ÍSAT

Öðruvísi vika

Öðruvísi vika er í næstu viku, dagana 16.-20. janúar.  Nemendaráð hvetur alla til að taka þátt.  Mánudagur er náttafatadagur Þriðjudagur er skyrtudagur Miðvikudagur er gleraugna- og höfuðfatadagur Fimmtudagur er ullarfatadagur Föstudagur er rauður dagur Með von um góða þátttöku, Nemendaráð.
Lesa meira

Viðtöl

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir samstarfið á nýliðnu ári! Viðtöl í ársbyrjun Þriðjudaginn 10. janúar og miðvikudaginn 11. janúar verða viðtöl við nemendur og foreldra í Síðuskóla. 10. janúar eru viðtöl í öllum bekkjardeildum skólans og engin kennsla þann dag.  Miðvikudaginn 11. janúar eru viðtöl í 1.- 6. bekk en kennsla í 7. - 10. bekk. Nemendur fá tilkynningu um viðtal rafrænt frá umsjónarkennara og ef sá tími hentar ekki þá vinsamlega hafið samband við umsjónarkennara eða ritara sem allra fyrst. Ef foreldrar eða kennarar vilja ræða einhver mál án þess að nemandinn sé viðstaddur þá er hægt að verða við því.  Æskilegt er að vera búin að fara yfir leiðsagnarmatið sem unnið var í skólabyrjun og á miðri önninni svo hægt sé að hafa þau til hliðsjónar í viðtölunum. Meðan á viðtölum stendur verða faggreinakennarar, sérkennarar og skólastjórnendur til viðtals í skólanum auk annars starfsfólks.  Foreldrar barna í 1. - 4. bekk eru beðnir að hafa samband í síðasta lagi föstudaginn  6. janúar ef þeir vilja nota frístund fyrir hádegi viðtalsdagana. Síminn í frístund er 461 3473. Foreldrar eru beðnir að nota tækifærið og athuga hvort börn þeirra eigi föt eða aðra muni í óskilum í skólanum. Bestu kveðjur, stjórnendur Síðuskóla.
Lesa meira

Jólabréf 2011

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Búið er  að skreyta skólann og nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit,  nokkrir árgangar baka laufabrauð og ekki má gleyma jólaföndri. Aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju tilheyra þessum árstíma líka. Litlu jólin Litlu jólin eru 20. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30.  Niðurröðun bekkja á litlu jólin  Kl. 8: 30  3. bekkur LHS, SÁ,   4. bekkur JS,  5. bekkur TS  6. bekkur SEB,   7. bekkur SÁB,   8. bekkur SA  9. bekkur SJ og SS,   10. bekkur B. Kl. 10:30  1. bekkur MB og  SES,    2. bekkur MBT og EBJ  4. bekkur KH,    5. ASR   6. bekkur HL  7. bekkur JÁ,    8. bekkur KLM,   10. bekkur HF. Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjarstofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk. Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 20. desember eru beðnir um að hafa samband við Sonju Kro í síma 4613473 eða á netfangið sidufristund@akmennt.is fyrir 15. desember. Á nýju ári Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 3. janúar klukkan 8:00. Viðtalsdagar í Síðuskóla eru 10. og 11. janúar 2012. 1.-6. bekkur eru í viðtölum báða dagana en 10. janúar er kennsla hjá 7.-10. bekk. 11. janúar er viðtalsdagur hjá öllum nemendum og ekki kennt þann dag. (Sjá skýringar við skóladagatal á heimasíðu skólans). Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða 
Lesa meira

Nammi namm...

Það verða allskonar listaverk til í heimilisfræði, nokkrar myndir frá síðasta tíma fyrir jól.
Lesa meira

Jólastund í Frístund

15. desember var Jólastund í Frístund.    3.bekkur var með leikrit um jólasveinana sem þau sömdu sjálf. 2.bekkur og 1.bekkur sungur jólalög á sviðinu. Að lokum fengu allir heitt kakó og kringlur og piparkökur sem þau skreyttu sjálf! Hér má sjá nokkrar myndir.   Skemmtileg stund á aðventunni!
Lesa meira

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna.

