ÍSAT

Föndur og mikið fjör

Í dag var jólaföndur á yngsta- og miðstigi.  Mikið var um að vera og margir fallegir og eigulegir hlutir urðu til eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 
Lesa meira

Söngsalur - allur skólinn

Að frumkvæði nemendaráðs skólans söfnuðust allir nemendur og allt starfsfólk Síðuskóla inn á sal til að syngja saman jólalög í morgun. Það var 7. bekkur sem valdi lögin sem voru sungin og allir tóku vel undir svo bergmálaði í fjöllunum.  Systa (Sigurlaug Ásta) spilaði undir á gítar og Steinar í 10. bekk stjórnaði samkomunni af röggsemi. Næsti söngsalur verður í janúar og við erum strax farin að hlakka til. Hér má sjá nokkrar myndir af hressu söngfólki.
Lesa meira

Spurningakeppni í unglingadeild

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram 1. desember. Þetta er árlegur viðburður í unglingadeildinni en fyrsta keppnin var haldin árið 1998. Þegar farið var af stað með fyrstu keppnina var hugmyndin sú að hafa uppbrot í skólastarfinu í tilefni af 1. desember og hefur keppnin verið haldin þann dag eða í kringum hann ef 1. desember ber upp á helgi. Síðustu árin hefur 7. bekkur verið með í stuðningsliði.            Keppnin í ár var bæði jöfn og skemmtileg sem að lokum endaði með því að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl, sigurliðið fékk gjafabréf í bíó o.fl. og bikar en á hann er grafið nafn sigurliðsins og hann geymdur í skólanum. Hér má sjá myndir frá spurningakeppninni.
Lesa meira

SMT dagurinn

SMT dagurinn var í Síðuskóla föstudaginn 21. nóv. Þá fór fram margskonar starf í skólanum sem styður við SMT skólafærni og undanfarin ár hefur verið margt brallað á þessum degi. Aðalmarkmiðið er að nemendur blandi geði við skólafélaga sína á mismunandi á aldri. SMT - skólafærni er útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support / PBS. SMT er hliðstæð aðferð og PMTO - foreldrafærni (Parent Management Training-Oregon) þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, umbuna fyrir æskilega hegðun og samræma vinnubrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun. Myndir
Lesa meira

Fréttabréf 2015-2016

Fréttabréf júní 2016 Fréttabréf maí 2016 Fréttabréf apríl 2016 Fréttabréf mars 2016 Fréttabréf febrúar 2016 Fréttabréf janúar 2016 Fréttabréf desember 2015 Fréttabréf nóvember 2015 Fréttabréf október 2015 Fréttabréf september 2015 Fréttabréf ágúst 2015 Fréttabréf 2014-2015 Frétabréf júní 2015 Fréttabréf maí 2015 Fréttabréf apríl 2015 Fréttabréf mars 2015 Fréttabréf feb. 2015 Fréttabréf jan. 2015 Fréttabréf des. 2014 Fréttabréf nóv. 2014 Fréttabréf okt. 2014 Fréttabréf sept. 2014 Fréttabréf ágúst 2014
Lesa meira

Upplestrarkeppnin

Í morgun setti Ólöf Inga skólastjóri, Stóru upplestrarkeppninaí 7. bekk. Viðstaddir voru nemendur 7. og 4. bekkjar og Guðrún bókavörður sagði nemendum frá Jónasi Hallgrímssyni og mörgum nýyrðum sem hann smíðaði á sínum tíma og eru í fullu gildi enn í dag. Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. Stefnt er að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við hátíð en keppni. Lokahátíð keppninnar fer fram í mars á nýju ári. Þessi athöfn markar líka upphaf Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk þar sem markmiðið er að sníða verkefnið að aldri og þroska nemenda í 4. bekk.  Litla upplestrarkeppnin hefur verið við líði frá 2011 er nokkrir skólar í Hafnarfriði tóku þátt í verkefninu og hefur síðan breiðst hratt út um landið. Lokahátíð hennar verður einnig með vorinu, hér í skólanum, þar sem nemendur fá þátttökuviðurkenningu og bjóða foreldrum/forráðamönnum að koma og hlýða á uppskeru vetrarstarfsins, þ.e. vandaðan upplestur. Hér má sjá myndir.
Lesa meira

