Í ár tóku 250 bekkir víðsvegar um landið þátt í samkeppninni.
7. bekkur Síðuskóla var einn af níu hópum sem fékk verðlaun í keppninni TÓBAKSLAUS BEKKUR. Keppnin var haldin meðal meðal 7. og 8. bekkja í öllum grunnskólum landsins. Alls tóku 250 bekkir þátt í samkeppninni og fengu allir þátttakendur senda sundpoka að gjöf. Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum og er verðlaunaupphæðin 5.000 krónur fyrir hvern nemand í bekknum.
Verkefnið sem 7. bekkir í Síðuskóla skiluðu var í formi útvarpsþátta.
Eftir er að ákveða hvað gert verður við vinningsupphæðina en bekkirnir munu örugglega nota þá til að gera eitthvað skemmtilegt saman á vordögum.
Hægt er að lesa nánar um fréttina á vef Landlæknisembættisins.