Foreldrarölt

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Síðuskóla. Eins og við höfum öll orðið vör við á síðustu misserum hefur umhverfi barna okkar breyst mikið með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma. Í ofanálag hefur fíkniefnaneysla færst nær okkur á síðustu árum. Líkt og fram kom á aðalfundi FOKS (Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla) þann 18. september síðastliðinn hafa aðilar sem tengjast fíkniefnaheiminum verið að þvælast í kringum skólann og í hverfinu, við leiksvæði barnanna okkar. Við í stjórn FOKS viljum bregðast við þessu með því að koma á laggirnar hverfisrölti, miðbæjarrölti og nágrannavörslu. Þetta verður hins vegar ekki gert nema með dyggri aðstoð ykkar. Sá undirbúningur sem þegar hefur farið fram er í samstarfi við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar, lögregluna, hverfisnefndir o.fl. Skipulagið gerir ráð fyrir að foreldrar barna í 1. - 7. bekk sjái um hverfisrölt í Síðuhverfi en foreldrar barna í 8. - 10. bekk sjái um miðbæjarrölt í samstarfi við foreldra úr öðrum grunnskólum á Akureyri. Hverfisrölt: Hverjum bekk verður úthutað 4 vöktum yfir skólaárið. 5-6 manna hópur verður á ferli gangandi eða akandi þau kvöld sem skilgreind eru sem „gæslukvöld”. Gæslan mun bæði fara fram á virkum dögum og um helgar en að jafnaði er gengið út frá tveimur kvöldum í hverri viku. Bekkjarfulltrúar munu skipuleggja starfið fyrir sinn árgang. Miðbæjarrölt: Hugmyndin er að hverjum skóla verði úthlutaðar 2 helgar á önn. Hver vakt mun standa frá kl. 22:00-01:00, á föstudags- og laugardagskvöldum. Áætlað er að 5-6 foreldrar standi hverja vakt. Hópurinn hittist á lögreglustöðinni og fær þar upplýsingar um áætlun kvöldsins. Nágrannavarsla: Þetta verkefni er á könnu hverfisnefndar Síðuhverfis í samstarfi við FOKS og verður kynnt nánar síðar. Með  því að vera á ferli um hverfið og vera sýnileg verður umhverfi okkar öruggara - með því að standa saman getum við gert heilmikið. Vikukiptingu á bekki má sjá hér í viðhengi. Stjórn FOKS hlakkar til samstarfs við ykkur.

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Síðuskóla.

Eins og við höfum öll orðið vör við á síðustu misserum hefur umhverfi barna okkar breyst mikið með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma. Í ofanálag hefur fíkniefnaneysla færst nær okkur á síðustu árum.

Líkt og fram kom á aðalfundi FOKS (Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla) þann 18. september síðastliðinn hafa aðilar sem tengjast fíkniefnaheiminum verið að þvælast í kringum skólann og í hverfinu, við leiksvæði barnanna okkar.

Við í stjórn FOKS viljum bregðast við þessu með því að koma á laggirnar hverfisrölti, miðbæjarrölti og nágrannavörslu. Þetta verður hins vegar ekki gert nema með dyggri aðstoð ykkar. Sá undirbúningur sem þegar hefur farið fram er í samstarfi við forvarnarfulltrúa Akureyrarbæjar, lögregluna, hverfisnefndir o.fl. Skipulagið gerir ráð fyrir að foreldrar barna í 1. - 7. bekk sjái um hverfisrölt í Síðuhverfi en foreldrar barna í 8. - 10. bekk sjái um miðbæjarrölt í samstarfi við foreldra úr öðrum grunnskólum á Akureyri.

Hverfisrölt: Hverjum bekk verður úthutað 4 vöktum yfir skólaárið. 5-6 manna hópur verður á ferli gangandi eða akandi þau kvöld sem skilgreind eru sem „gæslukvöld”. Gæslan mun bæði fara fram á virkum dögum og um helgar en að jafnaði er gengið út frá tveimur kvöldum í hverri viku. Bekkjarfulltrúar munu skipuleggja starfið fyrir sinn árgang.

Miðbæjarrölt: Hugmyndin er að hverjum skóla verði úthlutaðar 2 helgar á önn. Hver vakt mun standa frá kl. 22:00-01:00, á föstudags- og laugardagskvöldum. Áætlað er að 5-6 foreldrar standi hverja vakt. Hópurinn hittist á lögreglustöðinni og fær þar upplýsingar um áætlun kvöldsins.

Nágrannavarsla: Þetta verkefni er á könnu hverfisnefndar Síðuhverfis í samstarfi við FOKS og verður kynnt nánar síðar.

Með  því að vera á ferli um hverfið og vera sýnileg verður umhverfi okkar öruggara - með því að standa saman getum við gert heilmikið.

Vikukiptingu á bekki má sjá hér í viðhengi.

Stjórn FOKS hlakkar til samstarfs við ykkur.