ÍSAT

Viðurkenningar skólanefndar 2012

Fimmtudaginn 31. maí var nemendum, kennurum og starfsmönnum við skóla Akureyrar­bæjar veitt viðurkenning fyrir að hafa skarað fram úr í starfi. Þetta er í þriðja sinn sem skólanefnd stendur fyrir samkomu sem þessari en hún er í samræmi við áherslur í skólastefnu Akureyrarbæjar. Helena Ósk Hilmarsdóttir nemandi í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir ótrúlega þrautseigju og dugnað. Helena gefst aldrei upp þó að á móti blási en hún glímir við líkamlega fötlun. Alltaf jákvæð og glöð í bragði. Flott stelpa í alla staði. Hafdís Kristjánsdóttir, deildarstjóri í Síðuskóla hlaut viðurkenningu fyrir frumkvöðlastarf í umhverfismálum. Hafdís hefur verið leiðandi í umhverfismálum skólans sem er grænfánaskóli og hefur verið undanfarin 6 ár. Hafdís hefur verið leiðandi í því verkefni enda mikill eldhugi um umhverfismál almennt.
Lesa meira

Skólaslit

Skólaslit í Síðuskóla verða þriðjudaginn 5. júní. Nemendur mæta á sal sem hér segir: 1. - 4. bekkur klukkan 9:00 5. - 9. bekkur klukkan 10:00 Síðan fara nemendur í stofur til umsjónarkennara og eiga með þeim kveðjustund eftir veturinn og fá afhentar einkunnir. Útskrift 10. bekkjar fer fram í Glerárkirkju klukkan 17:00
Lesa meira

Grill hjá 8. bekkingum

Umbun áttunda bekkjar Í síðustu viku tóku nemendur áttunda bekkjar út umbun sem þau höfðu unnið sér inn. Siggi lánaði grill og garð og mættu allir með eitthvað á grillið. Veðrið lék við hópinn og nutu nemendur sín í blíðunni. Hér má sjá myndir frá þessum frábæra degi.  
Lesa meira

Vatnsstríð hjá 5. bekk.

Fimmtudaginn 31. maí síðastliðinn fór 5. bekkur í vatnsstríð á skólalóðinni. Kennararnir skemmtu sér ekki minna en nemendurnir og urðu allir vel blautir. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

7. bekkur vinnur til verðlauna

Í ár tóku 250 bekkir víðsvegar um landið þátt í samkeppninni. 7. bekkur Síðuskóla var einn af níu hópum sem fékk verðlaun í keppninni TÓBAKSLAUS BEKKUR. Keppnin var haldin meðal meðal 7. og 8. bekkja í öllum grunnskólum landsins. Alls tóku 250 bekkir þátt í samkeppninni og fengu allir þátttakendur senda sundpoka að gjöf. Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum og er verðlaunaupphæðin 5.000 krónur fyrir hvern nemand í bekknum. Verkefnið sem 7. bekkir í Síðuskóla skiluðu var í formi útvarpsþátta. Eftir er að ákveða hvað gert verður við vinningsupphæðina en bekkirnir munu örugglega nota þá til að gera eitthvað skemmtilegt saman á vordögum. Hægt er að lesa nánar um fréttina á vef Landlæknisembættisins.
Lesa meira

Húsavíkurferð sérdeildarinnar

Miðvikudaginn 23. maí fór sérdeildin í heimsókn til Húsavíkur að heimsækja fyrrverandi nemanda. Á Húsavík var ýmislegt gert, kíkt var í fjárhús til að skoða lömbin, gullfiskar veiddir úr tjörn og hamborgarar grillaðir svo eitthvað sé nefnt. Mjög góður dagur í blíðskaparveðri. Myndir má sjá hér.
Lesa meira

Gjöf til heimilisfólksins á Hlíð

Nemendur Síðuskóla sömdu ljóð í tengslum við 150 ára afmæli Akureyrarbæjar undir kjörorðunum ,,Akureyri brosandi bær". Þessi ljóð hafa verið bundin inn og færð heimilisfólkinu á Hlíð að gjöf. Fjölmörg skemmtileg ljóð bárust og ekki síður frumleg. Mörg þeirra eru fallega myndskreytt. Ljóðin eru bundin inn í ljóðahefti sem væntanlega gleðja heimilisfólkið á Hlíð.
Lesa meira

Sýning á verkum nemenda

Sýning á verkum nemenda á Öldrunarheimilinu Hlíð Í anddyri og göngum heimilisins eru verk nemenda til sýnis og verða næstu tvær vikur.  Öldungarnir höfðu gaman af þegar verkunum var komið upp og segja þau lífga uppá heimilið. Vonandi sjá margir sér fært að heimsækja heimilið og skoða verk nemendanna.  Sýningin er öllum opin.
Lesa meira

Vorhátið á sunnudag

Dagskrá dagsins 13:00            Verðandi 1. bekkingar, sérstaklega boðnir velkomnir á sal skólans. Dagskrá á sviði14:00            Formaður Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla segir nokkur orð        14:05            Ávarp skólastjóra14:10            Steinar Logi Stefánsson  nemandi í 7. bekk, les ljóðið Annars hugar eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur14:15            Strákar úr 6. bekk með atriði á sviði14.20                 Nemendur syngja skólasönginn ásamt Hjalta og Láru14.25              Hjalti og Lára með tónlistaratriði14:40            Tombóla, hoppukastali, andlitsmálning, kaffi - og pylsusala opnar Sýning í stofum nemenda á því sem þeir hafa verið að vinna að í vetur.Tombóla í stofu 22 og 23 á B – gangi.Andlitsmálun í stofu 31 á B – gangi.Hoppukastali/þrautabraut í íþróttasal. Tombóla kr. 100Í innigarði, pylsur og svali kr. 100   Nemendur í 10. bekk selja fjölær blóm á 300 til 500 kr. í  anddyri íþróttahússKaffihlaðborð í mötuneytiFullorðnir kr. 4006-16 ára kr. 1000-6 ára kr. 0Svali kr. 50
Lesa meira

Bingó!

Bingó verður haldið í sal Síðuskóla föstudaginn 4. maí kl. 19:30. Margir góðir vinningar, spjaldið á kr. 500, eftir hlé á kr. 300.Sjoppan verður opin og kaffi á boðstólum. Allur ágóði rennur í ferðasjóð 10. bekkjar Síðuskóla. Þökkum veittan stuðning, 10. bekkur Síðuskóla
Lesa meira