15.12.2014
Nú er síðasta vika fyrir jólafrí. Kennsla verður með
hefðbundunum hætti þessa viku nema föstudaginn 19. desember þegar litlu jól nemenda verða haldin. Allir nemendur mæta í sínar heimastofur
klukkan 9:00. Um helmingur dvelur í stofum með umsjónarkennara en hinir fara á sal og horfa á helgileik 6. bekkinga og síðan er skipt. Að lokum dansa
allir saman kringum jólatré í íþróttasalnum og lýkur þeirri skemmtun klukkan 11:00. Þá hefst jólafrí nemenda en
nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 6. janúar klukkan 8:00.
Lesa meira
15.12.2014
Búið er að laga samantekt á niðurstöðum samræmdra prófa í Síðuskóla síðustu ár eftir leiðréttingu
Námsmatsstofnunar.
Hér má sjá þessa samantekt
Lesa meira
11.12.2014
Ný gjaldskrá
Frá og með áramótum hækka gjaldskrár Frístundar og mötuneytis um 4%.
Það þýðir að verð á máltíð í annaráskrift verður kr. 411, ávaxtaáskrift mun kosta kr. 6.656 önnin og
hver klukkustund í Frístund kostar kr. 343.
Lesa meira
11.12.2014
Skólahaldi í Síðuskóla er aflýst
í dag vegna ófærðar þar sem lögreglan mælir eindregið með því að fólk sé ekki á ferli. Ekki er vitað
hvenær búið verður að hreinsa allt snjómagnið af götunum.
Lesa meira
08.12.2014
Síðuskóli stefnir á að hefja að nýju samstarf við erlenda skóla á næsta ári.
Lesa meira
05.12.2014
Í dag var jólaföndur á yngsta- og miðstigi.
Mikið var um að vera og margir fallegir og eigulegir hlutir urðu til eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Lesa meira
05.12.2014
Að frumkvæði nemendaráðs skólans söfnuðust allir nemendur og allt starfsfólk Síðuskóla inn á sal til að syngja saman
jólalög í morgun. Það var 7. bekkur sem valdi lögin sem voru sungin og allir tóku vel undir svo bergmálaði í fjöllunum.
Systa (Sigurlaug Ásta) spilaði undir á gítar og Steinar í 10. bekk stjórnaði samkomunni af röggsemi. Næsti söngsalur verður í
janúar og við erum strax farin að hlakka til. Hér má sjá nokkrar myndir af hressu söngfólki.
Lesa meira
02.12.2014
Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram 1. desember. Þetta er árlegur viðburður í unglingadeildinni en fyrsta keppnin var haldin
árið 1998. Þegar farið var af stað með fyrstu keppnina var hugmyndin sú að hafa uppbrot í skólastarfinu í tilefni af 1. desember og hefur
keppnin verið haldin þann dag eða í kringum hann ef 1. desember ber upp á helgi. Síðustu árin hefur 7. bekkur verið með í
stuðningsliði.
Keppnin í ár var bæði jöfn og skemmtileg sem að lokum endaði með því að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Keppendur og
áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl, sigurliðið fékk gjafabréf í
bíó o.fl. og bikar en á hann er grafið nafn sigurliðsins og hann geymdur í skólanum.
Hér má sjá myndir frá spurningakeppninni.
Lesa meira
24.11.2014
SMT dagurinn var í Síðuskóla föstudaginn 21. nóv. Þá fór fram margskonar starf í skólanum sem styður við SMT
skólafærni og undanfarin ár hefur verið margt brallað á þessum degi. Aðalmarkmiðið er að nemendur blandi geði við
skólafélaga sína á mismunandi á aldri.
SMT - skólafærni er útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support / PBS. SMT er hliðstæð aðferð og PMTO -
foreldrafærni (Parent Management Training-Oregon) þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með
því að kenna og þjálfa félagsfærni, umbuna fyrir æskilega hegðun og samræma vinnubrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem
sýna óæskilega hegðun.
Myndir
Lesa meira
20.11.2014
Fréttabréf júní 2016
Fréttabréf maí 2016
Fréttabréf apríl 2016
Fréttabréf mars 2016
Fréttabréf febrúar 2016
Fréttabréf janúar 2016
Fréttabréf desember 2015
Fréttabréf nóvember 2015
Fréttabréf október 2015
Fréttabréf september 2015
Fréttabréf ágúst 2015
Fréttabréf 2014-2015
Frétabréf júní 2015
Fréttabréf maí 2015
Fréttabréf apríl 2015
Fréttabréf mars 2015
Fréttabréf feb. 2015
Fréttabréf jan. 2015
Fréttabréf des. 2014
Fréttabréf nóv. 2014
Fréttabréf okt. 2014
Fréttabréf sept. 2014
Fréttabréf ágúst 2014
Lesa meira