ICT4U - VERKEFNIÐ

Comeniusarferð nemenda og kennara við Síðuskóla til Spánar. 6 nemendur úr 10. bekk Síðuskóla, þau Axel, Birgitta, Guðrún, Halldóra, Marta og Valgeir Andri fóru 7. maí í ferð til Spánar ásamt 2 kennurum, Björk og Bibba,  til að vinna að Comeniusarverkefni sem unnið er á vegum skólans. Verkefnið tengist upplýsingamennt í skólastarfi og var þetta vikuferð. Nemendurnir stóðu sig gríðarlega vel og unnu vel með nemendum frá Grikklandi, Ungverjalandi, Belgíu og Spáni, sem eru samstarfslönd Síðuskóla í verkefninu. Verkefnið gengur út á það að nemendur kenna kennurum að nýta sér forrit á netinu til kennslu. Nemendur fræða kennara um hvernig þeir eiga að nálgast forritið, hvernig það virkar, hvaða kostum það býr yfir og hvernig nemendur sjá það fyrir sér sem tæki í kennslu. Nemendur og kennarar voru ánægðir með ferðina og uppskeran var lærdómur í menningu, ensku og upplýsingatækni í sambland við lífsreynslu, gleði og innkaup. Farið var til Spánar á laugardegi og til baka á föstudegi en gist var eina nótt í London á leiðinni heim. Nokkrar myndir úr ferðinni.

Comeniusarferð nemenda og kennara við Síðuskóla til Spánar.

6 nemendur úr 10. bekk Síðuskóla, þau Axel, Birgitta, Guðrún, Halldóra, Marta og Valgeir Andri fóru 7. maí í ferð til Spánar ásamt 2 kennurum, Björk og Bibba,  til að vinna að Comeniusarverkefni sem unnið er á vegum skólans. Verkefnið tengist upplýsingamennt í skólastarfi og var þetta vikuferð. Nemendurnir stóðu sig gríðarlega vel og unnu vel með nemendum frá Grikklandi, Ungverjalandi, Belgíu og Spáni, sem eru samstarfslönd Síðuskóla í verkefninu.

Verkefnið gengur út á það að nemendur kenna kennurum að nýta sér forrit á netinu til kennslu. Nemendur fræða kennara um hvernig þeir eiga að nálgast forritið, hvernig það virkar, hvaða kostum það býr yfir og hvernig nemendur sjá það fyrir sér sem tæki í kennslu.

Nemendur og kennarar voru ánægðir með ferðina og uppskeran var lærdómur í menningu, ensku og upplýsingatækni í sambland við lífsreynslu, gleði og innkaup.

Farið var til Spánar á laugardegi og til baka á föstudegi en gist var eina nótt í London á leiðinni heim.

Nokkrar myndir úr ferðinni.