ÍSAT

Aðalfundur foreldra- og kennarafélags Síðuskóla (FOKS)

Aðalfundur FOKS verður haldinn fimmtudaginn kl. 20:00 í sal skólans. Vonumst við að sjá sem flesta á fundinum. Í hléi munum við selja restina af þeim skólafötum sem keypt voru veturinn 2008-2009. Við höfum ákveðið að selja þau mjög ódýrt.  Reglan verður sú að fyrstur kemur fyrstur fær. Sjá nánar hér varðandi verð og hvað við eigum mikið eftir. Dagskrá aðalfundar: 1.       Ávarp skólastjóra 2.       Skýrsla stjórnar 3.       Skýrsla gjaldkera 4.       – Kaffihlé –  5.       Kosning í stjórn (það vantar 2 nýja í stjórn) 6.       Breyting á lögum félagsins 7.       Önnur mál
Lesa meira

PMT foreldrafærninámskeið

Foreldranámskeið fyrir foreldra barna með ofvirkniog/eða  athyglibrest á aldrinum 5 – 10 ára. PMT foreldrafærninámskeið  (Parent Management Training) hefst þann 4. október nk. Um er að ræða námskeið sem stendur yfir í átta vikur. Meginmarkmið námskeiðsins er að kenna raunprófaðar og hagnýtar uppeldisaðferðir sem stuðla að jákvæðri hegðun barns og draga úr hegðunarvanda. Kostnaður er kr. 5.000 sem greiðist við skráningu en námskeiðið fékk styrk frá Félagsmálaráðuneytinu til að efla stuðnings- og nærþjónustu við börn með ADHD greiningu. Leiðbeinendur eru PMT meðferðaraðilar, Guðrún Kristófersdóttir sálfræðingur og Þuríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi. Sótt er um á tilvísaneyðublöðum skólateymis Fjölskyldudeildar. Nánari upplýsingar gefur Þuríður á Skóladeild Akureyrarbæjar í síma 460-1417 eða í tölvupósti: thuridur@akureyri.is.
Lesa meira

Leitin að grenndargralinu

Leitin að grenndargralinu hefst mánudaginn 5. september. Hér er á ferðinni spennandi ratleikur fyrir fróðleiksfúsa krakka á unglingastigi. Er þetta fjórða árið sem nemendur í 8.-10. bekk leita að grenndargralinu. Sex skólar taka þátt að þessu sinni en það eru Brekkuskóli, Glerárskóli, Giljaskóli, Lundarskóli, Oddeyrarskóli og Síðuskóli. Verkefnin sem þátttakendur kljást við tengjast sögu heimabyggðar. Þannig er reynt að auka áhuga og vitund þátttakenda á nánasta umhverfi í gegnum skemmtilegar og spennandi vettvangsferðir og rannsóknarleiðangra. Öll vinna nemenda fer fram utan skólatíma og því er um frjálsa þátttöku að ræða. Þátttakendur fá eina þraut til lausnar í viku hverri í 10 vikur. Við lausn hverrar þrautar fá þeir  bókstaf og er markmiðið að safna ákveðnum fjölda bókstafa sem að lokum mynda lykilorð. Þegar krakkarnir hafa raðað saman bókstöfunum og myndað sjálft lykilorðið hafa þeir öðlast rétt til að hefja leit að grenndargralinu.  Gralið er staðsett á Akureyri og fá krakkarnir vísbendingar sér til aðstoðar við leitina. Sá eða þeir sem fyrstir finna gralið teljast sigurvegarar í Leitinni að grenndargralinu árið 2011. Fá þeir grenndargralið til varðveislu í eitt ár. Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Leitarinnarhttp://www.grenndargral.is/. og á facebook. Umsjón með Leitinnihafa kennarar í þátttökuskólunum sex. (Brynjar Karl Óttarsson umsjónarmaður Grenndargralsins)  
Lesa meira

Göngum eða hjólum í skólann

Í umhverfisstefnu Síðuskóla kemur m.a. fram að virðing fyrir umhverfinu eigi að vera sjálfsagður þáttur í öllu starfi stofnunarinnar og að fylgja skuli staðardagskrá 21 fyrir Akureyri eftir bestu getu. Eitt af markmiðunum sem sett hafa verið er að hvetja starfsfólk, nemendur og foreldra til að draga úr mengun, spara orku og bæta heilsuna með því að ganga eða hjóla í skólann þegar því verður við komið í daglegu starfi.   Í nokkur ár höfum við á hverju hausti minnt á mikilvægi þess að ganga eða hjóla í skólann með því að taka þátt í átakinu „Göngum í skólann“. Að þessu sinni verður verkefnið sett af stað miðvikudaginn 7. september og lýkur á alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 5. október. Sjá nánar um átakið Göngum í skólann á vefsíðunni http://www.gongumiskolann.is/. Að sjálfsögðu tökum við þátt í ár en leggjum áherslu á að við höfum það að markmiði að ganga eða hjóla í skólann allt árið um kring og hvetjum alla til þess að gera það. Rétt er að minna á að börn 14 ára og yngri eiga lögum samkvæmt að nota hjálm á reiðhjóli og við biðjum alla sem koma á hjóli í skólann um að ganga þannig frá hjólunum að hægt sé að komast hindrunarlaust inn í skólann.  Á vefsíðunni http://barn.is kemur fram að barn sem orðið er 7 ára má hjóla eitt á akbraut(http://barn.is/barn/unglingasida/hvenaer_matt_thu_hvad-/) og eins og fram kom í bréfi frá skólanum í fyrra þá verða foreldrar að meta hvort þeir treysta börnum sínum til að fara á hjóli í skólann, kenna börnunum að þekkja leiðina og brýna fyrir þeim að leiða hjólin yfir götur. Börnin eru auðvitað misjafnlega fær um að fara í skólann á hjólum en foreldrarnir eru best færir um að meta það.
Lesa meira

