Bókaverðlaun barnanna voru afhent í Borgarbókasafninu í Grófinni sumardaginn fyrsta, þann 23. apríl. Verðlaunin eru afhent einu sinni á ári og öll börn á landinu geta tekið þátt í valinu. Þær bækur hljóta verðlaunin sem fá flest atkvæði, svo einfalt er það. Þá eru nokkrir krakkar, sem taka þátt í kjörinu, valdir af handahófi og hljóta viðurkenningu fyrir. Í ár eru það bækurnar Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson (Forlagið gaf út) og Dagbók Kidda klaufa: Kaldur vetur eftir Jeff Kinney (Tindur gaf út), í þýðingu Helga Jónssonar, sem hljóta verðlaunin. Þeir Ævar og Helgi tóku á móti verðlaununum og hittu nokkra af krökkunum sem fengu viðurkenningu í ár.
Á Akureyri og nágrenni var einn nemandi í hverjum grunnskóla dreginn út. Í Síðuskóla var sá heppni Elvar Máni Ólafsson í 6. bekk og fékk hann í verðlaun bestu íslensku barnabókina að mati nemenda, Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson.
Úrslit á Norðurlandi eru aftirfarandi
1. Þín eigin þjóðsaga 149
atkvæði
2. Gula spjaldið í Gautaborg
141 atkvæði
3. Dagbók Kidda klaufa 6
107 atkvæði
4. Rottuborgari 77 atkvæði
5. Hjálp
75 atkvæði
6. Fjörfræðibók Sveppa
73 atkvæði
7. Vísindabók Villa 2
68 atkvæði
8. Skrifað í stjörnurnar
67 atkvæði
9. Paddington 65 atkvæði
10.
Fótboltaspurningar 44 atkvæði
Fjöldi skóla sem tók þátt var 6 og einnig tóku gestir Amstbókasafnsins á Akureyri þátt. Fjöldi nemenda sem tóku þátt var 626. Hér má sjá nokkrar myndir.