ÍSAT

Óveður og ófærð

Þar sem veðurspá er slæm fyrir morgundaginn og miðvikudaginn viljum við minna á sameiginlegar verklagsreglur fræðslusviðs fyrir alla grunnskólana á Akureyri þegar óveður og/eða ófærð er í bænum. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má sjá þær:
Lesa meira

Jólaball

Ball verður haldið í Síðuskóla fyrir nemendur í 1. - 4. bekk fimmtudaginn 12. desember frá klukkan 16.00 – 17:30. . Við mælum með jólasveinahúfum og/eða jólapeysum. Aðgangseyrir er 500 krónur og er svali og sælgæti (bland í poka) innifalið. Sjoppa líka opin. Ágóðinn rennur í ferðasjóð 10. bekkinga.
Lesa meira

Orri óstöðvandi - hefnd glæponanna

Bjarni Fritzson kom í heimsókn til okkar í dag og las úr glænýrri bók um Orra óstöðvandi, hefnd glæponanna. Þökkum við honum kærlega fyrir komuna, það eru eflaust margir spenntir að lesa meira um Orra óstöðvandi! Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að skoða myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Flokkunarkeppni

Sú hefð hefur skapast í Síðuskóla að hafa flokkunarkeppni á milli árganga. Nýlega var haldin flokkunarkeppni á yngsta stigi, miðstigi og unglingastigi. Sigurvegarar voru 3. bekkur, 6. bekkur og 10. bekkur. Markmið með keppninni er að þjálfa flokkun og auka með því móti endurvinnsluhlutfall.
Lesa meira

Lestrarhátíð

Í október og nóvember var lestrarátak í skólanum. Nemendur á yngsta stigi lásu alls 1392 bækur - glæsilegur árangur hjá þeim. Lestrarhátíð var haldin sl. föstudag fyrir eldri nemendur sem luku þriggja bóka áskorun. Við megum eiga von á fleiri lestrarhvetjandi verkefnum á nýju ári. Myndir frá viðburðinum má skoða með því að smella á fyrirsögnina.
Lesa meira

Stóra og litla upplestrarkeppnin

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk og Litla upplestrarkeppnin í 4. bekk voru settar á sal Síðuskóla þriðjudaginn 19. nóvember síðastliðinn. Hefð er fyrir því að formleg setning sé á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember en hann bar nú upp á laugardegi.
Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla - myndir

Smellið á fyrirsögn fréttarinnar til að sjá myndir frá árshátíð skólans

Lesa meira

Árshátíð Síðuskóla 2019

Árshátíð Síðuskóla verður haldinn fimmtudaginn 14. og föstudaginn 15. nóvember nk. Með því að smella á fyrirsögn fréttarinnar má nálgast hlekk til að sjá dagskrá árshátíðardaganna.
Lesa meira

Upplestur Ævars vísindamanns

Í dag kom Ævar vísindamaður í heimsókn og las upp úr bók sinni Þinn eigin tölvuleikur. Nemendur úr 3. - 7. bekk hlustuðu á Ævar að þessu sinni og var ljóst að mikil spenna var fyrir heimsókninni. Svona heimsóknir lífga alltaf upp á starfið og hvetja nemendur til dáða í lestrinum.
Lesa meira