ÍSAT

Útivistarreglur

Nú hafa Samtaka sem eru samtök foreldrafélaga á Akureyri afhent nemendum 1.-6. bekkjar ísskápasegla þar sem reglur um útivistartíma barna koma fram. Sjá hér og einnig til vinstri á heimasíðunni.
Lesa meira

Sólmyrkvi

Hér má sjá myndir sem teknar voru í morgun þegar nemendur og starfsfólk fóru út að fylgjast með sólmyrkvanum.
Lesa meira

Nemendur í sérdeild

Nemendur í sérdeild eru á öllum aldri. Þeir vinna með sínum jafnöldrum í viðkomandi bekkjardeild jafnt og í sérdeild þegar það á við. Sjá myndir.
Lesa meira

Lestur o.fl. í 5. bekk

Í dag voru nemendur í 5. bekk niðursokknir við að lesa sér til um landnám og kristnitöku.  Einnig hefur margföldunarkeppni verið í gangi og lestrarkeppni á milli 4. og 5. bekkja. Áhuginn og ákafinn skín úr andlitum nemenda.  Sjá myndir
Lesa meira

Náttúrufræði 9. bekkur

Nemendur í 9. bekk eru um þessar mundir að kynna niðurstöður tilrauna sem þeir hafa unnið að. Hér má sjá nokkrar myndir úr kynningunum.
Lesa meira

Könnun jafnréttisnefndar

Í nýliðnum foreldraviðtölum stóð jafnréttisnefnd Síðuskóla fyrir könnun. Umsjónarkennarar skráðu hjá sér hverjir komu með nemendum í viðtölin. Þetta var gert til að kanna kynjahlutföll forráðamanna  sem komu með nemendum.  Niðurstöður eru eftirfarandi:   Í 51% viðtala mættu eingöngu mæður.  Í 43% viðtala mættu báðir foreldrar.  Í 6% tilvika mættu eingöngu feður.  Þetta merkir að í 94% tilfella mættu mæður en í 49% tilfella mættu feður. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun á þessum tölum á næstu árum.
Lesa meira

Fjör á söngsal

Í morgun mættu allir nemendur skólans á sal. Ólöf skólastjóri byrjaði daginn með því að þakka keppendum í Stóru upplestrarkeppninni fyrir góða frammistöðu í lokakeppninni sem fór fram í MA s.l. miðvikudag. Þá fengu keppendur í Skólahreysti 2015 rós fyrir feikna góða frammistöðu í Akureyrarriðlinum sem þau unnu. Að lokum brýndu allir raustina og sungu saman gömul og ný Evrovision lög undir stjórn Jörundar formanns nemendaráðs. Myndir frá söngsal.
Lesa meira

Útivistardagur í Hlíðarfjalli

Fimmtudaginn 12. mars var útivistardagur í Hlíðarfjalli. Nemendur og starfsfólk skólans fjölmenntu í fjallið og renndu sér á skíðum, brettum, sleðum og þotum eða léku sér í góða veðrinu á annan hátt. Dagurinn var hinn ánægjulegasti eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. 
Lesa meira

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Í gær var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar á Akureyri haldin í hátíðarsal Menntaskólans á Akureyri. Fulltrúar Síðuskóla, þau Birgitta Rún Steingrímsdóttir og Róbert Orri Gautason stóðu sig með prýði eins og allir keppendur. Tónlistaratriði frá nemendum Tónlistaskólans settu hátíðlegan svip á dagskrána.  Hér má sjá myndir frá keppninni.
Lesa meira

Síðuskóli sigraði Skólahreysti

Í dag sigraði lið Síðuskóla Akureyrarriðilinn í Skólahreysti 2015. Þetta er þriðja árið í röð sem Síðuskóli vinnur þennan titil. Við í Síðuskóla megum vera ákaflega stolt af þessum duglegu og flottu krökkum og samgleðjumst þeim innilega með árangurinn í dag. Hér má sjá fleiri myndir úr keppninni og enn fleiri myndir hér.
Lesa meira