ÍSAT

Líf og fjör

Það er mikið líf og fjör í skólanum þessa dagana. Það eru mjög mörg atriði að verða tilbúin fyrir árshátíðina og á sama tíma eru hópur nemenda að æfa á fullu fyrir Skólahreysti. Hér má sjá nokkrar skemmtilegar myndir sem hafa verið teknar undanfarna daga.
Lesa meira

Árshátíð í næstu viku

Það er mikið í gangi í skólanum þessa dagana þar sem árshátíð skólans er í næstu viku, 27. og 28. febrúar. Það eru spenntir nemendur og enn spenntari kennarar sem fara mikinn á sviðinu við æfingar og undirbúning. Í búrinu eru miklir tæknisnillingar úr unglingadeild og þeir stýra hljóðum og ljósum af mikilli snilld. Það er stutt í sýningar og atriðin eru að mótast þessa dagana. Hér má finna dagskrá sýninga og myndir frá árshátíð síðasta árs.
Lesa meira

100 miðaleikurinn

100 miðaleikurinn er árlegur viðburður. Leikurinn gengur út á það að í 10 daga eru gefnir 10 hrósmiðar til nemenda sem sýna góða hegðun og eru til fyrirmyndar. Til að fá góða dreifingu á hrósmiðana gefa 5 starfsmenn 2 miða hvern dag, aldrei sömu starfsmennirnir. Miðarnir eru númeraðir og eru þeir settir á spjald með 10 x10 = 100 reitum. Skólastjóri ákveður fyrir keppnina vinningsröð sem enginn nema hann veit um. Verðlaun eru veitt þeim nemendum  sem lenda í vinningsröðinni og í ár voru verðlaunin að fara fram í Kaffi Q og borða þar og skoða fjósið. Mikil ánægja var hjá verðlaunahöfum og eru hér myndir af þeim  frá Kaffi Q sem Sigurgeir Sigurgeirsson tók.
Lesa meira

Snillingarnir - námskeið

Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið2004 og 2005 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. Eftirfarandi þættir eru teknir fyrir með börnunum í litlum hópum: Tilfinninga- og reiðistjórnun: Börnunum eru kenndar ýmsar aðferðir við að stilla tilfinningar sínar þegar það er ekki viðeigandi að sýna þær, m.a. reiðistjórnun í samskiptum. Þar að auki læra þau um tilfinningar, svipbrigði og áhrif aðstæðna á líðan þeirra og annarra. Sú þekking mun nýtast þeim í samskiptum við aðra. Félagsfærni: Farið er yfir atriði eins og hvernig og hvenær er viðeigandi að hefja samskipti við aðra, samskiptareglur og aukna færni í að setja sig í spor annarra. Sjálfsstjórn: Kenndar eru aðferðir sem nýtast við að hamla hvatvísi og auka stjórn á eigin hegðun. Þrautalausnir: Farið er yfir aðferðir við að leysa ýmis vandamál sem upp koma á skynsamlegan hátt. Í því felst að finna valmöguleika í stöðunni, hugsa um mögulega útkomu hvers valmöguleika og velja bestu lausnina til að ná ákveðnu markmiði. Athyglisþjálfun: Í hverjum tíma eyðir hvert barn u.þ.b. 20 mínútum í tölvuforriti sem er ætlað að auka athyglisgetu, vinnsluminni og vinnsluhraða. Þjálfarar á námskeiðinu verða Helga Vilhjálmsdóttir og Guðný Dóra Einarsdóttir sálfræðingar við Sérfræðiþjónustu skóla á Fjölskyldudeild. Námskeiðið verður 10. mars–9. apríl, 2014 á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15, 10 skipti alls. Til að sækja um Snillinganámskeiðið vinsamlegast sendið umsókn á þar til gerðu umsóknarblaði og sendið á Fjölskyldudeild fyrir 24. febrúar. Umsóknarblað geta forráðamenn fengið hjá skóla eða á Fjölskyldudeild. Nánari upplýsingar hjá Helgu Vilhjálmsdóttur og Guðnýju Dóru Einarsdóttur í síma 460-1420 eða  með tölvupósti á helgav@akureyri.is eða gudnydora@akureyri.is Þátttökugjald: kr. 7.000 fyrir námskeiðið
Lesa meira

