27.04.2012
Sl. 2 vikur hefur 8. bekkur verið í náms- og
starfsfræðslu. 2-4 nemendur fóru saman í heimsókn í fyrirtæki, fengu fræðslu og fræddust um það og störfin sem þar eru
unnin.
Úrvinnsla úr heimsókninni hefur farið fram í
íslenskutímum og í dag var uppskeruhátíð þar sem nemendur buðu foreldrum, starfsfólki skólans og öðrum nemendum að koma og
sjá afraksturinn.
Hér má sjá myndir frá
uppskeruhátíðinni.
Lesa meira
25.04.2012
Í dag, miðvikudaginn 25. apríl, fékk Síðuskóli Grænfánann afhentan við
hátíðlega athöfn í íþróttasal skólans. Þetta var í fjórða sinn sem skólinn fékk fánann afhentan
og í upphafi skóladags var íslenski fáninn dreginn að húni í tilefni dagsins.
Á hátíðinni í íþróttasalnum var dagskráin að
mestu leyti í höndum nemenda skólans. Skólastjóri flutti ávarp í upphafi en síðan sáu Hulda Margrét Sveinsdóttir og Sævar Þór Fylkisson nemendur í 6. bekk um kynninguna. Nemendur í
5. bekk voru með söngatirði og Ásdís Guðmundsdóttir, nemandi í 8. bekk, flutti Umhverfisávarp.
Leikatriði eldri nemenda og upplestur hjá nemendum úr 3. bekk var einnig á dagskrá og að lokum sungu allir skólasönginn saman.
Nemandi í 3. bekk, Sóley Gunnarsdóttir, las frumsamið ljóð sem hún kallar FÓLKSBÍLL.
Fólksbíllinn, hann keyrir um
Ótrúlega hratt.
Léttur og lítill er og líka
Klár þótt hann sé smár.
Skrýtið er að bíll sé klár.
Bíllinn er með
Ísvél hér
Lítil vél og mengar ekki. Það
Líkar mér.
Fulltrúi frá Landvernd Guðmundur Sigvaldason afhenti
Umhverfisnefnd skólans fánann og fóru nemendur saman í skrúðgöngu út að fánastöng með hann. Þar tók Gunnar Þór húsvörður við honum og dró hann að
húni með aðstoð Klöru Fannar Arnedóttur og Baldurs Freys Jóhannssonar. Að lokinni athöfninni úti var öllum boðið að þiggja léttar veitingar.
Myndir frá afhendingunni má sjá hér.
Lesa meira
12.04.2012
Já, Síðuskóli fór í fjallið í dag og þar mótuðust margir skíða og brettasnillingar framtíðarinnar!
Fyrstu rútur fóru frá skólanum strax klukkan 8:05 og svo ein af annarri. Hópurinn stóð sig frábærlega í fjallinu og engin
stórslys urðu. Síðasta rúta með þreytta skíða/brettakappa lenti svo við skólann rétt fyrir klukkan eitt.
Margar myndir voru teknar og má sjá þær hér.
Lesa meira
12.04.2012
Starfsmaður í Hlíðarfjalli segir að aðstæður til skíðaiðkunnar séu með besta móti í dag. Allt er þegar
þrennt er segir máltækið og við skemmtum okkur á skíðum fram að hádegi og sumir lengur.
Lesa meira
11.04.2012
Á morgun, fimmtudaginn 12. apríl, gerum við þriðju tilraun til að komast í fjallið. Veðurútlitið er gott og mjög líklegt
að allt gangi okkur í hag með veðrið. Athugið heimasíðuna í fyrramálið, þar kemur fram hvort farið verður eða ekki.
Rúturnar munu fara með nokkru millibili upp í fjall, elstu börnin fyrst. Ef það hentar ykkur sem eigið börn í 1. til 4. bekk að senda
börnin beint í rútuna en ekki fyrst inn í skóla þá er það allt í lagi. Þau eru nokkuð lengi að komast úr og
í útifötin þannig að þetta getur verið til hagræðis fyrir alla.
Rúturnar fara af stað:
3. og 4. bekkur klukkan 8:30
1. og 2. bekkur klukkan 8:40
Krakkarnir þurfa að vera komnir aðeins fyrir þennan tíma því rúturnar leggja af stað samkvæmt þessu plani. Vonandi gengur allt upp
í þetta skiptið.
Lesa meira
30.03.2012
Páskaleyfi í Síðuskóla
2012
Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn.
Mánudaginn 2. apríl hefst páskafrí í Síðuskóla. Við óskum ykkur gleðilegra páska og gefandi og sólríkra
samverustunda með fjölskyldum ykkar í leyfinu.
Við minnum á að Frístund er opin í dymbilvikunni 2., 3. og 4.
apríl fyrir þau börn sem þar hafa verið skráð.
Skólastarf byrjar aftur 10. apríl skv. stundaskrá.
Með páskakveðjum,starfsfólk
Síðuskóla.
Lesa meira
29.03.2012
Tveir drengir úr 9. bekk, Ingimar og Aron, fengu það verkefni að taka upp samsönginn í Skátagili.
Þeir hafa nú sett saman skemmtilegt myndband þar sem sjá má alla taka þátt í söngnum af mikilli innlifun.
Hér má sjá afraksturinn.
Lesa meira
29.03.2012
Síðuskóli tekur þátt í
Skólahreysti 2012, fimmtudaginn 29. mars.
Keppnin hefst kl. 14:00 í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Keppendur fyrir hönd Síðuskóla eru:
Strákar:
Upphífingar / dýfur: Sverrir Örn Magnússon, 10.
bekk.
Hraðaþraut: Grétar Þór Helgason, 10. bekk.
Varamaður: Jón Emil Karlsson, 10. bekk
Stelpur:
Hreystigreip / armbeygjur : Auður Kristín Pétursdóttir, 10.
bekk.
Hraðaþraut: Helena Rut Pétursdóttir, 10. bekk.
Varamaður : Tinna Karen Fylkisdóttir, 9. bekk.
Allir hvattir til að mæta og munið að koma í
RAUÐU
SÍÐUSKÓLI Í RAUÐU!
Lesa meira
27.03.2012
Þar sem nú er mjög hvasst í Hlíðarfjalli verður ekki af útivistardegi. Í dag verður því venjulegur skóladagur
samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
23.03.2012
Í tilefni af afmæli Akureyrarbæjar.
Í dag fóru 1.-7. bekkir í Síðuskóla niður í bæ og sungu þar með fleiri grunn- og leikskólum
frá Akureyri og nágrenni.
Börnunum var raðað upp í Skátagili og þrjú lög sungin sem allir voru búnir að æfa. Nokkrar myndir frá
uppákomunni má sjá hér.
Lesa meira