Síðuskóli fékk heimsókn frá nemendum úr Södertörns friskola í Huddinge í Svíþjóð þessa vikuna.
Þessi heimsókn er hluti af samvinnu á milli skólanna í forritun. Nemendurnir hafa verið að búa til tölvuleiki saman þessa viku
og munu halda áfram að þróa þessa leiki í vetur og ljúka verkinu með því að endurgjalda heimsóknina í maí.
Sænsku krakkarnir búa heima hjá nemendum úr Síðuskóla og þannig verður það einnig í vor.
Nemendurnir, bæði þeir sænsku og þeir íslensku láta vel af heimsókninni.