Nýlega fór kennari við skólann til Englands að vinna að umsókn um nýtt samstarfsverkefni sem fjallar um heilsu. Ef verkefnið verður að veruleika, þ.e.a.s. fær brautargengi hjá Evrópusambandinu þá verða ýmsar hliðar heilsu, bæði andlegrar og líkamlegrar skoðaðar. Samstarfsaðilar okkar að þessu sinni verða frá Frakklandi, Englandi og Þýskalandi. Umsóknin verður send inn í lok mars og í sumar kemur í ljós hvort af þessu verður.
Fjallað var um þessa heimsókn í staðarblaðinu í Kings Lynn í Englandi.