ÍSAT

Skólabyrjun ágúst 2014

Skólasetning í Síðuskóla verður fimmtudaginn 21. ágúst. Nemendur mæta á setningu í sal skólans en síðan verður stutt stund með umsjónarkennara í stofum.  Nemendur sem hefja nám í 1. bekk verða boðaðir í viðtal ásamt foreldrum hjá umsjónarkennara 21. eða 22. ágúst. 2. - 4. bekkur klukkan 9:00 5. - 7. bekkur klukkan 9:30 8. - 10. bekkur klukkan 10:00  Föstudaginn 22. ágúst verður skóli samkvæmt stundaskrá nema hjá 1. bekk þar sem enn verða foreldraviðtöl. Nemendur í 1. bekk mæta mánudaginn 25. ágúst og eiga þá stuttan skóladag en þriðjudaginn 26. ágúst mæta þeir skv. stundaskrá.  Kennarar við skólann hefja störf föstudaginn 15. ágúst.
Lesa meira

Námsgagnalistar fyrir skólaárið 2014-2015

Námsgagnalista fyrir veturinn 2014-2015 má finna hér.
Lesa meira

Sumarfrí til 21. ágúst

Nú er skólaárið á enda og lauk því með umhverfisdögum þar sem námið fór fram utandyra. Það má með sanni segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa daga en seinni daginn var endað á grillveislu í stóra inngarðinum í rjómablíðunni sem sést á þessum myndum. Útskrifaðir voru 54 nemendur frá skólanum og óskum við þeim til hamingju og velfarnaðar á nýjum vettvangi. Að lokum viljum við þakka ykkur fyrir ánægjulegt samstarf í vetur og vonum að þið hafið það gott í sumarleyfinu. Skólinn hefst að nýju með  skólasetningu þann 21. ágúst. Með sumarkveðju, Starfsfólk Síðuskóla
Lesa meira

Fréttabréf 2013-2014

Fréttabréf maí 2014 Fréttabréf apríl 2014 Fréttabréf mars 2014 Fréttabréf feb. 2014 Fréttabréf jan. 2014 Fréttabréf des. 2013 Fréttabréf nóv. 2013 Fréttabréf okt. 2013 Fréttabréf sept. 2013
Lesa meira

Skólaslit í Síðuskóla

Skólaslit í Síðuskóla verða föstudaginn 6. júní sem hér segir: Kl.   9:00   1. - 4. bekkur á sal Síðuskóla Kl. 10:00   5. - 9. bekkur á sal Síðuskóla Kl. 17:00   10. bekkur í Glerárkirkju
Lesa meira

Sápufótbolti

Í dag var síðasta umbun skólaársins hjá 6. bekk. Þessir hressu krakkar létu rigningu og heldur svalt veður ekki stoppa sig í að fara í sápufótbolta úti. Gunni húsvörður útbjó þennan fína völl og svo var spilaður fótbolti með miklum tilþrifum. Í lokin var boltanum hent útaf og allir skemmtu sér saman. Hér má sjá fullt af skemmtilegum myndum!
Lesa meira

Umhverfisdagar

Eins og fram kom í fréttabréfinu eru umhverfisdagar 4. og 5. júní. Þá munu árgangar fara um bæinn og nágrenni hans og læra á umhverfið og leika sér í leiðinni. Skóladegi lýkur 12:30 þessa daga. Dagskrá hjá hverjum árgangi má sjá hér.
Lesa meira

Hestar og Óli prik

Í síðustu viku bauð foreldri  nemanda í 2. bekk okkur á hestbak. Við fórum hjólandi upp í hesthúsahverfi en þegar þangað var komið fengu allir að prófa að fara á bak stuttan hring. Við sáum marga fallega hesta og fengum Svala og snúð. Þetta var mjög skemmtileg ferð en það komu ekki allir alveg heilir heim því það urðu nokkur minniháttar hjólaslys á leiðinni heim. Ekki alvarleg þó sem betur fer. Í fyrradag komu svo krakkarnir úr 2. bekk í Giljaskóla í heimsókn til okkar. Við borðuðum saman nestið og fórum svo út að kríta. Þá varð þessi líka risastóri Óli prik til! Hér má sjá myndir frá atburðunum.
Lesa meira

Íþróttamót í Boganum

Undanfarna daga hafa nemendur í 4. - 7. bekk tekið þátt í frjálsíþróttamóti grunnskólanna í Boganum.  Allir árgangar hafa staðið sig vel með því að taka þátt og leggja sig fram með bros á vör.  Myndin er af 7. bekkingum sem sigruðu jafnaldra sína úr öðrum skólum með glæsibrag og hér eru fleiri myndir frá keppni þeirra.
Lesa meira

Ferð á Súlur

Stór hópur úr 9. bekk í Síðuskóla gekk á Súlur í morgun í blíðskapar veðri. Ferðin tókst mjög vel og gleði skein af andlitum krakkanna þegar þeir náðu toppnum. Margir renndu sér á rassinum niður og gaman var að stoppa í stóru gili og láta sig gossa fram af brún þess.    Myndir úr göngunni má sjá hér.  
Lesa meira