Skólahreysti

Riðlakeppni í skólahreysti fer fram á morgun, miðvikudaginn 12. mars og hefst klukkan 13:00 í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Þar fara fram tveir riðlar, annars vegar skólar frá Akureyri og hins vegar skólar af Norðurlandi (utan Akureyrar). Við eigum núna titil að verja þar sem Síðuskóli vann sinn riðil í fyrra og komst í aðalkeppnina í Reykjavík. 5.-10. bekkir fá leyfi eftir hádegi (frá 12.00) til að fara og fylgjast með keppninni.  Það verður ekki kennsla í þessum árgöngum eftir hádegi. Nemendur fara á eigin vegum og það er ekki skylda að mæta þar sem ekki er mögulegt að vera með formlega gæslu á staðnum. Litur Síðuskóla í ár er rauður, endilega fjölmenna í RAUÐU.  Hér má sjá mynd af sigurvegurum síðasta árs.
Riðlakeppni í skólahreysti fer fram á morgun, miðvikudaginn 12. mars og hefst klukkan 13:00 í Íþróttahöllinni við Skólastíg. Þar fara fram tveir riðlar, annars vegar skólar frá Akureyri og hins vegar skólar af Norðurlandi (utan Akureyrar). Við eigum núna titil að verja þar sem Síðuskóli vann sinn riðil í fyrra og komst í aðalkeppnina í Reykjavík.

5.-10. bekkir fá leyfi eftir hádegi (frá 12.00) til að fara og fylgjast með keppninni.  Það verður ekki kennsla í þessum árgöngum eftir hádegi. Nemendur fara á eigin vegum og það er ekki skylda að mæta þar sem ekki er mögulegt að vera með formlega gæslu á staðnum.

Litur Síðuskóla í ár er rauður, endilega fjölmenna í RAUÐU. 

Hér má sjá mynd af sigurvegurum síðasta árs.