Skólaval - innritun í skóla að hausti 2014

Skólaval – innritun nemenda í 1. bekk grunnskóla Í febrúarmánuði fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar haustið 2014. Á heimasíðu skóladeildar, http://www.akureyri.is/skoladeild, undir hnappnum Skólaval - grunnskólar, má finna upplýsingar um grunnskólana á Akureyri, sértæka þjónustu, viðmiðunarreglur um inntöku, rafræn umsóknareyðublöð og fleira. Hver skóli er með kynningarfund, opið hús, fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2014 og eru foreldrar hvattir til að notfæra sér það tækifæri. Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar í febrúar frá kl. 9:00-11.00:  Glerárskóli og Lundarskóli           11. febrúar Giljaskóli og Naustaskóli              12. febrúar Oddeyrarskóli og Síðuskóli          13. febrúar Brekkuskóli                                       14. febrúar Með kveðju,Ólína Rebekka Stefánsdóttir, ritariSkóladeild AkureyrarbæjarSími 460-1455Netfang: olina@akureyri.is Í hverju barni býr fjárssjóður
Lesa meira

Foreldrafélagið kemur færandi hendi!

Gjafir frá foreldrafélaginu Á dögunum kom Heimir formaður FOKS og færði skólanum fjórar spjaldtölvur til notkunar í sérkennslu.  Stjórn FOKS hefur hitt forráðamenn ýmissa fyrirtækja á Akureyri og óskað eftir styrkjum til verkefnisins. Vel var tekið undir þessa beiðni hjá mörgum fyrirtækjum og afraksturinn varð þessi. Spjaldtölvurnar munu nýtast vel í sérkennslunni því mikið úrval kennsluforrita er til. Myndin er tekin þegar Heimir afhenti Huldu í sérdeildinni spjaldtölvurnar.
Lesa meira

Fréttabréf Síðuskóla

Út er komið 6. fréttabréf skólaársins, fréttabréf febrúar mánaðar.
Lesa meira

Rýmingaræfing í vistun

Í dag, miðvikudag 29.jan.,  var haldin rýmingaræfing í vistuninni í Síðuskóla.  Þetta er í fyrsta skipti sem eingöngu er höfð æfing í vistun. Æfingin gekk í alla staði mjög vel nemendur voru snöggir að fara í skó og koma sér í röð fyrir utan skólann. Það tók þau 1:22 frá því að bjallan byrjaði að hringja og þar til sá síðasti var kominn í röð. Glæsilegt hjá krökkunum og starfsfólki vistuninnar. 
Lesa meira

Samkeppni - hönnun á lukkudýri / persónu

Skilafrestur á tillögum rennur út á föstudaginn 31.jan. Síðuskóli stendur fyrir teiknisamkeppni um hönnun á lukkudýri eða persónu. Listaverkið mun verða ákveðið kennileiti fyrir skólann.  Markmið samkeppninnar er að: Hanna lukkudýr/tákngerving/persónu sem verður merki eða tákn í umhverfismálum og öðru í skólanum. Myndin verður sett á merkingar, leiðbeiningar og auglýsingar og búningur jafnvel saumaður þannig að lukkudýrið geti verið með þegar stærri uppákomur eru s.s. íþróttakeppni eða vorhátíð.  Allir í skólasamfélaginu geta skilað inn hugmynd (nemendur, starfsfólk og foreldrar). Umhverfisnefnd skólans velur úr innsendum tillögum og ef berst fleiri en ein góð tillaga þá verður kosið á milli þeirra. Skila skal hugmyndum á A5 blaði (teikningu, tölvumynd, klippimynd eða annað) í umslag á skrifstofu skólans. Skrá númer myndar aftan á blaðið og nafn höfundar á skráningarblað hjá ritara. Lokaskiladagur er 31. janúar 2014.Umhverfisnefnd
Lesa meira

7. bekkur á Reykjum

Það er mikið líf og fjör hjá 7. bekk á Reykjum. Það hafa allir nóg að gera, verkefnin eru fjölbreytt og greinilegt að allir eru að njóta sín vel. Veðrið leikur við okkur, kyrrt og milt en hálkan er mikil og við staulumst á milli húsa. Við höfum tekið aðeins af myndum og má finna þær hér.
Lesa meira