Í morgun voru úrslit í Göngum í skólann kynnt. Ekki var hægt að safna öllum nemendum skólans saman á sal heldur var einungis umhverfisnefnd skólans á sviðinu með skólastjóra og viðburðinum streymt út í stofurnar. Eftir stutt erindi fór umhverfisnefndin með bikarinn inn í stofu til 8. bekkjar sem sigrarði í Göngum í skólann 2020. Til hamingju 8. bekkur!
Við þetta tækifæri var einnig tilkynnt að eftir úttekt frá Skólum á grænni grein kom í ljós að skólinn mun fá grænfánann afhentan í 8. sinn. Vel gert Síðuskóli!
Hér má sjá myndir frá bleika deginum. Nemendur og starfsmenn voru hvattir til að mæta í bleiku til að sýna samstöðu í baráttunni gegn krabbameini.
Í dag var umbun hjá 7. bekk, slegið var upp stærðarinnar kökuveislu. Það voru að vonum allir sáttir og kökurnar runnu ljúft niður. Hér má sjá myndir.
Í morgun var haldin rýmingaræfing í skólanum. Æfingar sem þessar eru nauðsynlegar í starfinu til að fara reglulega yfir verklag komi til rýmingar. Tilgangurinn er að auka öryggi nemenda og starfsfólks í skólanum. Hins vegar er nauðsynlegt að fara yfir þessa hluti líka heima og ræða í leiðinni mikilvægi þess að fara eftir því skipulagi sem fylgir æfingu sem þessari. Í vikunni var farið í 1. bekk með fræðslu um tilgang æfingarinnar, verklagið var kynnt og að lokum höfð æfing þar sem ferlið var æft. Þetta er gert til að undirbúa yngstu nemendurna undir æfinguna sjálfa og gefa þeim kost á að ræða hlutina og spyrja spurninga. Æfingin í morgun gekk vel og stóðu nemendur sig vel og voru öll viðbrögð þeirra fumlaus og örugg. Hér má sjá myndir frá æfingunni og einnig frá því þegar 1. bekkur var með sína æfingu sl. þriðjudag.
Það var heldur betur líflegt í Glerárlaug í gær þegar 1. og 3. bekkur voru í sundkennslu. Vatnsgusurnar gengu í allar áttir og gleði skein úr hverju andliti. Við fengum þessa skemmtilegu myndasendingu frá íþróttakennurum.
Nemendur úr 1. bekk fóru í Skautahöllina í dag og fengu skautakennslu. Nemendur stóðu sig virkilega vel og höfðu mjög gaman af þessari tilbreytingu.
Krakkarnir í 1. bekk fóru í útikennslu í morgun. Þar var unnið bæði í tónmennt og myndmennt. Unnið var með takt með því að klappa, stappa og tromma, í myndmenntinni var fræðsla um kol og svo unnið með þau. Hér er að finna skemmtilegar myndir.
Nemendur í 2. bekk unnu að skemmtilegu verkefni í morgun. Hver nemandi fékk uppblásna blöðru sem hann límdi dagblöð utan á og gerði sinn eigin hnött. Eins og sést á myndinni skein einbeiting úr hverju andliti.
Þriðjudaginn sl., 22. september var gerð úttekt á skólanum vegna endurnýjunar Grænfánans. Í þetta skipti var úttektin rafræn vegna aðstæðna í samfélaginu. Allt gekk að óskum og Síðuskóli fékk áttunda fánann afhentan við tækifærið. Vel gert hjá umhverfisnefndinni og Sigrúnu Birnu kennara, sem er í forsvari hennar.