Stóra upplestrarkeppnin sett í Síðuskóla

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk 2011 – 2012 Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, var Stóra upplestrarkeppnin sett á sal Síðuskóla. Skólastjóri flutti ávarp og sagði frá keppninni sem nú er haldin í 12. sinn á Akureyri. Sagði hann að keppendur frá Síðuskóla hefðu alltaf staðið sig vel og verið skólanum til sóma og hvatti hann nemendur til þess að leggja sig fram. Einnig sagði hann frá því að þátttaka í upplestrarkeppninni hefði aldrei verið meiri, nú taka allir 7. bekkir á landinu þátt í henni.  Guðrún á bókasafninu ræddi um íslenskt mál og sagði frá Jónasi Hallgrímssyni og nemendurnir Kristrún Jóhannesdóttir, Oddur Pálsson og Ósk Tryggvadóttir, sem voru fulltrúar skólans í keppninni í fyrra, fluttu ljóð fyrir nemendurna í 7. bekk. Skólastjóri setti síðan keppnina formlega og nemendur fengu bókamerki keppninnar afhent og bækling til foreldra. Að dagskrá lokinni var útbúið kaffihús í stofum 7. bekkinga og lásu þau ljóð fyrir hvert annaða eftir Jónas Hallgrímsson við kertaljós og kaffihúsastemningu. Sjá má meira um Stóru upplestrarkeppnina á  heimasíðu Radda og myndir frá setningunni hér.

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk 2011 – 2012

Á Degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, var Stóra upplestrarkeppnin sett á sal Síðuskóla. Skólastjóri flutti ávarp og sagði frá keppninni sem nú er haldin í 12. sinn á Akureyri. Sagði hann að keppendur frá Síðuskóla hefðu alltaf staðið sig vel og verið skólanum til sóma og hvatti hann nemendur til þess að leggja sig fram.

Einnig sagði hann frá því að þátttaka í upplestrarkeppninni hefði aldrei verið meiri, nú taka allir 7. bekkir á landinu þátt í henni. 


Guðrún á bókasafninu ræddi um íslenskt mál og sagði frá Jónasi Hallgrímssyni og nemendurnir Kristrún Jóhannesdóttir, Oddur Pálsson og Ósk Tryggvadóttir, sem voru fulltrúar skólans í keppninni í fyrra, fluttu ljóð fyrir nemendurna í 7. bekk. Skólastjóri setti síðan keppnina formlega og nemendur fengu bókamerki keppninnar afhent og bækling til foreldra.


Að dagskrá lokinni var útbúið kaffihús í stofum 7. bekkinga og lásu þau ljóð fyrir hvert annaða eftir Jónas Hallgrímsson við kertaljós og kaffihúsastemningu.


Sjá má meira um Stóru upplestrarkeppnina á  heimasíðu Radda og myndir frá setningunni hér.