskóla
útnefndur.
Það var Ragna Margrét Sigþórsdóttir í 8. bekk sem hlaut titilinn eftirsótta. Auk hennar
fengu 6 nemendur viðurkenningu fyrir góðan árangur.
Logi Hrafn Egilsson í 2. bekk.
Níels Árni Lund í 3. bekk.
Kjartan Arnar Guðmundsson í 7. bekk.
Ólafur Ágústsson í 9. bekk.
Valgerður Pétursdóttir í 9. bekk.
Sóley Gunnarsdóttir í 5. bekk.
Náttúrufræðingur skólans fær áletraðan skjöld sem hengdur verður upp í matsalnum. Hér sjáum við myndir af náttúrufræðingunum.
Lesa meira
08.10.2013
Tveir kennarar, Sigrún Sigurðardóttir og
Sigurður Sigurðarson, fóru í heimsókn í Starkenburger Gymnasium í Heppenheim í Þýskalandi. Tveir nemendur voru dregnir
út úr hópi umsækjanda og komust þau Haukur og Snædís, bæði í 9.bekk, með í ferðina.
Ferðin hófst föstudaginn 20.sept og 27.sept kom hópurinn brunandi til
baka norður yfir heiðar.
Ferðin var einstaklega vel heppnuð, krakkarnir ánægðir og unnu vel
í því verkefni sem lagt var í hendurnar á þeim. Hægt er að sjá afrakstur
vinnunnar með því að kíkja á síðuna www.comenius-civix.eu
Lesa meira
03.10.2013
Á morgun er skipulagsdagur í skólanum og þá verða allir starfsmenn skólans á ráðstefnunni Lærdómssamfélagið
– Samstarf og samræða allra skólastiga. Starfsfólk leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla verður á ráðstefnunni allan
daginn. Þetta þýðir að það er frí í skólanum og frístund er lokuð.
Lesa meira
17.09.2013
Fimmtudaginn 19. september munum við halda upp á DAG ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU. Þá mun skólastarfið fara fram úti í
náttúrunni í óhefðbundinni kennslu.
Vinsamlegast gætið þess að allir séu klæddir eftir veðri. Skóladegi lýkur þá klukkan 13:00.
Lesa meira