Í morgun setti Ólöf Inga skólastjóri, Stóru upplestrarkeppninaí 7. bekk. Viðstaddir voru nemendur 7. og 4. bekkjar og Guðrún
bókavörður sagði nemendum frá Jónasi Hallgrímssyni og mörgum nýyrðum sem hann smíðaði á sínum tíma og eru
í fullu gildi enn í dag.
Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni
aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við
einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér
og öðrum til ánægju. Stefnt er að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við
hátíð en keppni. Lokahátíð keppninnar fer fram í mars á nýju ári.
Þessi athöfn markar líka upphaf Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk þar sem markmiðið
er að sníða verkefnið að aldri og þroska nemenda í 4. bekk. Litla upplestrarkeppnin hefur verið við líði frá 2011 er nokkrir
skólar í Hafnarfriði tóku þátt í verkefninu og hefur síðan breiðst hratt út um landið. Lokahátíð hennar
verður einnig með vorinu, hér í skólanum, þar sem nemendur fá þátttökuviðurkenningu og bjóða
foreldrum/forráðamönnum að koma og hlýða á uppskeru vetrarstarfsins, þ.e. vandaðan upplestur.
Hér má sjá myndir.
Í morgun setti Ólöf Inga skólastjóri, Stóru upplestrarkeppninaí 7. bekk. Viðstaddir voru nemendur 7. og 4. bekkjar og Guðrún
bókavörður sagði nemendum frá Jónasi Hallgrímssyni og mörgum nýyrðum sem hann smíðaði á sínum tíma og eru
í fullu gildi enn í dag.
Markmið upplestrarkeppninnar er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni
aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við
einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér
og öðrum til ánægju. Stefnt er að því að allur upplestur í tengslum við keppnina sé fremur í ætt við
hátíð en keppni. Lokahátíð keppninnar fer fram í mars á nýju ári.
Þessi athöfn markar líka upphaf Litlu upplestrarkeppninnar í 4. bekk þar sem markmiðið
er að sníða verkefnið að aldri og þroska nemenda í 4. bekk. Litla upplestrarkeppnin hefur verið við líði frá 2011 er nokkrir
skólar í Hafnarfriði tóku þátt í verkefninu og hefur síðan breiðst hratt út um landið. Lokahátíð hennar
verður einnig með vorinu, hér í skólanum, þar sem nemendur fá þátttökuviðurkenningu og bjóða
foreldrum/forráðamönnum að koma og hlýða á uppskeru vetrarstarfsins, þ.e. vandaðan upplestur.
Hér má sjá myndir.