Krógaból í heimsókn hjá 10. bekk

Miðvikudaginn 25.janúar komu börn af Krógabóli í heimsókn til 10.B í Síðuskóla. Börnin eru á Spóanum þar og komu, lituðu og dönsuðu með 10.bekkingum.  Það var mjög erfitt að greina hvor hópurinn skemmti sér betur en óhætt er að segja að þetta braut upp dag beggja hópanna og gerði þeim skammdegið aðeins léttara. Hókí pókí var að sjálfsögðu dansað enda uppáhaldsdans nemendanna í 10.B auk þess sem Spóarnir fengu aðeins að hlusta á Latabæ - en ekki hvað...   Krakkarnir af Spóanum eru búnir að bjóða okkur í heimsókn til þeirra síðar í vetur og munum við örugglega þiggja það heimboð og mæta galvösk á heimavöll þeirra. Myndir frá heimsókninni má sjá hér.   Takk fyrir komuna krakkar. 10.B í Síðuskóla.

Miðvikudaginn 25.janúar komu börn af Krógabóli í heimsókn til 10.B í Síðuskóla. Börnin eru á Spóanum þar og komu, lituðu og dönsuðu með 10.bekkingum.  Það var mjög erfitt að greina hvor hópurinn skemmti sér betur en óhætt er að segja að þetta braut upp dag beggja hópanna og gerði þeim skammdegið aðeins léttara. Hókí pókí var að sjálfsögðu dansað enda uppáhaldsdans nemendanna í 10.B auk þess sem Spóarnir fengu aðeins að hlusta á Latabæ - en ekki hvað...

 

Krakkarnir af Spóanum eru búnir að bjóða okkur í heimsókn til þeirra síðar í vetur og munum við örugglega þiggja það heimboð og mæta galvösk á heimavöll þeirra. Myndir frá heimsókninni má sjá hér.

 

Takk fyrir komuna krakkar.

10.B í Síðuskóla.