ÍSAT

Norrænar rafbækur

Undanfarin ár hefur dönskukennari í skólanum verið í Nordplus samstarfi við gerð og þýðingu rafbóka. Upphaflega voru það bara Norðurlöndin sem unnu saman að verkefninu en árið 2019 bættust lönd við þar sem Norðurlandbúar sækja skóla, s.s. Þýskaland, Eistland og Litháen. 

Markmið verkefnisins er að tengja löndin saman á auðveldan hátt í gegnum rafrænt bókasafn sem allir hafa aðgang að, ókeypis. Auk þess er kynning á menningu hvers lands í gegnum einfaldan texta sem hentar grunnskólabörnum.
Kennari og nemendur í Síðuskóla hafa búið til bækur og þýtt aðrar af dönsku og sænsku. Nemendur á miðstigi hafa lesið inn á bækur þannig að grunnskólabörn í öðrum löndum geti hlutstað á íslenskuna. Rafbækurnar hafa að geyma ýmsan fróðleik um hvert land og það sem hæst ber á góma í heiminum eins og Heimsmarkmiðin. Bækurnar eru góðar sem yndislestur og í kennslu þar sem hægt er að búa til margvísleg verkefni úr hverri bók. 

Hér má nálgast bækurnar http://atlantbib.org/ en einnig er hægt að fara í flipann "Skólinn" hér að ofan og finna tengil undir "Þróunarverkefni".

 

Lesa meira

Lestrarátak í 3. bekk

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir lestrarátak í 3. bekk, sem lauk í síðustu viku. Nemendur hafa keppst við að lesa sem flestar Herramanna- og Ungfrúa- bækur. Fyrir dugnaðinn fengu þau viðurkenningarskjöl og á myndinni sem fylgir fréttinni má sjá nokkrar stoltar stelpur með viðurkenningarnar sínar.

Lesa meira

Breytt fyrirkomulag kennslu

Fyrirkomulag kennslu verður með breyttu sniði næstu fjóra daga skv. reglugerð sem tekur gildi á morgun og gildir til og með 17. nóvember nk. Foreldrar fengu póst á frá skólanum í dag. Hér má sjá þær upplýsingar sem fóru, yngsta stig, miðstig og unglingastig. Hægt er að sjá kort af skólanum með inngöngum sem notast verður við í myndinni sem fylgir fréttinni.

Lesa meira

Reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi

reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða tekur gildi 3. nóvember. Sett er það markmið að sem minnst röskun verði á skólastarfi og að starf á leikskólastigi og á fyrsta stigi grunnskóla verði óskert. Að ráði sóttvarnalæknis verður reglu um grímuskyldu breytt þannig að hún eigi ekki við um börn fædd 2011 og síðar.

Reglugerðin byggist á tillögum sóttvarnalæknis um hertar sóttvarnaaðgerðir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 faraldursins og er unnin í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Hún tekur til leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, framhaldsskóla, framhaldsfræðslu og háskóla, hvort sem um ræðir opinbera eða einkarekna skóla. Reglugerðin tekur einnig til annarrar starfsemi, svo sem frístundaheimila og félagsmiðstöðva, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfs.

Helstu aðtrið sem gilda um grunnskóla

  • Fyrsta skólastigþ.e. 1.–4. bekkur: Nemendur eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun og þurfa ekki að nota andlitsgrímur. Alls mega 50 nemendur vera í sama rými. Sömu reglur gilda um frístundaheimili fyrir nemendur í 1.–4. bekk.
  • 5.–10. bekkur: Nemendur mega að hámarki vera 25 í hverju rými. Um þá gilda 2 metra nálægðartakmörk og ef ekki er hægt að uppfylla þau skulu nemendurnir nota grímu. Starfsfólk skal jafnframt halda 2 metra regluna og nota grímu sé það ekki mögulegt.
  • Starfsfólk grunnskóla: Ekki skulu vera fleiri en 10 starfsmenn í hverju rými en starfsmönnum er heimilt að fara á milli hópa. Starfsmenn skulu virða 2 metra regluna sín á milli og gagnvart nemendum í 5.–10. bekk. Sé það ekki hægt skulu þeir bera grímur.
  • Fjöldamörk og blöndun hópa: Halda skal sömu hópaskiptingu nemenda í grunnskólastarfi og á frístundaheimilum þannig að ekki verði blöndun milli nemendahópa. Í sameiginlegum rýmum skóla er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkum og reglu um blöndun hópa, að því gefnu að nemendur í 5.–10. bekk og starfsfólk noti grímu.
  • Skipulagt íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarf, þ.m.t. starf félagsmiðstöðva, barna á grunnskólaaldri er óheimilt.

