Skákdagurinn mikli!

Á morgun, fimmtudaginn 26. janúar verður Skákdagurinn mikli haldinn hátíðlegur um land allt. Þann dag, fyrir 77 árum, fæddist Friðrik Ólafsson sem seinna varð fyrsti stórmeistari Íslands og forseti alþjóða skáksambandsins FIDE.   Í Síðuskóla verður haldið upp á þennan dag með fjöltefli þar sem Sigurður Arnarson mun tefla við um 40 krakka úr elstu bekkjunum í einu. Fjölteflið hefst kl. 9.40 og er áætlað að það taki um tvær kennslustundir.

Á morgun, fimmtudaginn 26. janúar verður Skákdagurinn mikli haldinn hátíðlegur um land allt. Þann dag, fyrir 77 árum, fæddist Friðrik Ólafsson sem seinna varð fyrsti stórmeistari Íslands og forseti alþjóða skáksambandsins FIDE.

 

Í Síðuskóla verður haldið upp á þennan dag með fjöltefli þar sem Sigurður Arnarson mun tefla við um 40 krakka úr elstu bekkjunum í einu. Fjölteflið hefst kl. 9.40 og er áætlað að það taki um tvær kennslustundir.