ÍSAT

Líf og fjör á kaffistofu starfsfólks

Kaffistofum starfsfólks í skólanum hefur verið fjölgað í samkomubanninu. Á einni þeirra voru bakaðar vöfflur til að létta lundina.

Hér má sjá myndir.

Lesa meira

Skólastarf í samkomubanni

Skólahald hefur gengið mjög vel hjá okkur eftir að samkomubann gekk í gildi. Skólanum hefur verið skipt í svæði sem og skólalóð svo hópar blandist ekki. Foreldrar hafa greinilega undirbúið nemendur vel þannig að þeir hafa tekið breyttum aðstæðum og skipulagi af yfirvegun. Mikil áhersla er lögð á að brjóta skóladaginn upp með útiveru og hreyfingu. Við tökum einn dag í einu og endurskoðum skipulag daglega til að starfsfólki og nemendum líði eins vel og kostur er í þessum nýju aðstæðum. 

Hér má sjá nokkrar myndir. 

Lesa meira

Skipulag skólahalds næstu vikur

Skólahald verður með öðru sniði næstu vikur. Hér er að finna upplýsingar varðandi skipulag sem tekur gildi frá og með morgundeginum, 17. mars. 

Sendur hefur verið póstur heim með skipulaginu. Mikilvægt er að farið sé vel yfir skipulagið með nemendum áður en þeir mæta í skólann. Einnig biðjum við fólk um að fylgjast vel með tölvupósti og heimasíðu því skipulagið getur breyst með stuttum fyrirvara. 


Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við ykkur til að vera í sambandi í gegnum tölvupóst eða síma en öll umferð um skólann verður takmörkuð eins og mögulegt er við starfsfólk og nemendur. 

Rétt er að árétta að matur verður einungis í boði fyrir nemendur í 1.-3. bekk.

Hér er bréf sem sent var foreldrum og forráðamönnum.

Lesa meira

Starfsdagur í grunn- og leikskólum Akureyrarbæjar mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem fela m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

 Í ljósi þessa hefur verið ákveðið að mánudaginn 16. mars verði starfsdagur í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar svo stjórnendur og starfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til.

 Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir að fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á heimasíðu Akureyrarbæjar og heimasíðum grunn- og leikskóla.

Lesa meira

Útivistardegi frestað

Því miður verðum við að fresta útivistardeginum. Í Hlíðarfjalli er mjög kalt og mikil snjókoma. Við reynum aftur síðar.

 

Lesa meira

Upplýsingabréf Almannavarna til foreldra/forráðamanna vegna COVID 19

Hér má sjá þau bréf sem skólastjóri sendi í morgun á foreldra og forráðamenn varðandi COVID-19. Þetta eru bréf til foreldra/forráðamanna á íslensku, ensku, pólsku. Einnig er hér að finna bréf almannavarna til fræðsluaðila.

Lesa meira

Skákmót

Í morgun var haldið skákmót í 4. og 5. bekk. Í vetur hefur verið skákkennsla í 3. – 5. bekk sem hefur verið í höndum Áskels Kárasonar. Mótið var vel sótt og eins og myndirnar sýna skein einbeiting úr hverju andliti.

Lesa meira

Viðbragðsáætlun við heimsfaraldri

Þar sem búið er að staðfesta COVID-19 smit á Íslandi viljum við benda á viðbragðsáætlun Síðuskóla við heimsfaraldri en hana má finna á heimasíðu skólans undir hagnýtt efni.  Hægt er að fylgjast með gangi mála á vef Almannavarna og Landlæknis.

Viðbragðsáætlunina er að finna hér

 
Lesa meira

Úrslit í 100 miða leik

Í morgun voru tilkynnt úrslit í 100 miða leik skólans en leikurinn er hluti af SMT skólafærni. Alls voru 10 nemendur dregnir út og fóru þeir með Malla og Helgu, deildarstjórum skólans, í heimsókn í Háskólann á Akureyri. Þar voru gerðar tilraunir auk þess sem nemendur fengu áhugaverðan fróðleik um Mars. Að því loknu var farið í Bakaríið við brúnna þar sem allir völdu sér góðgæti. Hér má sjá myndir frá úrslitunum í morgun sem og ferðinni.

Lesa meira

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Mánudaginn 24. febrúar var undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar haldin hér í Síðuskóla. Þá lásu 10 nemendur úr 7. bekk sem komust höfðu áfram úr forvali. Allir lesararnir stóðu sig vel og eru svo sannarlega reynslunni ríkari eftir þátttökuna. Tveir aðalfulltrúar voru valdir auk eins varafulltrúa til að taka þátt í úrslitum Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri 4. mars næstkomandi. Fulltrúar Síðuskóla í ár eru Rebekka Nótt Jóhannsdóttir, Stefán Andri Björnsson og Ísabella Sól Hauksdóttir til vara. Dómarar voru þau Brynjar Karl Óttarsson kennari í MA og Bryndís Valgarðsdóttir skólastjóri í Hlíðarskóla. Hér má sjá myndir frá keppninni.

Lesa meira