Spurningakeppni í unglingadeild

Lið 9. bekkjar
Lið 9. bekkjar
Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram 1. desember. Þetta er árlegur viðburður í unglingadeildinni en fyrsta keppnin var haldin árið 1998. Þegar farið var af stað með fyrstu keppnina var hugmyndin sú að hafa uppbrot í skólastarfinu í tilefni af 1. desember og hefur keppnin verið haldin þann dag eða í kringum hann ef 1. desember ber upp á helgi. Síðustu árin hefur 7. bekkur verið með í stuðningsliði.            Keppnin í ár var bæði jöfn og skemmtileg sem að lokum endaði með því að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl, sigurliðið fékk gjafabréf í bíó o.fl. og bikar en á hann er grafið nafn sigurliðsins og hann geymdur í skólanum. Hér má sjá myndir frá spurningakeppninni.

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram 1. desember. Þetta er árlegur viðburður í unglingadeildinni en fyrsta keppnin var haldin árið 1998. Þegar farið var af stað með fyrstu keppnina var hugmyndin sú að hafa uppbrot í skólastarfinu í tilefni af 1. desember og hefur keppnin verið haldin þann dag eða í kringum hann ef 1. desember ber upp á helgi. Síðustu árin hefur 7. bekkur verið með í stuðningsliði.           

Keppnin í ár var bæði jöfn og skemmtileg sem að lokum endaði með því að 10. bekkur stóð uppi sem sigurvegari. Keppendur og áhorfendur skemmtu sér mjög vel og voru til fyrirmyndar. Allir keppendur fengu viðurkenningarskjöl, sigurliðið fékk gjafabréf í bíó o.fl. og bikar en á hann er grafið nafn sigurliðsins og hann geymdur í skólanum.

Hér má sjá myndir frá spurningakeppninni.