Söngsalur - allur skólinn

Að frumkvæði nemendaráðs skólans söfnuðust allir nemendur og allt starfsfólk Síðuskóla inn á sal til að syngja saman jólalög í morgun. Það var 7. bekkur sem valdi lögin sem voru sungin og allir tóku vel undir svo bergmálaði í fjöllunum.  Systa (Sigurlaug Ásta) spilaði undir á gítar og Steinar í 10. bekk stjórnaði samkomunni af röggsemi. Næsti söngsalur verður í janúar og við erum strax farin að hlakka til. Hér má sjá nokkrar myndir af hressu söngfólki.

Að frumkvæði nemendaráðs skólans söfnuðust allir nemendur og allt starfsfólk Síðuskóla inn á sal til að syngja saman jólalög í morgun. Það var 7. bekkur sem valdi lögin sem voru sungin og allir tóku vel undir svo bergmálaði í fjöllunum. 

Systa (Sigurlaug Ásta) spilaði undir á gítar og Steinar í 10. bekk stjórnaði samkomunni af röggsemi. Næsti söngsalur verður í janúar og við erum strax farin að hlakka til. Hér má sjá nokkrar myndir af hressu söngfólki.