Í gær, fimmtudaginn 27. janúar, voru úrslit í 100 miða leiknum kunngerð á sal þar sem allir nemendur skólans voru saman komnir. Vinningshafar voru kallaðir á svið og fengu að vita að þeirra biði ísveisla að hætti skólastjórans í dag, föstudaginn 28. janúar.
Að því loknu var söngsalur fyrir allan skólann sem nemendaráð hafði undirbúið og stjórnað. Textum laganna sem sungin voru, var varpað á tjald. Þetta er í fyrsta skipti sem söngsalur er fyrir alla nemendur skólans og tókst hann vel í alla staði.
Þeir sem voru í vinningslínunni í 100 miða leiknum voru:
Kristján Breki í 7. KJK,
Mikael í 1. bekk,
Aldís Anna í 9. bekk,
Auður Pálsdóttir í 10. KLM,
Daníel Orri í 3. MB,
Gunnar Ögri í 5. ÁEK,
Sóley Gunnarsdóttir í 2. bekk,Hugrún Bylgja í 3.MB,
Jóna María í 5. SEB,
og Bjarni Fannar í 3. MB