ÍSAT

Útivistardagur

Þriðjudaginn 5. apríl var útivistardagur Síðuskóla. Þar fóru allir nemendur, kennarar og annað starfsfólk skólans í Hlíðarfjall og skemmtu sér saman. Sumir renndu sér á skíðum á meðan aðrir sýndu listir sínar á snjóbrettum. Einhverjir brugðu síðan undir sig betri fætinum og gengu ásamt kennurum í Strýtuskála og borðuðu nestið sitt þar. Ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér vel þennan dag í ágætu veðri og góðu færi í fjallinu. Einhverjir hlutu þó slæma byltu og óskum við þeim góðs bata og vonum að þeir nái fullri heilsu fljótt aftur. Á meðfylgjandi myndum sem Gulli smíðakennari tók má sjá hvar gleðin skín af hverju andliti.
Lesa meira

Nemendur standa sig vel

Nemendur úr Síðuskóla standa sig vel á ýmsum sviðum. Það er gaman að segja frá Lilju Rún í 9. bekk sem hefur staðið sig mjög vel í sundinu. Lilja Rún hefur æft sund síðan hún var 9 ára. Í vetur hefur hún tekið þátt í landsliðs­verkefnum ÍF sem ungur og efnilegur sundmaður. Hún fer ásamt 3 öðrum suður 3-4 sinnum yfir veturinn til að fara í æfingabúðir með landsliðinu ásamt því að sitja fyrirlestra um ýmislegt uppbyggilegt. Þessu fylgir einnig að taka þátt í sem flestum sundkeppnum. Hún var stigahæsta sundkona fatlaðra á uppskeruhátið Óðins sem var haldin var í janúar s.l.Haustið 2010 keppti Lilja Rún á Íslandsmeistaramóti í 25 m laug og uppskar Íslands­meistara­titil, 1 gull, 2 silfur og 1 brons. Í janúar keppti hún á Reykjavík International Games og vann þar 2 silfur og 2 brons. Nýlega var keppni á Íslandsmeistaramóti í 50 m laug, þar nældi Lilja Rún í 1 gull, 2 silfur og 4 brons.Í ágúst á þessu ári fer Lilja Rún til Finnlands til að keppa á Norrænu barna og unglingamóti og óskum við henni góðs gengis þar og í áframhaldandi keppni í sundinu.
Lesa meira

Síðuskóli tók þátt í skólahreysti

Á dögunum tók lið frá Síðuskóla þátt í Skólahreysti  og stóðu keppendur sig mjög vel og lentu í þriðja sæti. Þau sem tóku þátt voru Auður Kristín Pétursdóttir, Helena Rut Pétursdóttir og Einar Aron Fjalarsson sem öll eru í 9. bekk B og svo Daril Suson Balo sem er í 10. bekk.  Auður Kristín náði þeim frábæra árangri að ná öðrum besta tíma í hreystigreip sem náðst hefur í keppninni til þessa. Þetta eru frábærir krakkar og við hyggjum gott til næstu keppni þegar þrjú þeirra verða komin í 10. bekk. Hér eru nokkrar myndir sem Fjalar Fjölnisson tók.
Lesa meira

Íþróttavaltímar hjá 1.-6. bekk

Íþróttavaltímar hjá 1.-6. bekk byrja aftur frá og með 7.apríl 2011 (ekki 04.apríl 2011 eins og áætlað var), með sama fyrirkomulagi og sömu tímum. Tímasetning er eftirfarandi: 1. og 2. bekkur  á mánudögum kl. 13:20 – 14:20 5.  og 6. bekkur  á mánudögum kl. 14:20 – 15:20 3.  og 4. bekkur  á fimmtudögum kl. 13:15 – 14:15 Síðasti íþróttavaltíminn verður mánudaginn 2. maí 2011. Umsjón með tímunum hefur Rainer Jessen, íþróttakennari, og ef upp koma spurningar varðandi þessa tíma þá vinsamlegast hafið samband við rainer@akmennt.is KveðjaRainer, íþróttakennari.
Lesa meira

Árshátíð - seinni dagur

Fleiri myndir frá árshátíðinni hafa verið settar inná síðuna og má sjá þær hér.
Lesa meira

