Jólabréf 2011

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Búið er  að skreyta skólann og nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit,  nokkrir árgangar baka laufabrauð og ekki má gleyma jólaföndri. Aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju tilheyra þessum árstíma líka. Litlu jólin Litlu jólin eru 20. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30.  Niðurröðun bekkja á litlu jólin  Kl. 8: 30  3. bekkur LHS, SÁ,   4. bekkur JS,  5. bekkur TS  6. bekkur SEB,   7. bekkur SÁB,   8. bekkur SA  9. bekkur SJ og SS,   10. bekkur B. Kl. 10:30  1. bekkur MB og  SES,    2. bekkur MBT og EBJ  4. bekkur KH,    5. ASR   6. bekkur HL  7. bekkur JÁ,    8. bekkur KLM,   10. bekkur HF. Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjarstofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk. Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 20. desember eru beðnir um að hafa samband við Sonju Kro í síma 4613473 eða á netfangið sidufristund@akmennt.is fyrir 15. desember. Á nýju ári Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 3. janúar klukkan 8:00. Viðtalsdagar í Síðuskóla eru 10. og 11. janúar 2012. 1.-6. bekkur eru í viðtölum báða dagana en 10. janúar er kennsla hjá 7.-10. bekk. 11. janúar er viðtalsdagur hjá öllum nemendum og ekki kennt þann dag. (Sjá skýringar við skóladagatal á heimasíðu skólans). Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða 

Kæru foreldrar og nemendur í Síðuskóla

Nú er aðventan gengin í garð og jólin nálgast. Búið er  að skreyta skólann og nemendur að vinna að ýmsum verkefnum tengdum þessum árstíma. Verkefnin eru breytileg  eftir árgöngum og sem dæmi má nefna lestur jólabóka á bókasafninu, 6. bekkur æfir jólaleikrit,  nokkrir árgangar baka laufabrauð og ekki má gleyma jólaföndri. Aðventuferðir í Minjasafns- og Glerárkirkju tilheyra þessum árstíma líka.

Litlu jólin

Litlu jólin eru 20. desember. Nemendum er skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn kemur klukkan 8:30 og sá seinni klukkan 10:30. 

Niðurröðun bekkja á litlu jólin 

Kl. 8: 30

 3. bekkur LHS, SÁ,   4. bekkur JS,  5. bekkur TS

 6. bekkur SEB,   7. bekkur SÁB,   8. bekkur SA

 9. bekkur SJ og SS,   10. bekkur B.

Kl. 10:30

 1. bekkur MB og  SES,    2. bekkur MBT og EBJ

 4. bekkur KH,    5. ASR   6. bekkur HL

 7. bekkur JÁ,    8. bekkur KLM,   10. bekkur HF.

Litlu jólin verða með svipuðu sniði og undanfarin ár. Nemendur hlusta á jólahugvekju, horfa á jólaleikrit 6. bekkjar og í íþróttasalnum dönsum við í kringum jólatréð. Nemendur fara síðan með umsjónarkennurum í bekkjarstofur og eiga þar góða stund saman. Jólasveinar koma í stofurnar með glaðning handa þeim. Nemendum er frjálst að senda bekkjarfélögum jólakort en póstkassar verða fyrir hvern bekk.

Þeir sem ætla að nýta sér frístund fyrir hádegi þann 20. desember eru beðnir um að hafa samband við Sonju Kro í síma 4613473 eða á netfangið sidufristund@akmennt.is fyrir 15. desember.

Á nýju ári

Skólinn hefst aftur eftir jólaleyfi þriðjudaginn 3. janúar klukkan 8:00.

Viðtalsdagar í Síðuskóla eru 10. og 11. janúar 2012.

1.-6. bekkur eru í viðtölum báða dagana en 10. janúar er kennsla hjá 7.-10. bekk. 11. janúar er viðtalsdagur hjá öllum nemendum og ekki kennt þann dag. (Sjá skýringar við skóladagatal á heimasíðu skólans).

Starfsfólk Síðuskóla óskar nemendum og foreldrum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs og þakkar samstarfið á árinu sem er að líða