Sænskur rithöfundur í heimsókn

Rithöfundurinn  Kim M. Kimsilius heimsækir nemendur í Síðuskóla Sænski rithöfundurinn Kim M. heimsótti 9. bekkinga í  dönskutíma í dag og sagði þeim frá bókunum, sem hún hefur skrifað og rithöfundarferli sínum. Kim hefur gefið út 27 bækur og hafa 5 þeirra verið þýddar yfir  á íslensku. Nýjasta bók hennar heitir Töfrasverðið og er ein af bókunum, sem eru að koma út núna fyrir þessi jól. Hlustuðu nemendur af áhuga á frásögn hennar og sköpuðust  líflegar umræður á eftir. Kim kom hingað á vegum Norræna félagsins og er þetta liður í að efla tengsl okkar við íbúa á Norðurlöndunum, tungumál þeirra og bókmenntir.  Hún ætlaði síðan að mæta á Amtsbókasafnið í dag 15. okt. frá kl. 16:30 til 17:30 og ræða þar við gesti og gangandi. Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni í Síðuskóla.

Rithöfundurinn  Kim M. Kimsilius heimsækir nemendur í Síðuskóla

Sænski rithöfundurinn Kim M. heimsótti 9. bekkinga í  dönskutíma í dag og sagði þeim frá bókunum, sem hún hefur skrifað og rithöfundarferli sínum. Kim hefur gefið út 27 bækur og hafa 5 þeirra verið þýddar yfir  á íslensku. Nýjasta bók hennar heitir Töfrasverðið og er ein af bókunum, sem eru að koma út núna fyrir þessi jól. Hlustuðu nemendur af áhuga á frásögn hennar og sköpuðust  líflegar umræður á eftir.

Kim kom hingað á vegum Norræna félagsins og er þetta liður í að efla tengsl okkar við íbúa á Norðurlöndunum, tungumál þeirra og bókmenntir.  Hún ætlaði síðan að mæta á Amtsbókasafnið í dag 15. okt. frá kl. 16:30 til 17:30 og ræða þar við gesti og gangandi.

Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni í Síðuskóla.