Skólabyrjun

Ágætu nemendur og foreldrar Skólasetning í Síðuskóla verður dagana 22. og 23. ágúst og hefst með samtali umsjónarkennara og foreldra og barns um skólastarfið í vetur. Tímasetning samtalanna verður send út vikuna 15. - 19. ágúst en þá viku koma kennarar til starfa í skólanum. Skólastjórar og ritari eru komnir til starfa þannig að hægt er að hringja í skólann ef upplýsingar vantar.
Lesa meira

Námsgagnalistar fyrir skólaárið 2011-2012

Námsgagnalista allra bekkja fyrir næsta skólaár má finna hér.
Lesa meira

Útskriftarferð 10. bekkjar

Í síðustu viku fór 10. bekkur í fjögurra daga vor- og útskriftarferð. Farið var í flúðasiglingu í Skagafirði, litbolta í Grafarvogi, Adrenalíngarðinn á Nesjavöllum, gokart í Garðabæ, bíó í Smáralind og fleira. Skemmst er frá því að segja að krakkarnir hlutu hvarvetna lof fyrir góða hegðun og almenn þægilegheit. Þeir létu óhagstætt veður ekki trufla sig og stóðu sig undantekningalaust vel í ferðinni. Umsjónarkennarar bekkjanna fóru með í ferðina og eru að rifna úr stolti yfir krökkunum sem voru sjálfum sér og skólanum til mikils sóma. Myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Skólaslit

Skólaárið er senn á enda en síðasti kennsludagur er miðvikudaginn 1. júní. Skólaslit verða föstudaginn 3. júní sem hér segir. 1. - 4. bekkur kl.  9:00 5. - 9. bekkur kl. 10:00 Nemendur mæta fyrst á sal en fara síðan í sínar stofur með umsjónarkennara. Skólaslit hjá 10. bekk verða í Glerárkirkju klukkan 17:00
Lesa meira

ICT4U - VERKEFNIÐ

Comeniusarferð nemenda og kennara við Síðuskóla til Spánar. 6 nemendur úr 10. bekk Síðuskóla, þau Axel, Birgitta, Guðrún, Halldóra, Marta og Valgeir Andri fóru 7. maí í ferð til Spánar ásamt 2 kennurum, Björk og Bibba,  til að vinna að Comeniusarverkefni sem unnið er á vegum skólans. Verkefnið tengist upplýsingamennt í skólastarfi og var þetta vikuferð. Nemendurnir stóðu sig gríðarlega vel og unnu vel með nemendum frá Grikklandi, Ungverjalandi, Belgíu og Spáni, sem eru samstarfslönd Síðuskóla í verkefninu. Verkefnið gengur út á það að nemendur kenna kennurum að nýta sér forrit á netinu til kennslu. Nemendur fræða kennara um hvernig þeir eiga að nálgast forritið, hvernig það virkar, hvaða kostum það býr yfir og hvernig nemendur sjá það fyrir sér sem tæki í kennslu. Nemendur og kennarar voru ánægðir með ferðina og uppskeran var lærdómur í menningu, ensku og upplýsingatækni í sambland við lífsreynslu, gleði og innkaup. Farið var til Spánar á laugardegi og til baka á föstudegi en gist var eina nótt í London á leiðinni heim. Nokkrar myndir úr ferðinni.
Lesa meira

Landsmót í skólaskák í Síðuskóla

Um helgina fer fram landsmót í skólaskák og er það haldið í Síðuskóla. Mótið hófst á fimmtudag en þar sem kennsla var í fullum gangi hér í skólanum var teflt í Íþróttahöllinni, en keppendur gistu hér í skólanum. Um helgina er mótinu fram haldið hér í skólanum. Keppt er í tveimur flokkum, eldri og yngri. Myndir og umfjöllun um mótið má sjá á http://www.skak.is og http://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/. Á seinni síðunni má einnig finna skákir úr mótinu. Norðanmenn vænta mikils af sínum mönnum sem óefað munu blanda sér í toppbaráttuna. Dagskrá mótsins má finna hérhttp://www.skakfelag.blog.is/blog/skakfelag/entry/1165863/og eru gestir velkomnir. Úrslit, stöðu og pörun má sjá á stöðu hjá eldri flokknum má sjá hérhttp://chess-results.com/tnr49700.aspx?art=1&lan=1&wi=1000 og hjá yngri flokknum hérhttp://chess-results.com/tnr49699.aspx?art=1&lan=1&wi=1000.
Lesa meira