Dagur íslenskrar tungu

Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember = Dagur íslenskrar tungu
Fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar 16. nóvember = Dagur íslenskrar tungu
Stóra upplestrarkeppnin" í 7. bekk var sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Sigurvegararnir okkar frá því í fyrra þeir Steinar Logi Stefánsson og Jörundur Guðni Sigurbjörnsson komu og lásu ljóð fyrir hópinn. Nú í ár verður upplestrarkeppni hér innanhúss í 4. bekk og mætti sá hópur líka á sal. Áralöng hefð er fyrir því að nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólunum á Akureyri hittist á Degi íslenskrar tungu. Nemendur í 8. bekk hittust í Brekkuskóla, 9.bekkingar hittust í Síðuskóla og nemendur 10. bekkjar í Lundarskóla. Íslenskukennarar ákveða, í samráði við nemendur þema dagsins og í ár var ákveðið að vinna með þjóðsögur. Nemendurnir í Síðuskóla sýndu leikþætti um Bakkabræður. Heimsóknirnar gengu afar vel og voru allir ánægðir með daginn. Myndir frá atburðunum má sjá hér. 

Stóra upplestrarkeppnin" í 7. bekk var sett á Degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Sigurvegararnir okkar frá því í fyrra þeir Steinar Logi Stefánsson og Jörundur Guðni Sigurbjörnsson komu og lásu ljóð fyrir hópinn. Nú í ár verður upplestrarkeppni hér innanhúss í 4. bekk og mætti sá hópur líka á sal.


Áralöng hefð er fyrir því að nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólunum á Akureyri hittist á Degi íslenskrar tungu. Nemendur í 8. bekk hittust í Brekkuskóla, 9.bekkingar hittust í Síðuskóla og nemendur 10. bekkjar í Lundarskóla. Íslenskukennarar ákveða, í samráði við nemendur þema dagsins og í ár var ákveðið að vinna með þjóðsögur. Nemendurnir í Síðuskóla sýndu leikþætti um Bakkabræður.


Heimsóknirnar gengu afar vel og voru allir ánægðir með daginn. Myndir frá atburðunum má sjá hér