Íþróttavaltímar hjá 1.-6. bekk

Íþróttavaltímar hjá nemendum í 1.- 6. bekk hafa gengið mjög vel. Nemendurnir hafa verið mjög áhugasamir, duglegir og staðið sig vel í þessum tímum. Gaman er að sjá að það skiptir ekki máli hvort nemandinn er styttra eða lengra komin í hreyfi- og félagsþroska, allir njóta sín jafn vel, finna eitthvað við sitt hæfi og þroskast þannig áfram. Jákvæð upplifun og viðhorf gagnvart hreyfingu og íþróttaiðkun í æsku er mjög mikilvæg og er undirstaða þess að einstaklingurinn stundi íþróttir að einhverju leyti í framtíðinni og taki reglulegri hreyfingu sem sjálfsögðum og heilsubætandi hlut í lífinu. Mætingin hefur farið fram úr öllum vonum. Nemendur hafa verið til fyrirmyndar, verið mjög virkir, sýnt tillitssemi og hjálpsemi og notið þess að vera í þessum tímum. Myndir úr tímunum má finna hér. Núna verður gert hlé á þessum íþróttavaltímum, en þeir byrja aftur frá og með 04. apríl 2011 með sama fyrirkomulagi og sömu tímasetningum. Þegar nær dregur verður sent tilkynning um það. Kveðja Rainer, íþróttakennari

Íþróttavaltímar hjá nemendum í 1.- 6. bekk hafa gengið mjög vel.

Nemendurnir hafa verið mjög áhugasamir, duglegir og staðið sig vel í þessum tímum. Gaman er að sjá að það skiptir ekki máli hvort nemandinn er styttra eða lengra komin í hreyfi- og félagsþroska, allir njóta sín jafn vel, finna eitthvað við sitt hæfi og þroskast þannig áfram.

Jákvæð upplifun og viðhorf gagnvart hreyfingu og íþróttaiðkun í æsku er mjög mikilvæg og er undirstaða þess að einstaklingurinn stundi íþróttir að einhverju leyti í framtíðinni og taki reglulegri hreyfingu sem sjálfsögðum og heilsubætandi hlut í lífinu.

Mætingin hefur farið fram úr öllum vonum. Nemendur hafa verið til fyrirmyndar, verið mjög virkir, sýnt tillitssemi og hjálpsemi og notið þess að vera í þessum tímum. Myndir úr tímunum má finna hér.

Núna verður gert hlé á þessum íþróttavaltímum, en þeir byrja aftur frá og með 04. apríl 2011 með sama fyrirkomulagi og sömu tímasetningum. Þegar nær dregur verður sent tilkynning um það.

Kveðja Rainer, íþróttakennari