Útivistardagur 5. apríl

Næsta þriðjudag, 5. apríl, er útvistardagur Síðuskóla og höldum við þá uppí Hlíðarfjall. Farið verður af stað milli 8:30 og 9:00 og komum heim milli 12:15 og 12:45. Matur verður í mötuneyti fyrir þá sem eru skráðir þegar heim er komið. Nemendur í 1. - 3. bekk eiga ekki kost á því að fá lánaðan búnað en geta komið með sinn eiginn og þeir sem ekki eiga skíði geta komið með sleða eða þess háttar en allir eiga að sjálfsögðu að vera með hjálma. Nemendur í 4. - 10. bekk geta fengið lánaðan búnað og hefur mæling farið fram á skó­stærðum í skólanum undanfarna daga. Ef einhverjir hafa misst af þessum mælingum og þurfa búnað reynum við að útvega þeim hann. Nemendur í 6. - 10. bekk geta fengið að vera lengur uppí fjalli þ.e. eftir að rútur fara heim en til þess þurfa þeir að koma með skriflegt leyfi frá foreldrum/aðstandendum og eru þá ekki lengur á ábyrgð skólans. Gott er að nesta sig vel fyrir daginn, frjálst nesti en ekki leyfilegt að hafa sælgæti eða gosdrykki. Hvetjum alla til að klæða sig eftir veðri og hafa í huga að kaldara getur verið uppí fjalli heldur en í bænum. Enginn aukakostnaður fylgir þessum degi. Nemendum  stendur til boða að fara á svigskíði, snjóbretti, gönguskíði, sleða eða í gönguferð um svæðið. ALLIR NEMENDUR SKULU VERA MEÐ HJÁLMA. Hér má sjá myndir frá síðasta útivistardegi í mars 2010. Íþróttakennarar
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla 2011

Árshátíð í Síðuskóla er í dag og á morgun, fimmtudag og föstudag. Það eru margar frábærar sýningar í gangi hjá frábærum nemendum. Hægt er að skoða myndir frá fyrstu tveimur sýningunum hér og á morgun bætast við myndir frá föstudagssýningunum.
Lesa meira

Yngispiltadagurinn í 9.B

Yngispiltadagurinn 2011 var haldinn hátíðlegur í 9.B, 25. mars s.l.   Stúlkurnar í bekknum bökuðu girnilegar kökur handa drengjunum sem þáðu þær með þökkum enda alltaf pláss fyrir gómsætar kökur hjá hungruðum piltum.   Þetta er þriðja árið í röð sem bekkurinn heldur upp á yngispiltadaginn og finnst nemendum það skemmtileg tilbreyting. Yngispiltadagurinn er fyrsti dagur Einmánaðar í hinu forna tímatali.   Stúlkurnar bíða núna spenntar eftir því hvað gerist í byrjun Hörpu. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Árshátíð í Síðuskóla 31. mars og 1. apríl

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Árshátíð Síðuskóla verður haldin 31. mars og 1. apríl. Þessa daga er ekki kennt samkvæmt stundaskrá en dagskrána má finna hér.
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 2010 - 2011

Uppskeruhátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri í gær miðvikudaginn 23. mars. Keppendur voru 17 frá grunnskólunum á Akureyri auk fulltrúa frá Hrísey og Grímsey og hafa aldrei verið fleiri. Fulltrúar Síðuskóla voru Kristrún Jóhannesdóttir og Ósk Tryggvadóttir. Varamaður þeirra var Oddur Pálsson. Uppskeruhátíðin tókst í alla staði vel og var hátíðleg stund. Ávörp voru flutt og nemendur Tónlistarskólans, sem eru í 7. bekk, fluttu nokkur tónlistaratriði.  Nemendur okkar stóðu sig með mikilli prýði og erum við afar stolt af þeim. Úrslit keppninnar urðu þau að Fannar Már Jóhannsson úr Lundarskóla hlaut 1. sæti, Kristrún Jóhannesdóttir úr Síðuskóla varð í 2. sæti og Urður Andradóttir úr Lundarskóla varð í 3. sæti. Hér má sjá myndir frá uppskeruhátíðinni.
Lesa meira