Upplýsingar um hvernig við munum framfylgja reglunum munu birtast hér á morgun og verða einnig sendar til foreldra og forráðamanna.

Lesa meira

Skipulagsdagur á morgun 2. nóvember

Fræðsluyfirvöld á Akureyri hafa ákveðið að hafa skipulagsdag mánudaginn 2. nóvember í leik- og grunnskólum, tónlistarskólanum og frístundastarfi vegna hertra sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Þetta er gert svo starfsfólk skólanna fái svigrúm til að endurskipuleggja skólastarfið og tryggja að sóttvarnir verði eins vandaðar og kostur er. Þriðjudaginn 3. nóvember verður starf leik-, grunn og tónlistarskóla samkvæmt breyttu skipulagi og nýrri reglugerð um sóttvarnir í leik- og grunnskólum.
Nánari upplýsingar um skólastarfið verða sendar frá skólunum til foreldra og forsjáraðila fyrir dagslok á morgun, mánudag.
Eins og þið vitið ætluðum við að halda hrekkjavökugleði á þriðjudag en frestuðum því vegna sóttkvíar. Nemendur mega að sjálfsögðu koma í búningum á þriðjudag eins og til stóð en samkvæmt nýjustu tilmælum mun blöndun hópa verða lítil.
Stjórnendur Síðuskóla.

Lesa meira

Lestrarfjör í 3. bekk

Undanfarnar vikur hefur staðið yfir lestrarátak í 3. bekk. Börnin hafa keppst við að lesa sem flestar Herramanna- og Ungfrúa- bækur. Fyrir dugnaðinn fengu þau viðurkenningarskjöl og hér má sjá nokkrar stoltar stelpur með viðurkenningarnar sínar.

Lesa meira

Jól í skókassa

Síðuskóli hefur tekið þátt í verkefninu Jól í skókassa undanfarin ár. Það eru nemendur í 7. bekk sem pakka inn tómum skókössum og raða gjöfum í þá. Kassarnir eru síðan sendir til barna í Úkraínu. Í hverjum kassa er tannbursti, tannkrem, sápa, þvottapoki, ritföng, fatnaður, dót, nammi og 1000 kr til að greiða sendingarkostnað. Að þessu sinni fóru 18 kassar frá okkur. Kærar þakkir til nemenda og starfsmanna sem lögðu verkefninu lið.

 Nemendur máluðu gjafapoka í myndmennt undir sælgæti, saumuðu þvottapoka í textílmennt og eins voru saumuð pennaveski sem fóru í kassana. Í dag var farið með kassana í Sunnuhlíð þar sem nemendur og kennarar fengu frekari fræðslu um verkefnið frá KFUM/K. Hér má sjá myndir.

Lesa meira

Smit í Síðuskóla

Starfsmaður í frístund í skólans hefur greinst með Covid-19. Viðkomandi fékk einkenni um liðna helgi og var smitið staðfest í gær.

Starfsmenn frístundar sem unnu með viðkomandi á fimmtudag og föstudag í síðustu viku og börn sem voru í frístund þá daga hafa verið send heim í úrvinnslusóttkví. Af þessum ástæðum verður frístund í Síðuskóla lokuð út vikuna.

Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit.

Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

Lesa meira

Blakmót á unglingastigi

Í morgun fór fram blakmót á unglingastigi. Eftir harða og skemmtilega keppni voru það strákarnir í 9. bekk sem sigruðu. 

Hér má sjá myndir frá mótinu. 

Lesa meira