Rauðakrossverkefni

Þann sjöunda febrúar afhentu nemendur úr grunnskólum Akureyrar, í valáfanganum Fatahönnun og endurnýting afrakstur vinnu sinnar á haustönn, til Rauðakrossins. Skoða má umfjöllun um afhendinguna á heimasíðu Rauðakrossins hér. Þetta er þriðja árið sem Síðuskóli tekur þátt í verkefninu sem heitir Föt sem framlag. Í vetur tóku þátt 9 stúlkur úr 8. 9. og 10.bekk og þær saumuðu ungbarnateppi og barnaföt. Segja má að áfanginn sé í senn kennsla í saumaskap og  samfélags- og lífsleiknifræðsla. Þar sem skólinn er Grænfánaskóli þá fellur þessi áfangi vel að þeim markmiðum sem þar er unnið að, því gömul föt eru endurnýtt. Fleiri myndir má finna hér.

Þann sjöunda febrúar afhentu nemendur úr grunnskólum Akureyrar, í valáfanganum Fatahönnun og endurnýting afrakstur vinnu sinnar á haustönn, til Rauðakrossins. Skoða má umfjöllun um afhendinguna á heimasíðu Rauðakrossins hér.

Þetta er þriðja árið sem Síðuskóli tekur þátt í verkefninu sem heitir Föt sem framlag. Í vetur tóku þátt 9 stúlkur úr 8. 9. og 10.bekk og þær saumuðu ungbarnateppi og barnaföt. Segja má að áfanginn sé í senn kennsla í saumaskap og  samfélags- og lífsleiknifræðsla. Þar sem skólinn er Grænfánaskóli þá fellur þessi áfangi vel að þeim markmiðum sem þar er unnið að, því gömul föt eru endurnýtt.

Fleiri myndir má finna hér.