ÍSAT

Mikil mengun utandyra í dag

Í dag mælist umtalsverð mengun á Akureyri vegna eldgossins í Holuhrauni. Ekki er um hættuástand að ræða en talið óhollt að vera utandyra. Við höfum þess vegna okkar nemendur innandyra í frímínútum í dag. Hægt er að fylgjast með mengunarmæli á Akureyri hér.
Lesa meira

Námskeið hjá ADHD samtökunum

Laugardagana 1. nóvember og 8. nóvember verða ADHD samtökin með fræðslunámskeið fyrir foreldra. Nánari upplýsingar og skráning er á vef ADHD samtakanna, www.adhd.is.
Lesa meira

Ball, ball, ball

Miðvikudaginn 29. október verða haldin Hrekkjavökuböll fyrir, annars vegar 1. - 2. bekk klukkan 16:00-17:30 og hins vegar 3. - 4. bekk klukkan 18:00-19:30. Fimmtudaginn 30. október verður svo Hrekkjavökuball fyrir 5. - 7. bekk klukkan 18:00-20:00. Böllin eru á vegum 10. bekkjar og eru liður í söfnun fyrir vorferðalag árgangsins. Það kostar 300 krónur inn á ballið fyrir 1. - 2. bekk en 400 krónur á hin böllin. Veitt verða verðlaun fyrir flottasta búninginn. Verðlisti í sjoppu: Bland í poka 150 krónur, Svali 100 krónur, ýmis sælgætisstykki 50-150 krónur og á ballinu fyrir 5. - 7. bekk verður selt gos á 200 krónur. Á staðnum verður draugahús og spákona. Hlökkum til að sjá ykkur 10. bekkingar
Lesa meira

Jól í skókassa

Líkt og á síðasta ári tekur 7. bekkur þátt í verkefninu JÓL Í SKÓKASSA ásamt umsjónarkennurum sínum. Pakkarnir verða sendir til Úkraínu til barna sem búa við slæm skilyrði. Í verkefninu safna nemendur í skókassa, sem jólapappír er settur utan um,  gjöfum handa stelpu eða strák á ákveðnum aldri. Krakkarnir mega koma með dót að heiman, fara á Herinn, Fjölsmiðjuna eða Rauða krossinn og kaupa nytsamlega hluti. Hér má sjá meira um verkefnið og myndir frá síðasta ári þegar 7. bekkur tók þátt í þessu verkefni.  
Lesa meira

Júdókynning

Við fengum góðan gest í heimsókn til að kynna júdó fyrir nemendum. Jón Óðinn Jónsson eða Ódi eins og margir þekkja hann mætti í íþróttatíma og sýndi og sagði frá. Það var mikið líf og mikill áhugi sem nemendur sýndu. Það voru líka margir sem þekktu Óda, fullt af nemendum sem eru að æfa hjá honum.  Hér má sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Bleiki dagurinn á fimmtudag

Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árveknis- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum. Af því tilefni eru allir landsmenn beðnir um að klæðast einhverju bleiku fimmtudaginn 16. október eða hafa bleikan lit í fyrirrúmi þann dag. Síðuskóli vill sýna samstöðu í baráttunni og hvetur alla, bæði starfsmenn og nemendur að mæta í einhverju bleiku þennan dag. Nánar má lesa um átakið og bleika daginn hér.
Lesa meira

Rýmingaræfing á A-gangi

Haldin var rýmingaræfing á A- gangi. Núna í fyrsta skipti í sögu skólans var verið að prófa neyðarútgangana sem vísa út að bílaplani þ.e. gluggana á austurhlið skólans. Æfingin gekk mjög vel nemendur áttu ekki í neinum erfiðleikum með að fara út um gluggana og voru fljótir í raðir á körfuboltavellinum. Það tók 2.56 mín að að tæma A – gang. Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingunni.
Lesa meira

Frammistöðumat - viðtöl

Viðtalsdagar verða í skólanum 22. og 23. október. Foreldrar geta valið viðtalstíma þessa daga á Mentor en þurfa að skrá þá í síðasta lagi 17. október. Hægt er að nálgast leiðbeiningar um hvernig foreldrar skrá frammistöðumatið hér.  Jafnframt er búið að opna fyrir frammistöðumat í Mentor þar sem nemendur meta sína stöðu með aðstoð foreldra. Ljúka þarf við frammistöðumatið fyrir 19. október en hægt er að skoða mat kennara frá og með 20. október. 
Lesa meira

Fréttabréf október 2014

Í dag var þriðja fréttabréf skólans sent út.  Hér má sjá bréfið í heild sinni.
Lesa meira

Besta bókin á Akureyri - Bókaverðlaun

Nemendur í 1. – 7. bekk á Akureyri  tóku þátt í valinu á bestu barnabókinni 2013. Einn nemandi í hverjum grunnskóla á Akureyri fékk bókaverðlaun og í Síðuskóla hlaut Rúnar Freyr Egilsson í 6. bekk í verðlaun bókina  Stiklað á stóru um býsna margt eftir Bill Bryson í þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Amtsbókasafnið á Akureyri sér um verðlaunaafhendingu til nemenda í grunnskólum Akureyrar.   Herdísi Friðfinnsdóttur barnabókavörður á Amtsbókasafninu á Akureyri sem afhenti Rúnari Frey verðlaunin.  Rúnar og Herdís með 6.bekk.
Lesa meira