Í gær var haldin rýmingaræfing í Síðuskóla. Þetta er fastur liður hjá okkur að halda eina æfingu að hausti og aðra að vori.Markmiðið með æfingunum er að þjálfa starfsfólk og nemendur í að rýma skólann á sem stystum tíma. Í dag tók 2:09 að rýma skólann, þ.e. þar til síðasti var kominn út úr skólanum, mjög góður tími. Síðan voru það ca 1,5 mín þar til allir voru komnir í röð.
Lituðu spjöldin, sem sjá má á myndunum, eru til að sýna hvort allir séu mættir og stóðu þau fyrir sínu.
Æfingin gekk í alla staði mjög vel og má segja að allir séu orðnir þrautþjálfaðir. Það er nauðsynlegt að hafa svona æfingar reglulega svo hlutirnir gangi vel fyrir sig ef á þarf að halda.
Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingunni.