Nemendur 10. bekkjar eru nú komnir heim eftir vel heppnað þriggjanátta skólaferðalag. Krakkarnir voru sjálfum sér og skólanum hvarvetna til sóma eins og vera ber. Þeir voru duglegir og tóku þátt í því sem í boði var og stóðu sig með stakri prýði.
Meðal þess sem gert var má nefna flúðasiglingu, sund, skotfimi, klettaklifur, paintball, Go Kart og heimsókn í Adrenalíngarðinn. Krakkarnir borðuðu meðal annars á KFC og Fjörukránni og gistu í Félagsmiðstöðinni Árseli og í Steinsstaðaskóla.
Myndir úr ferðinni má sjá hér.