Könnun jafnréttisnefndar

Í nýliðnum foreldraviðtölum stóð jafnréttisnefnd Síðuskóla fyrir könnun. Umsjónarkennarar skráðu hjá sér hverjir komu með nemendum í viðtölin. Þetta var gert til að kanna kynjahlutföll forráðamanna  sem komu með nemendum.  Niðurstöður eru eftirfarandi:   Í 51% viðtala mættu eingöngu mæður.  Í 43% viðtala mættu báðir foreldrar.  Í 6% tilvika mættu eingöngu feður.  Þetta merkir að í 94% tilfella mættu mæður en í 49% tilfella mættu feður. Fróðlegt verður að fylgjast með þróun á þessum tölum á næstu árum.


Í nýliðnum foreldraviðtölum stóð jafnréttisnefnd Síðuskóla fyrir könnun. Umsjónarkennarar skráðu hjá sér hverjir komu með nemendum í viðtölin. Þetta var gert til að kanna kynjahlutföll forráðamanna  sem komu með nemendum. 

Niðurstöður eru eftirfarandi: 
 Í 51% viðtala mættu eingöngu mæður.
 Í 43% viðtala mættu báðir foreldrar.
 Í 6% tilvika mættu eingöngu feður. 

Þetta merkir að í 94% tilfella mættu mæður en í 49% tilfella mættu feður.

Fróðlegt verður að fylgjast með þróun á þessum tölum á næstu árum.