Söngkeppni félagsmiðstöðvanna á Akureyri fer fram í Hofi í dag fimmtudaginn 15. desember kl. 19:00.   Fulltrúar Síðuskóla í keppninni í ár eru Herdís Elín Þorvaldsdóttir og Þóranna Lilja Þorbergsdóttir.  Alls verða þrettán atriði í keppninni í ár með yfir tuttugu upprennandi söngstjörnum og hljóðfæraleikurum frá félagsmiðstöðvunum fjórum hér á Akureyri.  Fjögur atriði komast áfram í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi sem fram fer á Sauðárkróki í lok janúar. Við hvetjum sem flesta til að mæta og sjá þessa upprennandi snillinga flytja sín atriði. Miðaverð er kr. 1000 sem hægt er að kaupa í Hofi fyrir keppnina. Félagsmiðstöðvarnar á Akureyri
Lesa meira

Ball, ball, ball...

Þriðjudaginn 13. desember verður jólaball fyrir 1.-7. bekk í Síðuskóla. Ballið er á vegum 10. bekkjar og er til styrktar vorferðalagi árgangsins.  Ballið er tvískipt.  1.-4. bekkur  Kl. 16:00-18:00  5.-7. bekkur  Kl. 18:00-20:00 Það kostar 300 krónur inn á ballið. Sjoppa er á staðnum og má sjá verð og vöruval hér. Umsjónarkennarar 10. bekkjar
Lesa meira

Spurningakeppni í unglingadeild.

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram fimmtudaginn 1. desember.  Keppnin var bæði jöfn og skemmtileg sem að lokum endaði með því að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru á allan hátt til fyrirmyndar. Myndir frá spurningakeppninni má sjá hér.
Lesa meira

Hátíðardagskrá á Degi íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu, miðvikudaginn 16. nóvember, efndu Háskólinn á Akureyri og Menningarfélagið Hraun í Öxnadal til dagskrár í nýjum hátíðarsal háskólans.  Dagskráin var tileinkuð grunnskólabörnum í Eyjafirði og meðal annarra komu þar fram fulltrúar nemenda og fluttu ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og sögðu frá nýyrðasmíði hans. Fulltrúi Síðuskóla var Auður Katrín sem er nemandi í 4. JS, hún flutti erindi sitt af miklu öryggi og fékk mjög góðar viðtökur. Hér má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin sett í Síðuskóla

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk 2011 – 2012 Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, var Stóra upplestrarkeppnin sett á sal Síðuskóla. Skólastjóri flutti ávarp og sagði frá keppninni sem nú er haldin í 12. sinn á Akureyri. Sagði hann að keppendur frá Síðuskóla hefðu alltaf staðið sig vel og verið skólanum til sóma og hvatti hann nemendur til þess að leggja sig fram. Einnig sagði hann frá því að þátttaka í upplestrarkeppninni hefði aldrei verið meiri, nú taka allir 7. bekkir á landinu þátt í henni.  Guðrún á bókasafninu ræddi um íslenskt mál og sagði frá Jónasi Hallgrímssyni og nemendurnir Kristrún Jóhannesdóttir, Oddur Pálsson og Ósk Tryggvadóttir, sem voru fulltrúar skólans í keppninni í fyrra, fluttu ljóð fyrir nemendurna í 7. bekk. Skólastjóri setti síðan keppnina formlega og nemendur fengu bókamerki keppninnar afhent og bækling til foreldra. Að dagskrá lokinni var útbúið kaffihús í stofum 7. bekkinga og lásu þau ljóð fyrir hvert annaða eftir Jónas Hallgrímsson við kertaljós og kaffihúsastemningu. Sjá má meira um Stóru upplestrarkeppnina á  heimasíðu Radda og myndir frá setningunni hér.
Lesa meira