Í byrjun nóvember fóru 8 nemendur og 2 kennarar á vegum verkefnisins til Heppenheim í Þýskalandi. Krakkarnir gistu hjá þýskum
nemendum og undu sér vel. Unnið var með þemað – Litir og vísindi -. Krakkarnir unnu að verkefninu með nemendum frá Slóveníu,
en þangað verður farið í maí, Þýskalandi, Noregi og Ítalíu. Vinnan gekk mjög vel og voru okkar nemendur skólanum,
sjálfum sér og okkur til sóma eins og við var að búast. Við skoðuðum Heidelberg og fórum einnig til Strassborg (eða Stressborgar
því við höfðum svo lítinn tíma) að skoða Evrópuþingið og fleira. Ferðin tókst í alla staði mjög vel
og vildu hinir tímabundnu „foreldrar“ ekki sleppa krökkunum heim.
Myndir.
Í byrjun nóvember fóru 8 nemendur og 2 kennarar á vegum verkefnisins til Heppenheim í Þýskalandi. Krakkarnir gistu hjá þýskum
nemendum og undu sér vel. Unnið var með þemað – Litir og vísindi -. Krakkarnir unnu að verkefninu með nemendum frá Slóveníu,
en þangað verður farið í maí, Þýskalandi, Noregi og Ítalíu. Vinnan gekk mjög vel og voru okkar nemendur skólanum,
sjálfum sér og okkur til sóma eins og við var að búast. Við skoðuðum Heidelberg og fórum einnig til Strassborg (eða Stressborgar
því við höfðum svo lítinn tíma) að skoða Evrópuþingið og fleira. Ferðin tókst í alla staði mjög vel
og vildu hinir tímabundnu „foreldrar“ ekki sleppa krökkunum heim.
Myndir.