ÍSAT

Spurningakeppni Síðuskóla

Hin árlega spurningakeppni í 8.-10. bekk fór fram í dag 5. maí. Allir þátttakendur stóðu sig með prýði en það var lið 10. bekkjar sem stóð uppi sem sigurvegari. Í liðinu voru þau Aldís Þóra, Bryngeir Óli og Rakel Alda. Engir áhorfendur voru í sal en bein útsending var inn í stofur. Hér eru nokkrar myndir frá því í morgun.
Lesa meira

Í framhaldi af plokkunardegi

Umhverfisnefnd Síðuskóla, sem samanstendur af fulltrúum nemenda auk kennara, fundaði í morgun m.a. til að fara yfir hvernig plokkdagurinn í síðustu viku gekk. Búið var að safna öllu úrgangnum saman og var hann vigtaður í morgun í lok fundar. Í heildina týndu nemendur og starfsfólk skólans 103,1 kg. í kringum skólann og í næsta umhverfi, vel gert!
Gaman er frá því að segja að úrgangurinn virðist minnka ár frá ári því þegar byrjaði var að vigta 2018 var heildarþyngdin rúm 118 kg. og má því segja að umgengnin verði betri ár frá ári.

Lesa meira

Fræðslumyndbönd er varða umferðaröryggi

Komin eru út fræðslumyndir frá Samgöngustofu er varða umferðaröryggi, tenglar á þessi myndbönd eru hér að neðan.

Fræðslumynd um rafhlaupahjól
Vinsældir rafhlaupahjóla hafa aukist mikið að undanförnu hér á landi enda frábær farartæki séu þau notuð rétt. Þau tilheyra flokki reiðhjóla og um þau gilda sömu reglur og um reiðhjól að því undanskyldu að þeim má ekki aka á akbraut. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi notkun þeirra og öryggi. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Fræðslumynd um öryggi barna í bíl
Á hverju ári verða atvik í umferðinni hér á landi þar sem sérstakur öryggisbúnaður kemur í veg fyrir alvarleg slys á börnum. Í þessu myndbandi er farið yfir mikilvæg atriði varðandi öryggi barna í bíl. Öryggi barna er á okkar ábyrgð - það er engin bílferð svo stutt að við getum gefið afslátt af því. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Fræðslumynd um ljósabúnað
Ökutæki með ljósin kveikt eru mun sýnilegri í umferðinni, auk þess lýsa þau upp endurskin gangandi og hjólandi vegfarenda. Í þessu myndbandi er farið yfir ýmis atriði varðandi ökuljós og mikilvægi þess að öll ljósin á bílnum séu kveikt. Hér má nálgast fræðslumyndina með íslenskum, enskum og pólskum texta.

Lesa meira

Plokkdagur í Síðuskóla

Nemendur og starfsfólk Síðuskóla fóru út og hreinsuðu skólalóðina og fleiri svæði í nágrenni skólans í dag. Þetta var gert í tilefni af stóra plokkdeginum sem er á morgun, 24. apríl. 

Við í Síðuskóla hvetjum alla unga sem aldna til að drífa sig út á morgun og hreinsa til í nærumhverfinu. 

Plokk á Íslandi hvetur alla landsmenn til að láta gott af sér leiða og um leið fylgja fyrirmælum því plokkið er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu um leið og auðvelt er að fylgja reglum sóttvarnarlæknis.

PLOKK ER: 
- Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
- Klæðum okkur eftir veðri
- Notum hanska, plokktangir og ruslapoka
- Hver á sínum hraða og tíma
- Frábært fyrir umhverfið
- Öðrum góð fyrirmynd

Hér má sjá fleiri myndir. 

Lesa meira

Gleðilegt sumar

Starfsfólk Síðuskóla sendir sínar allra bestu óskir um gleðilegt, sólríkt og huggulegt sumar.

 

Lesa meira

Valgreinar á miðstigi

Í apríl og maí verður boðið upp á val á miðstigi svipað því sem hefur verið á unglingastigi. Þetta er prufa hjá okkur og ef vel tekst til verður val á miðstigi í boði á næsta skólaári.

Valgreinar sem boðið var upp á eru:

  • Borðspil
  • Forritun
  • Teikning,
  • Tálgun
  • Skyndihjálp
  • Dans og leiklist
  • Hreyfing og heilsa
  • Rafíþróttir
  • Bakstur
  • Bókaklúbbur
  • Skák

Hér má finna nánari upplýsingar um valgreinarnar.

Markmið verkefnisins eru m.a. að stuðla að auknum samskiptum á milli árganga, efla áhuga og gefa nemendum kost á að velja sér viðfangsefni og auka þannig lýðræði í skólastarfi.

Ef vel tekst til þá verður áframhald á þessu verkefni á næsta skólaári.

Lesa meira

Skólastarf frá 6. apríl til og með 15. apríl

Samkvæmt nýrri reglugerð sem gefin var út miðvikudaginn 31. mars þá hefst skólastarf samkvæmt stundaskrá þann 6. apríl. Þessi reglugerð gildir til og með 15. apríl. Við erum búin að skipuleggja skólastarfið en þær breytingar snúa helst að innra starfi þannig að það hefur ekki áhrif á skóladag nemenda nema að litlu leyti. Við erum nú orðin öllu vön í þessu ferli og erum fljót að aðlaga okkur breytingum.
Skólastarf hjá nemendum helst óbreytt en samval hjá unglingadeildinni fellur niður meðan þessi reglugerð er í gildi. Allir nemendur sem eru skráðir í mat fá að borða. Við erum búin að hólfaskipta matsalnum.
Við minnum svo á almennar sóttvarnir og halda börnum heima ef þau eru veik eða með einkenni um veikindi.
Lokað er fyrir heimsóknir í skólann annarra en starfsmanna. Hér fyrir neðan er hægt að skoða reglugerðina og skjal um covid viðvörunarkerfi fyrir skóla-og frístundarstarf.
Með kveðju og von um ljúfa frídaga sem eftir eru af páskaleyfinu!
 

Viðvörunarkerfi fyrir skóla- og frístundastarf

Reglugerð um skólastarf frá 1. apríl til og með 15. apríl

Lesa meira

Páskakveðja frá starfsfólki Síðuskóla

Við óskum ykkur öllum gleðilegra páska og vonum að þið hafið það gott ásamt börnunum í páskaleyfinu.

Við biðjum ykkur að fylgjast með pósti og heimasíðunni varðandi hugsanlegar breytingar á skólastarfi.

Ef allt verður samkvæmt áætlun hefst skólastarf aftur 6. apríl.

Páskakveðjur

Lesa meira

Frá Síðuskóla

Kæru foreldrar. Eins og fram kom í fréttum í dag hefur grunnskólum landsins verið lokað fram að 6. apríl frá og með morgundeginum. Þar af leiðandi er ekki útivistardagur eða skóli á morgun. Frístund verður einnig lokuð þennan tíma.

Hafið það gott um páskana

Bestu kveðjur f.h. stjórenda,

Marías deildarstjóri.

Lesa meira

Útivistardagur á morgun

Við gerum ráð fyrir því að á morgun, fimmtudag verði útivistardagur. Við munum fara í Hlíðarfjall. Staðan verður tekin í fyrramálið og upplýsingar settar á heimasíðuna. 

Lesa meira