Á Degi íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu söfnuðust 9. bekkingar á Akureyri í Síðuskóli. Þar fluttu nemendur mörg skemmtileg atriði þar sem lögð var áhersla á íslenska tungu.  Hér má sjá nokkrar myndir.
Lesa meira

Loftslagsáskorunin

Síðastliðinn þriðjudag var námsgátt Lofslagsáskorunarinnar opnuð hér í Síðuskóla að viðstöddu fjölmenni. Loftslagsáskorunin er grunnhugmynd fyrir kennslu um loftslag, orku og sjálfbæra þróun sem byggist á leik og er þróuð fyrir 12-14 ára grunnskólanema á Norðurlöndunum. Grunnhugmyndin er að tryggja kennurum sveigjanleika og aðgang að faglega traustu efni. Um leið er lögð áhersla á virka þátttöku nemendanna.   Ólöf Inga Andrésdóttir skólastjóri hélt ræðu og sagðist m.a. vera stolt af því að Síðuskóli hefði verið valinn til að ýta þessu verkefni úr vör og vera fyrsti skólinn til að skrá sig í áskorunina. Sóley Brattberg Gunnarsdóttir, náttúrufræðingur Síðuskóla 2014, flutti ljóð eftir Jónas Hallgrímsson. Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri steig á stokk og hvatti nemendur og starfsfólk til góðra verka. Tveir nemendur úr 10. bekk, þau Sigurður Orri Hjaltason og Lísbet Perla Gestsdóttir fluttu ávörp og að lokum gerðu þau, Elva Ósk Gylfadóttir og Thomas Mikkelsen verkefnastjórar, grein fyrir Loftslagsáskoruninni og opnuðu dyr verkefnisins fyrir grunnskólum allra Norðurlandanna.  Að lokum fengu gestir að gæða sér á kræsingum úr héraði sem þær Erna heimilisfræði-kennari, Hulda matráður og nemendur áttu veg og vanda af og eiga þau öll mikið lof skilið fyrir það sem fram var reitt. Þetta var á allan hátt góður og gleðilegur dagur fyrir nemendur og starfsfólk Síðuskóla og hér má sjá myndir sem teknar voru af þessu tilefni. Nánari upplýsingar er að finna á kynningarsíðu um samstarf Norðurlandanna en hér er sjálfur kennsluvefurinn. Fjölmiðlar sýndu málinu áhuga og hafa birst fréttir af hinum ýmsu miðlum meðal annars á N4.
Lesa meira

Við hvetjum til lesturs

Það er allskonar lestrarátak og lestraráskorun í gangi í Síðuskóla og víðar. Þann 1. október hófst lestrarátak Ævars vísindamanns, en það er fyrir 1.- 7. bekk um allt land. Þetta átak stendur yfir til 1. febrúar þannig að það er nógur tími ennþá til að taka þátt. Fyrir hverjar 3 bækur sem nemandi les getur hann sent inn miða og verður dregið úr öllum miðum 5. febrúar 2015. Hægt er að skila miðum í kassa við bókasafn Síðuskóla. Þeir sem verða dregnar út verða persónur í næstu bók Ævars vísindamanns, Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík. Sjá nánar á heimasíðu Ævars. 17. október fór síðan af stað átakið Allir lesa - landsleikur í lestri. Það er fyrir alla landsmenn og fyrirkomulagið svipað og í keppninni Hjólað í vinnuna. Heimasíða Allir lesa.   Það eru allir hvattir til að taka þátt í lestrinum.  Hægt er að skrá sömu bækur í bæði átökin, en í átakinu Allir lesa er það spurning um hversu miklum tíma er varið í lestur.
Lesa meira